Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 15
gera honum illt, en . . . Barney er að fara til Italíu i þrjá mánuði og hann vill fá mig með. — Hver er Barney? spurði Katy. — Leikstjórinn, sem ég vinn með. Hann er að fara að taka mynd á ítaliu. Ég ætlaði ekki að . . . verða ástfangin af hon- um. Það gerðist bara. Mér hefur aldrei liðið svona áður . . . ég þarf alltaf að vera nálægt honum, snerta hann og horfa á hann. Og Barney elskar mig eins og ég er. Ég hef ekki slæma samvizku þegar ég er með honum yfir að vera slæm og eigin- gjörn eins og með Dave. Hann er allt of góður fyrir mig . . . — Hann kom, sagði Katy. — Hann hafði áhyggjur yfir að heyra ekkert frá þér. — Ég reyndi að skrifa, en gat það ekki . . . Ó, Katy, ég kviði svo fyrir að segja honum það. — Ég skil það vel. En þú verður að gera það, ef þú ert viss um að þú elskir þennan Barney. — Ég er alveg viss, svaraði Vicky lágt. — Jæja, ég skal tala við Dave á mórgun. Kvöldið eftir var Katy hjá vinkonu sinni og fór heim með siðasta vagni til að kom- ast hjá að hitta Dave. En hún hitti hann samt. Hann kom niður götuna, þegar hún beygði fyrir hornið og sá hana strax. Það þýddi ekkert að reyna að fela sig. — Halló, sagði hann bara. Andlit hans var fölt og tekið. — Halló. Leiðinlegt . . . byrjaði hún, en komst ekki lengra. — Þú veizt það þá? sagði hann stutt- lega. — Já ... ég vildi. . . Hún þagnaði aftur. — Það vildl ég lika, sagði hann og brosti. — En það er litið gagn i þvi. Hálfum mánuði seinna fór Vicky og lét Katy hafa fyrirfram fyrir húsaíeigunni. — Ég ætla ekki að búa hérna lengur, sagði hiin. — Ég flyt til Barney, þegar við kom- um frá Italfu. — Ó, sagði Katy aðeins. Dagarnir liðu. Dave kom aldrei og Katy var ekkert hissa á þvi. Þau höfðu verið góðir vinir, en hann hafði komið vegna Vicky. Nú hafði hann ekki ástæðu til þess lengur. Hún hafði vonazt til að hitta hann á götu, en það hafði hún ekki — fyrr en núna ... Hún leit upp, þegar hann kom inn á „Hressó”. — Jæja, þá er ég búinn að öllu, sagði hann og settist við hlið hennar. — Gaman að hitta þig aftur, Katy. Það er orðið langt siðan siðast. — Það er ekki mér að kenna, datt út úr henni, áður en hún hugsaði sig um. — Nei, ég veit það. En ég hef haft svo mikið að gera með nýja raðhúsið, að ég hef engan heimsótt. Þetta lagast þegar byrjað verður að byggja. Þau sátu og spjölluðu góða stund, en Katy fann ekki aftur gamla, góða tóninn. Hún þurfti að vega hvert orð og var dáuð- hrædd um að segja eitthvað sem minnti hana á Vicky. — Viltu koma með mér heim i kvöld- mat? spurði hún loks. — Ég á nógan mat handa tveimur. — Býrðu ekki með einhverri vinkonu þinni? Ég vil ekki éta neinn út á gaddinn. Hann brosti. — Nei, ég bý ein. Ég fékk kauphækkun ogsvolétVicky mighafa peninga . . . Hún þagnaði og leit undan. Dave lagði hönd sina á hennar. — Katy min, sgði hann brosandi. — Við vitum bæði hvað gerðist fyrir þremur mánuðum og þú þarft ekki að ganga á tánum min vegna. Ég fer ekki að gráta i hvert sinn, sem þú nefnir Vicky. Það er allt búið. — Fyrirgefðu, sagði Katy og óskaði þess að það væri satt. Kvöldið var þægilegt og Dave kyssti hana létt á vangann, þegar hann fór. — Þú ert góð, Katy, sagði hann lágt. Hana langaði mest til að gráta á eftir. Hann átti ekki að kyssa hana svona, hún vildi vera honum meira en góður félagi ,. . en Vicky mundi alltaf standa á milli þeirra. Þannig hafði það alltaf verið og þannig yrði það . . . Þau hittust reglulega eftir þetta. Næstu vikur voru fullar af hamingju og örvænt- ingu. Hann var bliður og góður, en hvern- ig sem hún reyn$, gat hún ekki imyndað sér að honum fyndist hún neitt meira en „góö”. Hún þekkti sin takmörk. Honum likaði vel við hana og hún var ágætaðleita tiliástarsorg,meira var það ekki. Hún vissi að hún átti að reyna að hætta að vona, en gat það ekki. Eitthvað er betra en ekkert, hugsaði hún oft, þó það séu bara molarnir . . . Siöla kvölds um það bil fjórum mán- uöum eftir að Vicky fór, hringdi siminn. Katy var ein. Dave var farinn fyrir hálf- tima. — Katy, þetta er ég, Vicky vakti ég þig? • — Nei, sagði Katy skjálfandi. — Hvað- an hringirðu? • — Af flugvellinum. Ég er hrædd um að vissir hlutir . . . Má ég sofa hjá þér