Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 13
gan Góður félagi TIU til fimmtán metrum á undan sér sá hiin baksvip manns, sem gat ekki verið neinn annar en Dave. Hún vissi einhvern veginn að það var hann. Hún fór að hlaupa á eftir honum. — Dave! sagði hún móð og greip f jakkaermi hans. — Halló! Hann sneri sér undrandi við, svo brosti hann. — Nei, Katy, ert það þú, sem hleyp- ur á eftir karlmönnum snemma á laugar- dagsmorgni? Hvernig liður þér. — Vel! svaraði hún. — En þér? bætti hún við og reyndi að hugsa ekki um sfðasta fund þeirra fyrir þremur mánuð- um. Sá fundur hafði ekki verið alveg svona einfaldur og blátt áfram. — Mér líður bara vei, svaraði hann. — Hvernig gengur á barnaheimilinu? — Það er mikið aö gera eins og alltaf, svaraði hún og stóð ekki alveg á sama lengur. Þetta var persónuleg spurning, sem hlaut að leiða hugann að „gömlu dög- unum” og Vicky . . . — Hvernig fór með litla indverska strákinn? hélt hann áfram. — Funduð þið einhvern til að taka hann að sér? — Já, svaraði hún hissa yfir að hann mundi það sem hún hafði sagt honum um Wari. — Hann var tekinn I fóstur rétt eftir að . . . Hún þagnaði skyndilega og fann að hún roðnaði. Dave brosti dauflega. — Hefurðu frétt nokkuð af Vicky? — Ég hef fengið tvö póstkort. Henni líður vist ágætlega. — Það er gott, sagði hann aðeins. Hún stóð og vissi ekki hvað hún átti að segja. Skrítið, að hún skyldi vera feimin við Dave. Þau höfðu i heilt ár verið góðir vinir og gátu talað um allt milli himins og jarðar. En nú voru þrir mánuðir siðan og dálitiö hafði gerzt, sem breytti öllu hjá henni, Dave og Vicky. — Æ, æ! Dave leit á úrið og hún fékk sting I hjartað. Hún beið þess að hann kæmi með lélega afsökun um að hann hefði ekki tima til að tala við hana. — Ég þarf að ná i föt i hreinsun fyrir eitt, sagði hann. — En getum við ekki hitzt á „Hressó” eftir kortér og fengið okkur glas? — Jú, gjarnan, svaraði hún og reyndi að sýnast ekki allt of áköf. Hún horfði á eftir honum, þar sem hann hraöaði sér niður götuna. Fyrst núna varð henni ljóst, hvað hún hafði saknað hans rnikið. Ekki það að hún hefði verið ást- fangin af honum eða hann henni. Hann hafði bara séð Vicky. Vicky hafði boðið Það var hún í augum Daves og yrði aldrei annað. Vicky stæði alltaf milli þeirra. En vinátta Daves var betri en ekkert... honum heim í ibúðina, sem þær höfðu saman, kvöld eftir kvöld og Katy hafði vanizt honum þar. Hún ætlaðist ekki til neins nema venjulegrar vináttu, þvi hver liti tvisvar á hana, i laginu eins og kúst- skaft, föla og kinnfiskasogna.þegar Vicky var viðstödd með sitt sýningarstúlkuútlit, siða ljósa hárið og grænu augun? Katy var jafn feimin og Vicky var út- hverf, jafn barnaleg og hjartagóð og Vicky var heimsvön og allt að þvi frek öðru hverju. — Gallinn á þér, var hún vön að segja við Katy, — er að þú segir aldrei illt orð um neinn. Vicky starfaði sem einkaritari hjá sjón- varpsfélagi, en Katy, sem var fóstra, vann á barnaheimili. Og Dave hafði haft áhuga á starfi hennar. Hún minntist dagsins, sem hún hafði séð hann fyrst. Vicky var búin að tala einhver ósköp um hann. — Hann er arki- tekt, sagði hún. — Agalega flinkur! Svo er hann með lengstu augnahár sem ég hefð séð á karlmanni! Katy hafði imyndað sér eitthvert fyrir- bæri i flauelsfötum og blúnduskyrtu með sitt, vel klippt hár, en þar skjátlaðist henni. Dave var i snjáðum gallabuxum og rúllukragapeysu með skinnbótum á oln- bogunum. En hann hafði lengstu augnahár, sem hún hafði séð á karlmanni. Þau urðu eins góðir vinir og tveir aðilar af gagnstæðu kyni geta orðið, þegar kyn- ferðislegtaðdráttarafl er ekki fyrir hendi. Katy fannst hann aðlaðandi, en hún vissi mætavel, að það var aðeins Vicky, sem hann hugsaði um og lét það gott heita. t hálft ár gekk allt vel. Vicky og David töluðu um brúðkaup og litið hús i útjaðri bæjarins. En þá fékk Vicky jákvætt svar frá sjónvarpsfélaginu við umsókn um starf sem aðstoðarstúlka leikstjóra. — Er það ekki stórkostlegt, sagði hún, ljómandi af gleði. —Ef ég fell ekki á nám- skeiðinu, lendi ég kannski i skemmti- deildinni og fæ tækifæti til að ferðast um allan heiminn! — Hvað þá með Dave? spurði Katy. — Hann hlýtur að skilja hvað þetta er gott tækifæri, sagði Vicky. — Ég ætla að segja honum það i kvöld. Viltu standa með mér, ef hann ris upp á afturfæturna? Katy lofaði engu. Það reyndist heldur ekki nauðsynlegt að standa með Vicky. Hún setti upp smábarnasvip og bað Dave ósköp fallega að fá að spreyta sig að minnsta kosti. Eftir það fór hún að taka eftir breytingu á afstöðu Vicky til Dave. Hún elskaði hann ennþá og vildi giftast honum, en sló þvl alltaf á frest. Hún var önnum kafin við að breyta Dave — klæðnaði hans og starfi. Hún sagði að hann ætti að teikna stórhýsi i staö þess að hugsa alltaf um þægileg ibúöarhús handa venjulegu fólki. Hann átti að reyna að verða frægur. 1 fyrsta sinn var Dave ekki á sama máli. Hann var þægilegur eins og alltaf, en hann hélt fast við að hann vildi teikna heimili handa fólki, en ekki fyrirtækja- hallir og vöruhús. Skömmu eftir jólin fékk Vicky tækifær- ið, sem hana hafði dreymt um. Hún hafði staðizt prófið með ágætum og fékk starf i leiklistardeildinni. Fyrsta stórverkefnið krafist ferðar til Wales i þrjár vikur til að taka upp framhaldsþætti um gamla daga þar. Katy frétti ekkert af henni á meðan, en hafði raunar ekki búizt 'við þvi. Það sem hún var hissa á, var að Dave fékk heldur ekki svo mikið sem póstkort. — Hefurðu frétt nokkuð? spurði hann, þegar hann leit inn eftir hálfan mánuð. — Nei, hafði Katy svarað, — en hún sagðist veröa að vinna allan timann og þetta er víst afskakktur staður . . . — Ég veit ekki, hvort þetta nýja starf hennar er svo ágætt, sagði hann. — Ég vildi að hún ynni venjulega vinnu eins og þú. Katy gat ekki annað en borsað að til- hugsuninni um Vicky og 20 fjörug börn i einu herbergi, en sagði ekkert. Viku sfðar kom Vicky heim. — Hvernig hefur gengið? spurði Katy eins eðlilega og hún gat. Henni til furðu fór Vicky að 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.