Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 23
Árið 1930 hafði karlmaðurinn engur skyldur á heimilinu. Hann gat eytt peningunum að eigin geðþótta, enda vann hann fyrir þeim. Hann réði öllu í fjölskyldunni. Orð hans voru lög. En á honum hvíldi sú skylda að ,,verða eitthvað". kæri karlmaður? þolinmótt og óskipulagt, sem át úr lófa og varð aldrei erfið, auðvelt að kúga hana •aunalega og þess vegna var hún boðin velkomin til starfa. Arið 1930 var ekki mjög óvenjulegt að kona ynni utan heimilis. En þær konur sem það gerðu, tilheyrðu lægstu stétt úiannfélagsins. Dugleg kona, sem starf- aði upp á eigin spýtur við samkeppni og bjargaði sér á akri karlmannanna, var þá ennþá söguhetja i kvikmynd, eitthvað sem virtist fjarlægtog svolitið skrýtið. Jú, á þeim árum sáust hressar blaðakonur i kvikmyndum og skringileg viðbrögö karl- peningsins, þegar i ljós kom, að forstjór- inn var kona! Katherine Hepburn lék flugmann, ataðan smuroliu og jafningja karlmanna, en þrátt fyrir það varð hún alltaf að fara eftir reglum, sem karlmenn höfðu sett og gerast karlmannleg ef þvi var að skipta. Tizkan þá, barðahattar, bfeiðar herðar, flatir skór, hendur á öíjöðmum og alltof löng skref. Þetta þótti fint á þeim árum, enda i áttina að karl- ö'anninum. En konur höföu minni menntun en karlar. Þær komust ekki lengra en i störf, Sem ætluð voru konum. Þótt þær kæmust 'engra en i þetta venjulega: Að selja sig (öýrt eða ódýrt) sauma, gæta barna, kenna, þá voru takmörk fyrir möguleik- um og móöganirnar endalausar, ef reynt var að fara yfir þau. Skrifstofustúlka, ^jökrunarkona, kennslukona. Þetta voru hinir sígildu möguleikar. Auk þess var alltaf hægt að gerast vinnukona. Meira að Segja hjá ósköp venjulegum borgara- 'egum fjölskyldum voru vinnukonur, illa iaunaöar, sem höfðu herbergi inn af eld- húsinu, fridag einu sinni I viku, fengu leyfi til að fara i kvöldbió, þegar og ef frúin leyfði. Engar heimsóknir á her- bergið....ekki i finum húsum. Úti á vinnumarkaðnum voru konur yfir- leitt verr launaðar en karlmenn i sömu störfum og þar með minna metnar. Þær fengu leiðinlegustu og mest þreytandi störfin og voru fyrst reknar, ef eitthvað bjátaði á. Hvorki foreldrar né vinnuveitendur, hvað þá ráðamenn gátu séð hvers vegna fjárfesta ætti i menntun konu, þegar af- rakstur hennar yrði aldrei sá sami og karlmanns. Konur fengu ekki aöeins lægra kaup. Þær höfðu fleiri veikinda- daga, alltaf höfuðverk, tiðaverki, urðu ófriskar og svo framvegis. Já og svo giftu þær sig að lokum og höfðu þá ekkert gagn af menntuninni. Nei, það varð að mennta synina, svo eitthvað yrði úr þeim. An menntunar varð stúlkan lika að gift- ast og gjöra svo vei að vera ómenntuð i hjónabandinu, þvi hvað annað gat hún gert? Þess vegna varð hún að þola allt og leggja mun meira af mörkum en hann, til að þetta héldist saman. Kynferðislega miskunnaði hann sig yfir hana, frjóvgaöi hana, batt hana með þvi að hafa hana ófriska og láta hana bera ábyrgð á börn- unum. Henni fannst hún lika vera hamingjusamlega örugg með þetta, börn- in voru ábyrgð hennar fyrir honum. En þvi miður urðu börnin lika fórnarlömb, ef böndin brustu. 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.