Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 26
Schnitzel- kóteletta Dýfið kótelettunum fyrst i samanþeytt egg og siðan i kryddað hveiti. Steikið á pönnu i 5 minútur á hvorri hlið við ekki of mikinn hita. A hverja kótelettu er iögð sitrónusneið, samanvafið ansjósuflak og kapers. Það skreytir og bragðast sérlega vel meö svinakjöti. Ungversk kóteletta Stráið paprikudufti á kóteletturnar, steik- ið þær fallega brúnar og saltið á eftir. Leggið þær siðan til hliðar. Setjið púrru- hringi og saxaðan pickles á pönnuna og látið malla i smjörliki við hægan hita. Hrærið hreint yoghurt saman við (eða sýrðan rjóma) u.þ.b. 1/2 dl á hverja kóte- lettu. Bragðbætið með sinnepi eða chili- sósu og meira paprikudufti. Látið suðuna rétt koma upp, setjið þá kóteletturnar aft- ur á pönnuna og ausið sósunni yfir þær. Mexikönsk kóteletta Steikið kóteletturnar fallega brúnar og hafið svolitið paprikuduft i smjörlikinu. Setjið skeið af chilisósu á hverja kótelettu. og nokkra laukhringi, sem aðeins hafa verið mýktir i smjörlikinu, hráa púrru, papriku i strimlum og rifinn ost. Blandað grænmeti og salatblöð er gott með. ■ \f I III undan Hvit nærföt úr næloni og þess háttar vilja gulna með aldrinum. Sjóðið nokkra tepoka i vatni, leggið nærfötin i og látið suðuna koma upp aftur, og hrærið vel i. Látið þau svo liggja i vatninu, þangað til liturinn er fastur i „Húðlitur” er einmitt i tizku á nær- fatnáði núna. Ungbörn eiga ekki að hafa stóran kodda. bess vegna er tilvalið aðsetja mjúkt handklæði innan i koddaverið. Það er lika þægilegra að þvo það en kodda. Erfitt getur verið að sjá i fljótu bragði hvað snýr aftur og fram á sokkabux- um. Gott ráð er að smella litilli smellu saman um buxurnar að aftan og taka hana úr, ef lykkjufall kemur. Þá má alltaf sjá, hvaða buxur eru heilar. Ef málningardósin er hálffull, þegar búiö er að mála, er ágætt að setja lokiö vel á og láta dósina standa á höfði. Þá kemur ekki skán á málninguna. Þegar þið sjóðið kál, þá kveikið á kerti i eldhúsinu. Viö það hverfur hin hvim- leiða kállykt. Þaö getur verið erfitt að halda eldhús- svömpunum fallegum, þótt þeir séu skolaðir vel. Agætt er að setja þá i þvottavélina, en þó ekki á suðu. Frosnar rækjur vilja verða seigar, en ráö viö þvi er að snöggþiða þær með þvi að setja þær ofan i sjóðandi salt- vatn I 3-4 minútur og kæla siðan. Þær missa ekki bragö við þetta. 26

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.