Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 16
Einkastjörnuspáin 20. febrúar Jiipíter og Neptúnus ráða persónuleika þlnum og þar af leiöandi er hann dálitið tviskiptur. Tilfinningar þinar eru sterkar og þú verður að temja þér á unga aldri að ráða yfir þeim, annars vinnurðu gegn sjálfum þér á flestum sviðum. Framkvæmdir i fljótfærni geta haft al- varlegar afleiðingar fyrir þig. thugaðu vandlega málin, áður en þU gerir eitt- hvað. ÞU vilt heldur gefa skipanir en hlýða skipunum annarra og þU verður aldrei ánægöur nema vera þinn eigin hUs- bóndi. Láttu aldrei eftir þér að setjast um kyrrt i starfi, þar sem þU ert ofurseldur duttlungum annarra. Þótt ævi þin verði ef til vill ekki auð- veld, geturðu hæglega yfirunnið öll vandræði og orðið hamingjusamur á end- anum. Ef þU hefur einhverntima ákveðið eitthvað, muntu gera það, hvað sem á gengur. Handlagni þin er einstök og i rauninni ertu svo nákvæmur á öllum svið- um, að ef þU verður forstjóri, viltu fá að vita hvernig hvert smáatriði i fyrirtækinu gengur fyrir sig. Meira að segja viltu gjarnan reyna allt sjálfur. Persónuleiki þinn er aðlaðandi og einkum fyrir gagnstæða kynið. Að líkind- um áttu erfitt með að velja þér maka, svo þU festir sennilega ekki ráð þitt fyrr en seint. 21. febrúar ÞU ert bæði draumóramaður og maður framkvæmdanna. Þó þU virðist oft uppi i skýjunum og mikill á yfirborðinu, er það aðeins önnur hlið persónu þinnar. Undir 'öllu þessu ertu grafalvarlegur. ÞU ert vel ritfær og skrifar að likindum um drauma þina og hugmyndir. ÞU vilt endi- lega gera heiminn að betri stað að bUa i, en hvort þU vinnur að þvi með höndunum sjálfum eða penna þinum, er undir að- stæðunum komið og ekki gott að segja, hvort reynist betur. ÞU ert óvenju hug- myndarlkur og fljótur að gera þér grein fyrir eðli hvers hlutar og málefnis. ÞU veizt yfirleitt nákvæmlega hvað á að gera og hvernig er bezt að gera það. ÞU getur alltaf greint sannleikann frá lyginni á stundinni, svo og gott frá illu. Þessi hæfi- leiki getur gert þig að góðum listgagnrýn- anda og þU gætir orðið frægur sem slikur. ÞU ert hlýiegur og þægilegur i viðmóti og átt áreiðanlega i fleiri en einu ástar- æfintýri á stundum. Þegar þU giftir þig, vertu þá viss um að makinn sé manneskja meö skap sem á við þitt, annars geta vandræði verið á næsta leiti. Verið getur, að þU giftist aldrei, nema finna þá einu réttu manneskju. ÞU ert ekki sU manrf^ gerö, sem tekur það næstbezta. 22. febrúar ÞU ert svo tviskiptur persónuleiki, að þér veitist erfitt að starfa að sama verk- efni . um langan tíma. önnur hliðin er áköf og ágeng, stundum næstum óþægi- leg, en hin er þýðlynd, vingjarnleg og fé- lagslynd. ÞU setur þig oft i spor annarra ’og finnur til með þeim, sem eiga bágt og áreiðanlega reyna einhverjir að njóta góðs af þvi. ÞU hefur sterka skapgerð og mikið hug- myndaflug, þegar um er að ræða fram- kvæmdaatriði. Ef þU færð timafrest til að ljUka einhverju verkefni, ertu bUinn með það löngu áður en fresturinn rennur Ut. ÞU ert afkastamikill, hirðusamur öðrum íyrirmynd i þeim efnum. Hlutirnir eru yfirleitt framkvæmdir með þinum að- ferðum, þegar fólk hefur séð þær,. ÞU skiptir oft skapi. Þegar allt gengur vel ertu kátur og fjörugur, en þegar verr gengur og vandamálin koma i ljós, verð- urðu niöurdreginn, órólegur og viljalaus. Það er þér fyrir beztu að temja þér meira jafnvægi. Persóna þin er aðlaðandi og fólk dregst að þér. Liklega likar þér annaðhvort við fólk eða ekki, þangað til þU finnur eina rétta mótpartinn. Þá ertu ekkert nema bliöan og vináttan. Finnirðu þennan aðila fljótlega, verðurðu hamingjuasmamur tii æviloka. 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.