Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 35
skoðaö húsið með sömu augum og fasteignasalinn. Hann fékk sér kökusneið. Það hiýtur eitthvað að koma bráðlega. Þetta geta ekki allt verið kofar. En et það skyldi komast sólargeisli inn á þessa fast- eignasalaskrifstofu, fer ég að venja komur mínar þangað. Hún hallaði undir f latt. — í alvöru, David. Held- urðu ekki að eitthvað gæti komið út úr því, ef við auglýstum? — Ekkert, ef þú vilt ekki borga þrefalt markaðs- verð fyrir eitthvert sögulegt hús sem á ekki sinn Hka. Hann renndi niður síðasta kökubitanum, þurrkaði af f ingrunum á vasaklútnum og leit hugs- andi á hana. — Þú gætir liklega ekki hugsað þér að búa í bænum? Hún hristi höfuðið. — Nei, ég er búin að ákveða rnig. Ég vil að Melissa geti notið sveitalífsins, á rneðan hún er enn á þeim aldri að kunna að meta það. Seinna getum við kannske rætt um íbúð, en nú þarfnast hún frelsis og möguleika til að njóta úti- lifsins. — Til dæmis hestamennsku? Hún leit fast í augu honum. — Þú veizt hvað ég á við. Hann kveikti í sígarettu. — Hvernig skyldi vin- ur þinn Courtney hafa náð í húsið sitt? Hann er lík- lega ekki að hugsa um að selja? Gaybrielle brosti. — Það tel ég afar ósennilegt. — Ekki heldur, ef verðið væri freistandi? — Ég efast um það. Hún bætti ekki við, að líklegt væri að Nick afsalaði sér þeirri fótfestu sem hann hafði náð gagnvart henni. Heimsóknir Melissu til Wirginina Waters fóru eftir föstum áætlunum og í hvert sinn, sem hún kom heim af tur, lét hún dæluna ganga og taldi tímana, þangað til hún færi næst. ^annig hafði þetta gengið í sex vikur og sunnudag- ar, þegar Melissa var heima, heyrðu fortíðinni til. Oft reyndi hún að f á móður sína með, en Gaybrielle ^eitaði ákveðin. Hún vissi af reynslunni, hvað Nick 9at verið ómótstæðilegur, þegar hann vildi og hún ^tlaði ekki aðeiga á hættu að hann skipti sér frekar ðf henni og sizt af öllu vildi hún vera gestur hans af einhverri skyldu. — Veiztu, að það er ekki útilokað, heyrði hún ^anninn við hlið sér segja. — Fyrirgefðu, en hvað sagðirðu? — Kannske hægt væri að telja um fyrir Courtney, ef tilboðið væri nógu rausnarlegt. Eftir því sem þú hefur sagt, hefur hann opin augun fyrir tækifærum °g menn af hans tagi geta notað peninga. Hvaðan sem þeir koma. Þótt Gaybrielle vissi að hann hafði á réttu að standa, fann hún til gremju yfir þessari athuga- semd. — Ég veit, að það þýðir ekki einu sinni að hugsa um það. Þó svo að Nick vildi selja, er ég ekki viss um aðég vildi búa þar. Það er of langt frá bæn- um, þegar maður þarf á milli daglega. — Það er þó mun nær en þau hús, sem við höf um skoðaðog þú sagðir sjálf, aðþetta væri óskahús. — Ég hef bara komið þangað einu sinni og auk þess er það of litið fyrir okkur. — Melissa er að minnsta kosti hugfangin. Hún hefur dásamað þetta draumahús vikum saman, og gerir enn, ef maður sér hana nógu lengi til að geta talað við hana. Þú varst sjálf ekki svo lítið hrifin heldur, þegar þú komst þaðan. — Ég talaði um það f rá ópersónuleau siónarmiði. Það sem hæf ir Nick, þarf ekki að vera það bezta við okkar hæfi. — Nei, en nú fer þetta að verða fullmikið. Því fyrr, sem við fáum okkur hús, þvi fyrr getum við gift okkur og þú getur hafið eðlilegt líf með barn- inu. Hún greip andann á lofti og hann vissi að þarna hafði hann hitt veikan punkt hjá henni og notaði sér það: — Undanfarinn mánuð hef ég varla nema heilsað Melissu og að minnsta kosti þrisvar hefur þú verið ein með allan daginn framundan, þegar ég kem. Þú skalt samt ekki halda, að mér þyki það leitt. Þvert á móti, mér finnst það mjög gott, því ég vil gjarnan hafa þig eina eitt og eitt kvöld, án þess að þurfa að taka tillit til hennar, en þó finnst mér alltaf að aðeins hluti af þér sé hjá mér. Hinn hlutinn er í Wirginina Waters og ég hef á tilf inningunni, að hjarta þitt sé í þeim hluta. Hann greip undir höku hennar og neyddi hana til að líta í augu sér. — Ég vona að Melissa sé það eina, sem þú hefur hugann við þar. Hún leit undan. — Nick skiptir mig engu máli, David. Hvers vegna heldurðu að ég vilji fyrir hvern mun halda mig frá heimili hans, meira að segja þegar Melissa er þar? — Ég vildi að ég vissi það, svaraði hann þunglega. Gaybrielle stóð upp. Þegjandi gekk hún að arin- hillunni og leitaði að sígarettum. Þriðja skrinið sem hún opnaði var jafn tómt og tvö þau fyrri. — Dóra minnir mig aldrei á að kaupa þær, tautaði hún gröm. Glennister kom til hennar. Hann kveikti í tveimur sigarettum og rétti henni aðra. — Þetta er að verða vani, sagði hann stríðnislega. Hún virtist ekki heyra til hans. Hún starði aðeins i eldinn meðan sígarettan brann upp milli fingra hennar. Loks rauf hún þögnina. — Ég vil gjarnan að 3S

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.