Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 23
4. ágúst Þií ert tryggur og skyldurækinn að eðlisfari. Þú finnur til með fólki og vilt hjálpa eins mörgum og þú framast getur á ævinni. Þú getur orðið ákafur góðgerðarsinni eða baráttumaður fyrir fálagslegum umbótum, og þú trúir alltaf á sannleikann i þvi, sem þú vinnur að. Þú átt auðvelt með að eignast vini, og virðist jafn vinsæll hjá báðum kynjum. Einu sinni i lifinu verðurðu afskaplega ást- fanginn, og ef það leiðir til hjónabands, er allt ilagi, en ef ekki, bendir allt til þess að Þá giftist aldrei, þvi að þú ert ekki einn þeirra, sem velja tvisvar. Þó verður að likindum ánægðastur með starf á einhverju sviði lista. Tónlist, málun, mótun eða bókmenntir, hvort sem eru i bundnu eða óbundnu máli, eru svið, þar sem þú kannt að hafa framúrskarandi hæfileika. En þar sem þú ert hagsýnn, kýstu að samband þitt við listina gefi eitt- úvað i aðra hönd. Stjörnurnar hafa veitt þér hæfileika til að græða mikla peninga. Þar sem þú ert ekki eyðslusamur, ér liklegt, að þér takist að safna miklum auðæfum um ævina. Þú ert talinn mjög klókur í viðskiptum og þin verður sjálfsagt getið fyrir að hafa újargað einhverjum viðskiptamálum heilum ihöfn. Þess vegna gæti litið svo út, sem þú hefðir fingur Midasar konungs og allt yrði að peningum, sem þú snertir við. Vilji þinn til að hjálpa öðrum verður til þess að þú gefur mikla peninga til góðgerðarstarfsemi. 5. ágúst Þú hefur glöggt hugboð og ert greind og vingjarnleg manneskja, sem stefnir að háleitum hugsjónum allt frá æskuárum. Þú notar orku þina ósköp rólega og það fleytir þér þægilega fram hjá mörgum skerjum. Þú hefur ekki hátt um hlutina, en þú færð það sem þú vilt smátt og smátt. Þú hefur athyglisverða listræna hæfileika og getur aö likindum skapað list á fleiri en einu sviöi. Mikilvægt er að þú veljir þér starfssvið snemma og einbeitir siðan kröftum þinum að ákveðnu takmarki. Þú ert bliður i þér og ert ekki ánægður með tilveruna fyrr en þú eignast heimiii og fjölskyldu. Að likindum kynnistu hinni einu, sönnu ást og hún mun endast þér alla ævina. Þegar þú sérð maka þinn I fyrsta sinn, mun hugboð þitt strax segja þér, að þarna sé hin eina sanna ást. Þú skalt alltaf treysta hugboði þinu, þvi það mun aldrei leiða þig á villigötur. Ef manneskjan, sem þú elskar er fær um að starfa með þér munuð þið verða par, sem stendur öllum öðrum á sporði. Konur, fæddar þennan dag, hafa ánægju af fallegum fötum og munu að lfkindum eyða miklum fjármunum f þau. Þeim liður lika bezt á fallegu heimili. Umhverfi þitt þarf helzt að vera i sam- ræmi við skaplyndi þitt hverju sinni, annars gengur þér illa að einbeita þér að vinnunni. Láttu aldrei neinn ýta á eftir þér til neins, taktu sjálfur þinn tima, þá mun allt fara á bezta veg. 6. ágúst Þú ert ein af þessum notalegu og skap- góðu manneskjum, sem skilja eiki eftir sig rykmökk, en komast þó á leiðarenda i tæka tið. Með öðrum orðum: þú veizt nákvæmlega hvað þú ætlar þér og stefnir alltaf að þvi. Þú hefur yndi af bókum og grúski og getur orðið merkur maður á þessum sviðum, en þú getur lika litið á ljósu hliðarnar á tilverunni, þegar þér sýnist svo og skemmt þér eins vel og hver annar. Þú skiptir tima þinum jafnt milli starfs og leiks og annað fær aldrei að trufla hitt. Þetta er leyndarmálið að baki velgengni þini í lifinu. En það — að þér hættir til að slá hlutum á frest, getur orðið þér til trafala. Þú ert alltaf að fresta einhverju til morguns, og þannig geta góð tækifæri auðveldlega gengið þér úr greipum. Þú hefur ekki sér- stakan áhuga á viðskiptamálum, ef þau ( hafa þann eina tilgang að gefa af sér peninga. Ef til vill eignast þú peninga vegna heppni þinnar, en tæplega vegna atorku þinnar. Ef þér tæmist arfur, þá gættu þess að þú fáir sem mest út úr honum á sem beztan hátt. • Þú ert ástúðlegur og tilfinninganæmur og lætur það mjög i Ijós. Ef þú verður ást- fanginn, segirðu það öllum. Gættu þess að velja þér maka, sem er eins opinskár og þú sjálfur. 23 '

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.