Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 19
Samtíningur úr póstinum Fyrir nokkru birtum við nokkrar skemmtitegar klausur úr bréf um fólks til bréfadálka blaða. Þetta vakti almenna kátínu og hér kemur meira: Ég er búin að reikna það út, að ég er nokk- urn veginn jafnfljót aö baka matarbrauð- iðmitt sjálf og horfa á Onedin i sjónvarp- inu. Svo er það lfka betra .... Ég ætla hér með að leyfa mér að mót- mæla mótmælum þinum við mótmælin i siöasta blaði. Ég á bæði sjónvarp, bil og dásamlega frystikistu, en mig vantar karlmann. Ég er mjög hreinlát kona og mig vantar hreinlátan, stuttklipptan eiginmann með ekkert skegg. Þeir, sem hafa áhuga á kynlifi, eru beðnir að svara ekki. Ég á engin stereotæki, en annars finnst mér gaman að lifa og horfa á knatt- spyrnu. Ég er feitlagin, skapgóð og fátæk. En ég hef allt of stór brjóst... Vandamál mitt er að ég þori alls ekki aö tala við kvenfólk þegar ég er undir áhrif- um áfengis. Þvi miður er ég ekki meðal þeirra sem geta leyst heimsvandamálin þvi ég get ekki ráðið fram úr minum eigin. Þau eru sjö.... Hvað eiga kjölturakkar að sofa lengi? Borða þeir agúrkusalat? Ég lánaöi vinkonu minni sundfötin min til aö fara i sund með kærastanum minum, þegar ég var með flensuna. Nú eru þau trúlofuö og hún vill kaupa sundfötin sem minjagrip. Finnst þér það ekki frekt? Ég er 16 ára og hrein mey. Ég hef fjórum sinnum farið i bió með strák. Hann heldur i höndina á mér, en reynir ekki meira. Hvað er að? Hjálp. Ég dreg kærastann minn i öll brúð- kaup, sem ég get, en hann langar alltaf minna og minna til að gifta sig. Hvað ger- ir maður við svona fifl? Ég var i bráðskemmtilegu partý um dag- inn og það versta er að allt sem mamma varaði mig við er það skemmtilegasta af þvi öllu. Tengdamamma segist ælta að kæra mig fyrir lögreglunni fyrir hvernig ég þvæ, bý til mat og skúra gólf. Hvað heldurðu að gerist? — Ég er ungur maður með lokka hér og þar og mig langar svo til að verða stjórn- málamaður með timanum .... Stundum er ég glöð og stundum óskaplega leiö á öllu. Heldurðu að þetta sé svona hjá öðrum lika? — Ég er 22 ára, elska púsluspil, appelsin og tiu á toppnum. Nú langar mig til aö reyna eitthvað annað. Hvað væri bezt? — Haldið þér, aö maðurinn minn sé eðli- legur?? svar: — Liklega ekki. — Ég er 17 ára og i hvert sinn, sem strák- ur býður mér i bió, segi ég honum, að ég vilji ekki hátta hjá honum. Nú er orðiö hræðilega langt siðan ég hef fariö i bió. Ég er ekki alveg útslitin, þó að ég eigi nokkur börn og duttlungafulla eldavél. Mér finnst gaman að góöum myndum i sjónvarpinu. Ef enginn skrifar mér, verð ég að taka svefnpillur. Mig dreymir um rauövin, likamlega snertingu og einhvern til að hlægja meö. Maður verður svo þreyttur af aö hlægja einn. Ég er 33 ára karlmaður með hugsjónir. Þvi miður er mér orðið ljóst, að ég stend svo fast á þeim, að ég er ennþá hreinn sveinn. Það var alls ekki ætlunin. Ég hef mikið skap, á ibúð og elska hvitvin. Mig vantar einhvern sem elskar bækur, bera fætur, lakkris, gallabuxur, pylsur og góðan mat. PS. Ég er karlkyns... Maðurinn minn dó af drykkjuskap og öll fjölskyldan drekkur. Allt bindindisfólk, sem ég þekki er svo leiðinlegt. Mér likar hvorki fullt fólk né leiðinlegt. Er ekki til eitthvað þar á milli? Við eigum reglulega fint heimili með sima og jóladiskum. Börnin hafa fengið gott uppeldi, en mér hundleiðist! —- Ég hef verið gift i tiu ár og er dauð- hrædd við kyniif. Auðvitað veit maðurinn minn ekkert um það .... Ég hugsa og hugsa og hef komizt að þeirri niðurstöðu, að maður lifir bara einu sinni. 1 hvert sinn, sem við hjónin rifumst, nær hann i 1000 stykkja púsluspil og raðar og raðar, án þess að segja orð. Heldurðu að hann sé geðveikur? Sem betur fer get ég hlegið að vitleysun- um, sem ég geri. Tilveran er afskaplega skemmtileg. Hjarta mitt, hönd og peningaveski er til reiðu fyrir hvern sem er. En þannig á það vist ekki að vera, samkvæmt ástarsögun- um. Siðast þegar ég var ástfangin gerði ég það vitlausasta af öllu vitlausu: Ég giftist honum. öll áhugamál min eru þess eðlis, að áfengi kemst ekki að. Ég er ekki fullkom- lega hamingjusamur. Ég er orðin leið á bingó. Ég vinn aldrei. Hvaö annað get ég gert. Mig vantar uppá- stungur. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.