Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 22
Árið 1975 verður karlmaðurinn að viðurkenna konuna sem jafningja á vinnumarkaðnum og í samskiptum kynjanna. En hann á erfitt með að sætta sig við þetta nýja hlutverk. Hann hefur þörf fyrir að ráða og vandinn er sá að hann ræður ekki lengur. Hvað nú ARIÐ 1930 vorum við svolitið nær menn- ingu hellisbúans en við erum nú. Þá var það karlmaðurinn, sem útvegaði allt, það var dekrað við hann, en hann hafði lika þyngri skyldur. Að ýmsu leyti var lifið honum dásamlega auðvelt, auðveldara en 1975, en að öðru leyti hvildi margt öðruvisi á honum og margt var miskunnarlausara i lifi hans. Þótt 1930 hafi yfirleitt verið hætt að kalla heimilisföðurinn „húsbóndann” eða einhverju álika virðulegu nafni, var það enn til að eiginkonan kraup niður og hjálpaði dauðuppgefinni fyrirvinnunni úr skónum og sótti inniskóna, áður en hún töfraði ótal föt með heitum mat á kvöld- verðarborðið handa fjölskyldunni. Það er frá þessum tima sem hún er ætt- uð, myndin af syfjulegum heimilisföður uppi i sófa með dagblað, tákn karlmanns- hlutverksins og höfuðs fjölskyldunnar, sem allir dekruðu við. Að hann þvægi upp — eða aðeins hjálpaði til að þurrka — það var blátt áfram hlægileg hugmynd, sem striddi að öllu leyti gegn reglum um skipt- ingu vinnu á heimilinu og jafnvel skipu- lagi alheimsins. Hann var búinn að gera sitt! En þó húnhefði ef til vill Iika gert sitt, þá hafði hann meiri rétt, þvi þaö var hann, sem útvegaði peningana og þá gaf auga leið að hann þurfti sannarlega á þvi að halda að hvilast i sófanum og hann hafði allan rétt til að ákveða, skammta og skipa fyrir. Hann gat eytt peningunum eins og hon- um sjálfum sýndist og hann gat neitað henni um þá. Hann gat farið á veitingahús eða hvert sem honum þóknaöist og hann gat leikið finan mann úti I bæ. Þaö var óskorðaður réttur hans. Hann lét hana fá þá peninga til heimilishalds, sem honum fannst nægilegir og hún varð að gera sér þá að góöu, hvort sem henni og heimilinu nægðu þeir. Orð hans voru lög. Þannig varð staða konunnar I fjölskyld- unni að engu og hún hafði hreint ekkert að segja I neinu tilliti. Auk þess var hún iðú- lega kúguð, auðmýkt vegna þess að hún átti allt sitt undir öðrum. En hún lærði kænsku á þessu. Eina leið hennar til að lifa þetta af i manneskjulegu tilliti var að fara á bak við karlmanninn. Hún bjargaði sér með hinni margfrægu kvennakænsku: Karlmaðurinn var aö visu sterkur og ráö- rikur og sá sem sá um alla hluti, en hann var heimskur. Það var staöreynd og til- heyrði hlutverkinu. Hún tók af heimilis- peningunum og lét sér liða vel, en auk þess fékk hún afmælisgjafir frá frændum og frænkum að hlaupa upp á svo hún ætti fyrir farinu til mömmu, ef allt fór úr- skeiðis. Við sjáum hlutverkið árið 1930 eins og það hefur verið i sögum og leikritum frá miðöldum: Ungu elskendurnir fara á bak við feöur sina meö aðstoð móðurinnar og fá hvort annað að lokum. Eða: Aöfram- komin eiginkona fer á bak við ráðrikan, nizkan eða skapillan eiginmann og fær með kænsku allt sem hún vill, fjárhags- lega eða....kynferðislega. Með þessari hlutverkaskiptingu var erfitt fyrir konuna að ganga út i atvinnu- lifið og öðlast viðurkenningu sem alvar- legur vinnukraftur á vettvangi þar sem karlmaðurinn réð lögum og lofum. Enda varð hún aðeins aukavinnuafl, ódýrt, 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.