i nótt? Ég hef engan stað . . . • — Já, það er allt i lagi, svaraði Katy. Hún sat og horfði beint fram fyrir sig. Innst inni hafði hún vitað þetta allan tim- ann. Fyrr eða siðar mundi Vicky koma aftur og taka Dave frá henni. Hann til- heyrði Vicky, hún hafði bara haft hann að láni um tima . . . Vicky var afar þreytuleg. Hún var orðin mögur og augun voru þrútin, eins og hún heföi grátið. — Það er búið, tilkynnti hún. — Ég vil ekki sjá þennan mann fyrir augunum framar! Hún sagði að þau Barney hefðu rifizt hræðilega. Hún hafði hótað að fara frá honum og hann tekið hana á orðinu og pantað flugfar til London, ekið henni á flugvöllinn og ýtt henni inn i vélina. — Ertu viss um að það <j£gist ekki? spurði Katy varlega. Vicky kinkaði ákaft kolli. — Það getur aldrei gengið, ekki eftir allt, sem við sögð- um í kvöld. Hefurðu annars nokkuð séð Dave? bætti hún hikandi við. — Jú. — Hvernig hefur hann það? ■ — Agætt, svaraði Katy og forðaðist að líta á hana. — Þú verður að fyrirgefa, Vicky, ég ætla ekki að vera dónaleg, en það er orðið framorðið og ég þarf snemma á fætur . . . — Það er ég, sem á að biðja afsökunar, sagði Vicky. —■ Hér sit ég og kvarta og hugsa ekki um þig. Svona er ég, ekki satt? Fyrst ég, síðan aðrir . . . Það var ekki fyrr en Katy kom i vinn- una daginn eftir, að hún mundi að hún hafði boðið Dave i kvöldverð og látið hann hafa aukalykilinn, ef hann skyldi koma á undan henni. Hún gat ekki hringt til hans og sagt honum frá Vicky, þvi hann var úti við húsið. En hún gat hringt og búið Vicky undir það. Það var á tali. Katy reyndi aftur, en það var enn á tali. Hvern skyldi Vicky vera að tala við. Varla gat það verið Dave. t hádeginu reyndi hún enn, en enginn svaraði og heldur ekki klukkan fjögur. Nú fór henni ekki að verða sama. Hann færi að koma. Fyrst hringdi hann bjöllunni og Vicky opnaði. Þau myndu horfa hvort á annað langa stund, en fallst svo i faðma. Hún yrði gleymd. Klukkan var orðin sex, áður en Katy losnaði. Hún var búin að venjast þeirri hugsun, að Dave og Vicky væru sameinuð á ný. Hún reyndi að segja sjálfri sér, að hamingja Daves væri það sem öllu máli skipti, en hjarta hennar barðist ótt, þegar hún opnaði og fæturnir skulfu undir henni. Hún heyrði raddir innan úr stofunni, rétti úr sér og gekk inn. — Halló, bæði tvö, sagði hún og reyndi að brosa eðlilega. — Leiðinlegt að þið skylduð rekast svona saman. Hún sneri sér að Vicky. — Ég hefði átt að segja þér það i gær, en . . . ég reyndi að hringja i allan dag . . . já, svona. er lifið. Hún heyrði sjálfa sig rausa ein- hver ósköp, en gat ekki þagnað. — Jæja, ég er viss um að þið þurfið að ræða mikið saman, svo ef þið viljið hafa mig afsakaða . . . — Katy'.heyrði hún Dave segja. — Ertu orðin alveg galin? — Nei, sagði hún snöggt. — Ég nenni bara ekki að standa i neinu þrasi og . . . Hann stóð upp. — Það verður heilmikið þras, ef þú hættir ekki þessari vitleysu, sagði hann næstum hörkulega. — 1 fyrsta lagi færðu ekki að koma með og fylgja Vicky á flugvöllinn og i öðru lagi . .. Katy starði undrandi á þau til skiptis. — Barney hringdi i dag, sagði Vicky og brosti breitt. — Við töluðum heillengi. Hann vill að ég komi aftur, svo ég tek flugvél, sem fer i kvöld. Ég er búin að kaupa miðann. Gleymdu allri vitleysunni, sem ég sagði i gærkvöldi. Þú veizt hvernig ég er, kát og hrygg til skiptis. Nei, af hverju fer ég ekki og helli upp á kaffi? bætti hún við og hvarf fram i eldhúsið. — Þú ert ágæt! Dave left á Katy og hristi höfuðið dapurlegur á svip. — Katy, Katy, hvað á ég að gera við þig? Kærirðu þig virkilega svo litið um mig, að þú sért reiðubúin að láta mig af hendi án baráttu? — Það var ekki þess vegna, sagði hún lágt. — Það var af þvi ég vissi, að barátt- an yrði fyrirfram töpuð. Ég hef ekkert að gera i Vicky. — Nei, ég veit það, sagði hann alvar- legur. — Ég er oft að hugsa um, hvers vegna ég sé svona ákveðinn i að giftast einmitt þér. — Hvað sagðirðu? spurði hún furðu lostin. — Guð gefi mér þolinmæði! Hann yppti óþolinmóðlega öxlum og talaði við ósýni- lega áheyrendur. — Ekki nóg með að hún sé grindhoruð og hafi smábarnsandlit, heldur er hún lika hálf heyrnarlaus. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.