Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 18
AAerkar uppfmningar Naglinn llandsmiöaöir naglar l'rá 18:10. 26. febrúar Þú hefur sterkan persónuleika og kýst aö fara eftir þinum eigin lögum, fremur en annarra. bú tekur vel eftir öllu, sem fram fer i kring um þig og ekkert fer framhjá vakandi athygli þinni. Hugboð þitt er mjög sterkt og þú hlýðir nær alltaf þinni innri rödd. Þú hefur áhuga á velferð mannkynsins i heild og þú hefur lika hæfi- leika á sviði náttúruvisinda og lista. Eig- inlega gætirðu orðið hvað sem er. Ef til vill er þó eitt, sem komið gæti i veg fyrir þaö og það er að þú ert einum of hlédræg- ur og hugsar of mikið um sjálfan þig, þeg- ar þú ert innan um annað fólk. Þú verður aö vinna bug á þessu, ef þér á að takast að þroska alla þina góðu eiginleika. Tilfinn- ingar þinar eru sterkar, en þeim hættir til að snúast eingöngu um litinn hóp fólks. Fjölskyldubönd þin eru traust, en þeir sem ekki eru i hringnum, sem næstur þér er, finnst þú kuldalegur og merkilegur með þig. Þótt þú hafir aðlaðandi persónu, llður þér bezt einum við að horfa á tilver- una úr fjarlægð. Reyndu að þroska rit- hæfileika þina. ARIÐ 1833 komst maður nokkur að þvi, að til var þægilegri vegur að smiða timbur- hús, en hver maðurinn var, veit enginn. En það var að minnsta kosti skortur á tré- smiðum i Chicago, sem varð til þess að viðtekinn byggingarháttur varð að vikja fyrir þeim nýja. Á fáum árum hafði Chi- cago vaxið upp úr þvi að vera fjarlægur útvörður, i það að verða fjórða stærsta borg heimsins. Þúsundir innflytjenda streymdu þangað og allir þurftu þeir þak yfir höfuðið. Þessi nýja gerð húsa var grind úr þunn- um bjálkum og var mun fljótlegri i bygg- ingu, en gömlu húsin. Hugmyndin ér svo einföld, nú þegar flest timburhús eru þannig byggð, að undarlegt má teljast að aðferðin hafi ekki verið fundin upp fyrr en 1833. Tortryggnir trésmiðir hristu höfuðin og sögðu að þessi hús fykju um koll i næsta roki. En þau stóðu og nú voru hús reist á nýjum mettima, með hamar, sög og nöglum sem verkfærum. Það var iðnbyltingin, sem gert hafði þetta mögulegt. Fram til þessa höfðu naglar verið torfengin vara, þvi aðeins þurfti trénagla i bjálkahúsin. Nú voru komnar til sögunnar vélar, sem fjölda- framleiddu nagla fyrir litla peninga. En naglinn sjálfur er ævagömul upp- finning, sem verið hefur I notkun i að minnsta kosti hálft sjötta þúsund ára. Allt fram á siðustu öld voru þó allir naglar handsmiðaðir. Það var nákvæmnisvinna og naglar voru meðhöndlaðir með mikilli varkárni og virðingu. Fyrstu vélarnar, sem fjöldasmiðuðu nagla i Bandarikjun- um fyrir 150 árum, mótuðu naglana úr þunnum járnplötum, en siðar voru þeir klipptir og mótaðir úr stálvir. En nú var svo komiö að naglinn varð i hvers manns eigu og allir gátu rekið hann inn, beygt hann og brotið eins og verkast vildi. Á miðöldum hömruðu smiðir járnið heitt og mótuðu naglana með þvi að reka þá i göt af ýmsum stærðum. Loks var odd- ur sleginn á annan endann og haus á hinn. Naglar úr kopar, messing og járni voru notaðir til að negla saman gólffjalir, þak- bjálka, kistur, leðuráklæði á húsgögn, hjarir á hurðir, koparplötur I kili skipa, skeifur og óteljandi aðra hluti. Arið 1606 fékk Bretinn Sir Bevis Bulmer einkaleyfi á fyrstu vélinni, sem auðvelda átti framleiðslu nagla. Hún var ekki sér- lega góð, en klippti að minnsta kosti járn- ið i smábúta af naglalengd. Bandariskar vélar voru teknar i notkun i Bretlandi I byrjun fyrri aldar, en allt fram til 1830 unnu að minnsta kosti 60 þúsund manns, karlar, konur og börn fyrir sér með þvi að handsmiða nagla þar i landi. Þetta var heimilisiðja og illa launuð. 18

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.