Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 20.02.1975, Qupperneq 28

Heimilistíminn - 20.02.1975, Qupperneq 28
] ames ean Hann var stjarna meðan hann lifði — en goðsögn látinn. Útvarpsþulur sagði eitt sinn: — Fyrri kynslóðir höfðu Guð, Við höfum James Dean. KVIKMYNDALEIKARI sem átti slíkum vinsældum aö fagna gat ekki dáiö. Góöur vinur hans, presturinn James de Weerd, sem haföi mikil áhrif á James Dean, endurtók þá skoöun sina, að eilift lif væri til. Hann hafði á réttu að standa. Þvi eftir aö James Dean lézt, 24 ára gamall, i kappakstursbil sinum á æöisgengnum hraöa, hélt hann áfram að lifa — i vitund milljóna manna. óteljandi aðdáendur hans um allan heim, neituðu aö trúa að hann væri dáinn. Þeir voru sannfærðir um aö fréttin væri auglýsingabrella kvik- myndafélagsins.eða að James hefði verið fluttur mikið slasaður á fjarlægan staö, þar sem honum gæti batnað i friði. Mill- jónir bréfa streymdu til félagsins og þau eru enn að berast! Nú eru tuttugu ár, síðan James Dean lézt. Hann náði að leika í þremur myndum og aöeins tveimur þeirra varð lokið. Þrátt fyrir það lifir goðsögnin um hann. Nú er búið að gera kvikmynd um lif hans — stutt og tilþrifamikið lif. Sorgleg ævilok hans gerðu hann að pislarvotti i augum mill- jóna unglinga. Þess vegna er spurt: Varð það vegna þess að hann svar svo góður leikari? Nei, James Dean var eitthvað miklu meira. Hann var tákn það sem unga fólkið eftir strið þarfnaðist — boö- skapur um eitthvað nýtt — eitthvað sem gat boðað framtið... Hann fæddist i Marion, Indiana 8. febrúar 1931, og var einbirni. Foreldrar hans voru afar ólik, bæði I trú sinni og ööru. Faðirinn var kvekari og aðhylltist strangt uppeldi, en móðirin meöþódisti og hún lét allt eftir James. En hún lézt um þrítugt og það hafði svo mikil áhrif á hann, að hann ætlaði aldrei að jafna sig. Faðirinn vildi ekki ala drenginn upp einn og kom honum fyrir hjá ættingjum i Fairmount. Þar leið honum vel, en hann losnaðialdreiviðþá hugsun, að hann væri misheppnaður. Unga fólkið eftir striðið hafði sinar ástæður til að hafa áhyggjur af bæði fortið sinni og framtið og James gekk með þá meinloku, að hann væri svo gallaður, að foreldrar hans kærðu sig ekki um hann. Persónuleiki hans var mjög samsettur og þeir sem ekki þekktu hann vel, skildu hann alls ekki, og hann virtist oft áhyggjufullur og innilokaður. En James Dean bjó yfir miklum persónu- leika og han vildi miðla af honum, nota hann við túlkun á leikhlutverkum. Fyrst lék hann i skólanum og fór siðar til New York á leikskóla með peninga frá de Weerd I vasanum. Hann var með i nokkrum sjónvarpsþáttum og i leikriti, sem hét: „See the Jaguar”. Þar lék hann hlutverk mömmudrengs, sem gat ekki um frjálst höfuð strokið. Þó þetta stykki gengi ekki nema viku, nægði það til þess að áhrifamenn komu auga á hæfileika James. Einn þeirraj var leikstjórinn Elia Kazan og árangurinn 'varð fyrsta stór- hlutverk James, hlutverk Cals i „Austan Edens”. A sextán mánuðum lék hann i þremur stórmyndum. Onnur var „Villt æska” og sú þriðja „Risinn”. James lézt áður en henni var lokið og fékk aldrei að vita um álit gagnrýnenda. Þann 30. september 1955 fórst hann i kappakstursbil sinum af Porsche-gerð, en James hafði alla tfð elskað hraða, sem allra mestan hraða. Presturinn vinur hans hafði fullvissað hann um að hann væri ódauðlegur svo hvaöa máli skipti þá þó hann freistaði örlaganna I hvert sinn sem hann settist undir stýri á bil eða mótorhjóli? Innst inni hataöi hann vinsældir sinar. Hann hafði erfiðað til að verða leikari, til að verða nógu góður til að túlka hlutverk og skemmta fólki, en ekki til að láta tilbiðja sig og láta unglinga rifa sig i tætl- ur. A hverjum degi komu meira en tiu þúsund bréf til kvikmyndafélagsins, þar sem James var orðinn frægari en flestir kvikmyndaleikarar, fyrr og siðar. En allt sem hann vildi, var vinnufriður, og að hafa einkalif sitt i friði. Hvorugt fékk hann og i einkalifinu varð hann fyrir sárustu vonbrigðum lifs sins. Unga, italska leikkonan Pier Angeli var hans mikla ást, og hún endurgalt tilfinningarnar. Allir bjuggust viö að þau yrðu hamingjusöm hjón. En dag nokkurn var allt báið.Pier Angeli lét undan þvingunum móður sinnar og sveik James. Móðirin hafði alla tiö unnið gegn sambandi þeirra og fékk nú það sem hún vildi. Pier kastaði sér i fang söngvar- ans Vic Damone og brúðkaupið var haldið skömmu sföar. En hún varö aldrei hamingjusöm og á siðasta ári lézt hún, illa farin á sál og likama eftir langvarandi eiturlyfjaneyzlu. James hélt að heimurinn mundi springa, hann var frávita af örvæntingu og ákvað að sýna það. Þegar brúðhjónin

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.