Heimilistíminn - 20.02.1975, Side 36

Heimilistíminn - 20.02.1975, Side 36
við f áum okkur húS/ sem er rétta húsið f yrir okkur, ég vil það alveg eins og þú, David. Ef við erum þolinmóð, hlýtur eitthvað að koma. Þangaðtil verð- um við að halda áfram að líta kring um okkur. Hún lyfti höfðinu og brosti til hans. — Þótt mér sé illa við það, verð ég að viðurkenna að Nick hefur komið heiðarlega fram til þessa. Melissa kemur alltaf heim á réttum tíma og eftir þvi sem hún segir, er hún að mestu með hestinum og dreng, sem heitir Andrew þann tíma sem hún er á Wirginina Waters. Nick lætur hana víst mest um að hafa ofan af fyrir sér sjálfa. Bros hennar varð enn hlýlegra við hugsunina um nýjustu frétt Melissu. — Hún hefur látið skrá Candy á sýningu á Windsor og er alveg viss um að hún fái fyrstu verðlaun. Hann gretti sig og tók sígarettuna úr hönd hennar. — Ekki skil ég hvað ég er að kveikja í þessu fyrir þig, því þú reykir það aldrei. — Ég gleymdi henni, játaði hún og horfði á hann drepa í stubbnum í öskubakka. — Eigum við að f ara út, eða viltu heldur borða hér? — Svona í tilefni aðstæðna f innst mér að við ætt- um að panta borð á Luigio. ' — Hvaða aðstæðna? — Og þú spyrð að því? Hann tók hana í faðm sér og kyssti hana. Hún losaði sig úr f aðmíaginu og lagaði á sér hárið við spegilinn ofan við arininn. — Væri ekki góð hug- mynd að fá sér gönguferð í garðinum fyrst? Við getum varla borðað fyrr en klukkan sjö. — Það þarf meira en svolitið frískt loft til að lækna mig, skal ég segja þér. Getum við ekki gefið Dóru frí og notið kvöldsins almennilega? Hún broti til hans. — Þú átt að gera heiðarlega konu úr mér, annars.... — Annars hvað? — Er samningnum sagt upp. Hann gekk til hennar og nartaði í eyrnasnepilinn á henni. — Þetta líf er að gera meltingarfærin i mér ónýt. — Það er magnesíum í meðalaskápnum. Hann læsti tönnunum i mjúkt hold hennar og hló að sársauka hennar. — Þú hef ur gott af þessu. Auð- vitað getum við fengið undanþágu og gift okkur í næstu viku. Caxton Hall er bara steinsnar frá íbúð- inni minni. — Ég átti einu sinni stef numót við mann í Caxton Hall, sagði hún alvarleg. — Við ætluðum að gifta okkur með undanþágu. Ef hjónaband okkar á að verða hamingjusamt, skulum við ekki byrja það þar, David. Augu hennar voru dökk af þungum hugsunum. — Það skiptir engu máli, bara ef það byrjar, greip hann fram í, örlítið hvasst. — Ég er ekki úr steini, ef þú skyldir halda það og í hvert sinn, sem ég er einn með þér, ólgar í mér. Ég hef áreiðanlega lagt af um mörg kíló undanfarið. — Hvers vegna? — Allt síðan Courtney kom til sögunnar hef ég haft þá undarlegu tilfinningu, að ef ég held ekki fast í þig og kvænist þér sem f yrst, á ég á hættu að missa þig alveg. 36 — En elskan mín, þetta er hlægilegt. Treystirðu mér ekki? — Spurningin er ekki, hvort ég treysti þér, heldur öllu fremur, hvort þú treystir þér sjálf. Ef þú manst, varstu fullkomlega heiðarleg varðandi ástæðurnar fyrir því að þú lofaðir að giftast mér, eftir að ég var árangurslaust búinn að reyna að hafa áhrif á þig í fimm ár. — Vertu nú sanngjarn. Mestan þann tíma varstu fullkomlega ánægður með að bjóða mér út, þegar einhver önnur var upptekin. — En ef tir stendur sú staðreynd, að þegar búið er að veifa gulrótinni fyrir nef inu á veslings David, er hann orðinn svangur. Skilurðu það? — Fullkomlega. Við förum út í garð að ganga- Hún endurgalt koss hans létt og losaði sig, áður en faðmlag hans varð allt of heitt. — Kem aftur eftir f imm mínútur. Fáðu þér glas ef þig langar í. Dóra Trevorrow kom inn, meðan hann var að hella sér viský í glas. — Ö, eruð þér hér? heilsaði hún hljómlausri röddu. /Etlið þið út í kvöld? Hann kinkaði kolli. — Já, ég vona, að þér hafið ekkert við það að athuga. Breytti engu, þó ég hefði það. Hún losaði ösku- bakkann, sem hann var að nota og setti hann á lítið borð við dyrnar. Hann leit gremjulega til hennar, sótti öskubakk- ann aftur og settist með hann í hendinni. — Þér megið eiga f rí það sem eftir er dagsins. Við erurn að fara út í garð að ganga. Frú Allen vill það endi- lega. — Þér hafið áreiðanlega goft af því. Mér finnst þér haf a f itnað upp á síðkastið. Hann dró vestið nið- ur yf ir ávalann á maganum, móðgaður á svip. — Ég er ekki gramm yfir 85 kíló. — Það getur verið gott og blessað eins og er, en þér ættuð að gæta yðar, kominn yf ir fertugt, aðvar- aði Dóra.— Hvers vegna stundið þér ekki einhverja hreyfingu? Til dæmis hestamennsku, eins og Melissa. Það hjálpar við að halda línunum í lagi. — Lóðrétt já. Hann þreif glasið sitt, þegar hún f ór að laga til í stofunni. — í guðanna bænum, getur þetta ekki beðið þangað til seinna? — Einhvernveginn verð ég að eyða timanurn- Húsið er eins og dauðs manns gröf, þegar barnið er ekki heima. Dóra lagði áherzlu á orð sín með því að hrista sófapúðana. — Hún kemur þjótandi úr skólanum á ,,Candy-dögunum", hefur fataskipti og er horfin áður en maður áttar sig. Skil ekki hvers vegna hún getur ekki haft hestinn á einhverjum reiðskólanum hérna í nágrenninu. Hefði ekki sagt neitt, ef frú Allen hefði ekki efni á því. En það er Wirginina Waters eða ekkert og þar með er málið útrætt. Púði skall niður í sófann. — Talar Melissa mikið um þennan mann, sem gaf henni hestinn? Heitir hann ekki herra Courtney? — Talar ekki um annað. Dóra rétti úr sér og þurrkaði sér um nefið. — Hann er orðinn Cobby núna. Það er víst gælunafnið hennar á honum og það er Cobby þetta og Cobby hitt og Cobby allt. Ef ekki væri greinilegt, að þeim þykir vænt hvoru um annað, yrði maður galinn. Drættirnir í andliti Dóru milduðust. — Maður sér með hálf u auga að hann til-

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.