Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 5
Amneh, sem segir frá I greininni Hún er meö grimu, sem algeng er i strandhéruöum Oman. Hún er ánægö mcö „nýja Hfiö’’ i landinu, börn hennar ganga i skóla og útvarp er komiö á heimiliö. Heimatilbúnar áætlanir bá fékk ég þá hugmynd, að bezt væri að gera könnun á högum kvennanna og skoð- unum. Kynnast hugsunum þeirra og við- horfum til sjúkdóma, hreinlætis og barns- fæðinga til dæmis. Við urðum að vita við hvers konar fólk við vorum að tala. Þetta var fyrsta könnun sinnar tegundar i Mið- Austurlöndum, eiginlega skot i blindni, en hún hefur orðið fyrirmynd svipaðra hluta annars staðar. En nú vorum við karlmenn og gátum þess vegna ekkert samband haft við kon- ur i Oman. Við gátum vissulega ekki rætt við þær um barnauppeldi, heimilisstjórn og önnur skyld málefni, svo viö ákváðum að setja á laggirnar nefnd kvenna. Pen- ingarnir komu úr Ford-sjóðnum og nefnd- in varö til: Tveir libanskir þjóðfélags- fræöingar, Nuhad Kanawati og Abla Qadi, tveir næringarfræðingar Nuha Farrag frá Palestinu og Hind Masri frá Libanon, ásamt bandariskri stúlku, sem alizt hafði upp i Oman, Margaret Kapenga og 21 árs innfæddri stúlku, sem menntuð var I Beirut, Rahimah Kazemi, en tvær þær siðasttöldu voru túlkar og leiðbeinendur i ýmsum hagnýtum málum. Loks kom prófessor Pricilla Basson, bandariskur félagsfræðingur til að vinna úr gögnum. Áætlanir i framkvæmd Byrjað var á að kynna sér allt sem hægt var i starfsemi fjögurra ráðuneyta, fé- lagsmála- heilbrigðis- menntamála- og landbúnaðar. Þegar þvi var lokið, kom hæst setta fólkið úr þessum ráðuneytum saman á tveggja mánaða námskeið, þar sem það fékk fræðslu um allt, sem við höföum kynnt okkur og hvað mætti betur fara. Þetta var mun þægilegra, en að skrifa öllum. Pappirskerfið er of þungt i vöfum. Að sjálfsögðu kom þetta fólk með sinar uppástungur og allir lærðu mikið af þessu. Þá var næst að hafa samband við kon-' urnar sjálfar og mæðurnar. Sjónvarp er nú nýkomið I Oman og hefur það verið mikið notað til almennrar fræðslu, en per- sónlegt samband er þó alltaf talið bezt. Konur verða þjálfaðar til starfa með kon- um viös vegar um landið. Þjálfunin fer fram i Beirut i Libanon. Fjórar hafa þeg- ar hafið störf og tólf eru nú i Beirut. Að berast með straumnum Það er ekki hægt að breyta menning- unni, en það er hægt að fylgja henni og beina henni inn á aðrar brautir, nota grundvöllinn. Tökum til dæmis ættflokka- skiptinguna. Bein samkeppni milli ætt- flokka er óæskileg og hefur áhrif til hins verra. Nú eru klúbbar ungs fólks orðnir algengir i Oman, vegna þess að sam- keppnin fær útrás i knattspyrnukeppni og þess háttar. Þessi ættflokkur sigrar hinn i knattspyrnu og við ættum að stofna félag til aö sigra þá báða. Þannig ganga málin. Breytingarnar eru undir þvi komnar hvernig hægt er að hreyfa við hlutunum. 1 staö þess að útiloka áhrif siðvenjanna, er reynt að beina þeim á aðrar brautir. Þess vegna fengum við 20 unga menn úr ýms- um borgum landsins og sendum þá til Beirut I þjálfun. Þeir koma aftur sem ráð- gjafar á vegum félagsmálaráðuneytsins. Það skal viðurkennt, að þessir ungu menn fengu menntun sina vegna þess að foreldrar þeirra hafa búið utan Oman. En alls staðar i Oman finnur maður, að al- menningur hefur áhuga á framförum. Saga landsins er merk og þvi er misskiln- ingur að setja stimpil vanþróunar á land- ið. Það varf að þekkja fólkið og aðstæður þess til að skilja vandamálið til hlitar. Við vitum, að konur i Oman vilja bæta aðstöðu sina. Þær eru byrjaðar á þvi og merkin sjást alls staðar. Meira að segja á eiginmönnunum. Mary Dimanti, upplýsingastjóri UNICEF viö Persaflóa, fæddist og ólst upp í Kairó og hefur lengi haft áhuga á aö breyta stööu kvenna i Arabaiöndunum. Hún fór og heimsótti kvennanefndina I Oman og fylgdist mcö störfum hennar. Hér er frá- sögn Mary Dimanti: Þetta var ekkert venjulegt starf. Á niu mánuðum töluöu konurnar fimm við 350 konur á tveimur stöðum ilandinu: Nizwa, fyrrum höfuðborginni, sem er 100 milur frá Oman og talið sá hluti landsins, sem ihaldssemin er mest, og umhverfis Sohar. 1 Nizwa þurfti nefnin að byrja á þvi að vinna bug á andstöðu karlmanna við að aðskotadýr kæmu til að koma grillum I höfuö kvenna þeirra. Loks tókst að fá karlana til að sjá málin frá sjónarhóli kvennanna og það hjáipaði mikið, þegar þeim varð ljóst að nýjar mataruppskriftir voru ekkert verri en þær gömlu. Rætt var við konurnar og þær voru ró- legar yfir þessu öllu, vegna þess að Rahimah var viðstödd, landi þeirra. Þær litu á hana sem tengilið milli sin og nafndarinnar og teystu henni. Þegar tortryggni kvennanna var horfin, kom fram eðlileg forvitni þeirra um nefndarkonur og heiminn fyrir utan og breytti það miklu. H 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.