Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 34
þar sem áin rann aftur út undir bert loft. Ekki leið á löngu, þar til þau voru aftur komin út i sólskinið, sem var svo bjart, að þeim varð illt i augunum. Þau litu hvert á annað og fóru öll að hlægja, þvi hárin risu svo á þeim, að þau voru eins og þrír stórir sótaraburstar. Þannig komu þau upp um, hvað þau höfðu verið hrædd. Nú varð áin að skurði og rann milli hárra leirbakka, sem lækkuðu þó smátt og smátt. Loks sást út yfir landið til beggja hliða. Enn var morgun, þótt köttunum þremur fyndist óratimi siðan þeir lögðu af stað frá eynni. Bastain, sem var fremstur á plankanum, stóð og velti vöngum og veifaði veiðihárunum svo skritilega, að likast var þvi að hann hefði komist að einhverju merkilegu. Allt i einu rak hann upp gleðióp og hoppaði upp i loftið á plankanum, svohann sveiflaðist til oghin voru nærri dottin af. — Sjáið! sjáið! hrópaði hann glaður. —Þarna stendur grafan! Nú þekki ég þetta allt saman. Við erum i skurðinum, sem rennur fram hjá húsinu hans Sigga sjóara. Baltasar og Sheherasade skildu þetta ekki, en þau gerðu eins og Bastian. Þegar hann sagði: — Stökkviðh þá stukku þau öll þrjú og lentu á skurðbakkanum. — Við verðum að halda strax áfram, sagði Bastian. — Það verður gaman að vita, hvort Siggi sjóari er heima. Baltasar og Sheherasade gátu varla fylgt honum eftir, þegar hann skaust upp að litla húsinu milli trjánna. Allt i einu heyrðu þau ein- hvern kalla: — Hvert þó i hoppandi! Svo sannarlega sem ég heiti Siggi sjóari og geng með sjóhatt og axlabönd, þá er þetta kisan komin heim aftur! Komma, komma, komm! Siggi sjóari breiddi út risastóran faðminn og Bastian varð svo glaður að sjá vin sinn aftur, að hann stökk beint framan á hann og krækti sér i skeggið. Og þegar Siggi sjóari sá, að með i förinni voru tveir kettir, sem hann þekkti ekki, skellihló hann svo að stigvélin hristust og sagði: — Nú! Einhverjir hafa vist heyrt eitt- hvað um góðu sildina hjá Sigga sjóara. Hann var ekki lengi að draga margar, stórar, feitar og fallegar sildar upp úr körfunni á hjólinu og skipta á milli gestanna. — Þið komið alveg á réttu augnabliki, sagði hann og fór að pumpa hjólið sitt. — Ég er nefni? lega að fara i bæinn að selja sild. Viljið þið ekki fleiri? Þið viljið kannski koma með? Og svo tók hann fleiri sildar og gaf þeim. — Við skulum fara með svolitið spöl, sagði Bastian við pabba sinn og Sheherasade. — Þegar við komum út á veginn, getum við stokkið af. Þá erum við komin vel áleiðis. ÞaU fengu ennþá nokkrar síldar og nú var Sigg* sjóari tilbúinn að leggja af stað. En þegar hann leit niður i körfuna, sá hann að ekki var ein ein- asta sild eftir. Hann hafði gefið gestum sinum allar sildarnar, sem hann ætlaði að selja. — Grænlogandi grásleppa! sagði hann, hugsaði sig siðan um andartak. — Þá förum við bara i ökuferð út i skóg i staðinn. Það er líka miklu skemmtilegra. Gjörið þið svo vel! Bastian, Baltasar og Sheherasade settust upp i körfuna framan á hjólinu ög Siggi sjóari söng af fullum hálsi um leið og hann ók með- fram skurðinum: — Sild er góð með súrri sósu kartöflum og smjöri og kaldri mjólk — hæhó! Tralalalalalei tjú bang — dingaling og búmsarabúms! Framhald. 34

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.