Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 3
Hæ, Alvitur!
6g þakka fyrir gott blað og þá
sérstaklega mjög góöar og skemmti-
•egar smasögur. Það, sem mig langar
að vita, kemur hcr:
1, Hvað heitir og kostar sterkasta vín-
tegund, sem scld er á íslandi?
2. Hvernig getur maður orðið áskrif-
andi að blaðinu Samúel?
3, Hvar getur maður fengið 10, 12 cða
'4 laga plötu með Slade, sem kostar
minna en 1000 krónur?
4. Hvað á óg að vera þung, ef ég' er 162-
3 cm á hæð og hvað á ég að vera há, ef
ég er 50-52 kg á þyngd?
Svo þetta venjulega: Hvernig eiga
strákur og stelpa úr tviburamerkinu
saman og strákur úr fiskamerkinu og
stelpa úr tviburamerkinu. Hvernig er
skriftin og hvað heldurðu, að ég sé
gömul.
Ein Ur sveitasælunni.
Svar: Það mun vera Chartreuse likjör,
u þ.b. 55% sterkur og flaskan kostar
3700 kr. þegar þetta er skrifað.
2. Keyptu þér eintak. Það hlýtur að
standa i þvi, að minnsta kosti heimilis-
fangið.
3- Ég held, að þú fáir hana hvergi.
4- Ef þu ert jafn há og þung og þessar
tölur segja, ertu nokkuð mátuleg,
kannske heldur grönn, en það fer lika
eftir beinabyggingunni.
Strákur og stelpa i tviburamerkinu
verða auðveldlega ástfangin hvort af
öðru, enda bæði róman tisk, en hitt er
svo annað mál, hvort það endist eitt-
hvað að ráði. Flestir eru þeirrar
skoðunar að stelpa úr tviburunum og
strákur úr fiskunum, eigi alls ekki
saman, en það er oft mesti misskiln-
ingur. Eigi það að takast vel, þarf hún
að leggja svolitið á sig. Skriftin er
sæmileg og þú ert 14-15 ára.
Alvitur.
Sæll og blessaður Alvitur minn!
Mig langar til að spyrja þig nokk-
urra spurninga?
1. Hvað á maður að vera þungur,
þegar maður er 136 cm á lengd?
2. Hvað þarf maður að vera þungur,
þegar inaður er 151 cm og 154 cm á
lcngd?
3. Fær maður kláða af að vera i heyi?
4. Hvernig eiga krabbastrákur og
fiskastrákur við stelpu i krabba-
merkinu?
5. Viltu birta textann af Kærastan
kemur til min.
6. Hvað lestu úr skriftinni og hvaö
hcldurðu aö ég sé gömul?
Þakka þér svo gott efni í blaðinu.
Þin ástkær Anna Lilja.
Svar: 1. Svona 30 til 35 kiló.
2. 40 til 45 kiló og 42 til 47 kiló.
3. Sumir fá kláða, aðrir ekki.
4. Þeir eiga báðir mjög Vel við
stelpuna, en krabbastrákurinn er
kannski heldur hentugri.
5. Ég birti ekki texta, nema af sér-
stökum ástæðum, eins og þegar ég
birti Heim i Búðardal vegna
leiðréttingar.
6. Skriftin er svo óregluleg og breyti-
leg, að það er litið hægt að lesa úr
henni. Þú ert 12-14 ára.
Alvitur.
Svar til Bollu: Utanáskriftin er
Paramount Pictures, Hollywood, USA.
Það ætti að nægja, til að bréf komist til
skila.
Alvitur
Til lesenda
Þá hittumst við aftur að loknu sumar-
leyfi, vonandi öll hress og kát. Stafiinn
af bréfum til Alviturs hefur hækkað
svo mikið I friinu, að engin von er til að
allir fái svar og verður elztu bréfunum
fleygt, þvi iniður, ef þau eru eitthvað
timabundin, svo og öllum, sem ekki
fylgir fullt nafn og heimilisfang.
i þessu blaði hefst nýr greinaflokk-
ur, „Manneskjan að baki nafninu” og
er þar fjallaö um frægt fólk fyrr og
siðar.fyrstAlfred Nobel. Þá er gaman
að geta tilkynnt þeim mörgu, sem
spurt hafa, að myndasagan um hina
snjöllu Modesty Blaise er á leiöinni og
hefst 1 einhverju næstu blaða.
Snjólaug Bragadóttir.
AAeðal efnis í þessu blaði:
Alfred Nobel..............................Bls 4
Spé-speki...................................— 8
Segist geta bjargað skakka turninum......— .9
Prjónaðar brúður........................—10
Pop—Bay City Rollers....................—12
Pabbi tekurtil sinna ráða, smásaga .....—13
Hvað veiztu?............................ — 16
Eldhúskrókurinn...........................—17
Börnin teikna........................... — 20
Einkastjörnuspáin...........................— 22
Barnasagan.............................. — 26
Hún lærði á bíl........................— 29
Eruþæreins? ..........................—30
I slægjunni, Ijóð......................— 30
Föndurhornið...........................— 31
Magnús i hættu (3).....................— 33
Aðeinseinn kostur (9)..................— 35
Pennavinir ............................. — 38
Ennfremur Krossgáta, Alvitur svarar, skrítlur
o.fl. Forsíðumyndina tók Gunnar af henni
Hrefnu litlu í sumar, þar sem hún er að virða
fyrir sér veiðarfæri bátanna í Neskaupstað.
3