Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 12
wcc POI ÞÓ fyrsta plata 10 CC hafi komið út ár- ið 1972, eru þeir langt frá þvi að vera nýgræðingar i pop-heiminum. Saga þeirra hefst I Manchester upp úr 1960. En áður en lengra er haldið, skulum við telja þá upp. Lol Creme, gitar, Graham Gouldman, bassi, Kevin Godley, trommur og Eric Stewart, gitar. 1 þann mund, sem þetta byrjaði i Manchester voru tvær hljómsveitir i borginni, sem einkum kepptu um hylli unga fdlksins, The Sabres og Whirl- winds. Lol og Kevin voru i þeirri fyrr- nefndu, en Graham i hinni, en hún klofnaði og Graham fékk með sér tvo úr henni og Kevin úr Sabres og stofn- aði Mockingbirds. Þeir léku inn á plötu l!lrr '’-'^'ims, „For your love” en plat- £ jrei út og Yardbirds tóku 1 seldu milljónir af þvi. 1 áfram og lög Grahams i ^l^^^^.ieðferð Yardbirds, Her- ti«u. - .s og Hollies. Lol og Kevin hættu þessu öllu og fóru aftur i skóla, en á meðan lék Eric Stewart með Mindbenders og allt fram til 1967, en Graham samdi fyrir hina og þessa, en gaf út litla plötu með sjálfum sér 1966, sem seldist ekki neitt og það var reyndar sama hvað hann gerði, það gekk ekki. Þegar Lol og Kevin voru búnir i skóla, sneru þeir sér aftur að tónlist- inni, höfðu samband við Graham og hann kom þeim i samband við Marma- lade-útgáfuna, sem lofaði félögunum LP-plötu, en hún kom aldrei og þar með var það runnið út i sandinn. En einhvern tima hittist svo á, að þeir fjórir sem nú eru 10 CC hittust við ein- hver störf á vegum Marmalade og fundu að þeir störfuðu vel saman. En útgáfan fór á hausinn og þar með var þvi lokið. Enn var Graham einn á báti og gerði samning við bandariskt fyrirtæki um að semja lög fyrir Crazy Elephant og Ohio Express og hinir þrir hjálpuðu honum öðru hverju. Þeir enduðu allir fjórir sem stúdiómenn, voru illa laun- aðir og gjörnýttir. Þeir sungu meira að segja með I stúlknakór! Þannig gekk þetta til 1970, að þeir sögðu upp og tóku að starfa i eigin stúdiói og gáfu út plöt- ur undir hinum og þessum dulnefnum. Ein þeirra „Neanderthal Man” varð fræg og þá kölluðu fjórmenningarnir sig Hotlegs. Jafnframt sungu þeir og léku undir hjá Scaffolds, Mary Hopkin og Tony Christie, svo einhverjir séu nefndir. En þeir hættu þessu þegar þeir sáu, að þeir vanræktu sjálfa sig. Þeir gerðu plötuna „Donna” og tóku hana með sér til Jonathan King og hann varð svo hrifinn að hann gerði við þá samning og kallaði þá 10 CC. Siðan komu „Johnny Do’nt Do It”, „Rubber Bullets” og „The Dean And I”, allt vinsæl lög 1972 og 1973. Þegar þeir svo komu með fyrstu LP-plötuna, fengu þeir góða gagnrýni alls staðar. Loks voru þeir öruggir eftir 10 ára erfiði. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.