Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 27
svo önnum kafinn við að flytja fjölskyldu sina i nýtt tré, að hann mátti ekki vera að þvi að hugsa um egg. Anna spurði þrestina, ugluna og meira að segja syfjaða greifingjann, sem bjó i runnunum við ösku- tunnurnar, og var bara á ferli á næturnar. Svanirnir, sem venjulega lögðu sig ekki niður við að tala við litiar endur, svöruðu stuttlega neitandi, þeir höfðu ekki séð neitt. Alveg úti i hinum enda garðsins hitti Anna ungan mávastrák. — Að hverju ert þú að leita, Anna? spurði hann og lenti við hlið hennar. — Hefur þú kannski séð egg- *n min? spurði Anna. — Hvernig lita þau út? spurði mávastrákurinn. — l>au eru ósköp falleg, hnöttótt og hvit, alveg eins og perlur, svaraði Anna. — Perlur, sagði mávastrák- urinn.— Ef þú ert að leita að perlum, þarftu að fara alveg niður á hafsbotn, þvi þar eru perlurnar. Mávurinn vissi, að Anna trúði öllu, sem henni var sagt og nú ætlaði hann líka, að reyna að gabba þessa góðu, litlu önd. — Á hafsbotni? sagði Anna skelfingu lostin. — Þá verð ég vist að reyna að komast þang- að. Mávastrákurinn gat ekki annað en brosað, þegar hún lagði af stað út úr garðinum. Ilann flaug aftur til máva- hópsins, sem sat á styttunum við gosbrunninn. — Skræk, skræk, hlógu allir mávarnir, þegar mávastrákurinn sagði, að Anna væri á leiðinni niður á hafsbotn. Á meðan vappaði Anna út í bæinn. Hún fór yfir breiðar götur, þar sem bilar þutu um, gegnum garða og yfir girðing- ar og alveg niður á bryggjurn- ar. Þar lét hún sig detta beint niður i sjóinn og lagðist til sunds. Þegar henni fannst hún vera komin nægilega langt út, setti hún stélið upp i loft og kafaði. Niður og lengra niður synti hún. Það var erfitt, en Anna mátti ekki vera að þvi að hugsa um það. Eggin voru það eina, sem hún hugsaði um. Alltaf dimmdi og enn sá hún ekki hafsbotninn. Skyndilega kom hún auga á litinn fisk, sem synti fram hjá. — Halló, þú þarna, hrópaði Anna. — Ég er að leita að eggjunum minum. Þau lita út eins og perlur og liggja kannski á hafsbotni. Er langt þangað? — Hm, perlur, sagði fiskur- mn, — þær eru áreiðanlega hjá þorskakónginum. Hann safnar öllu, sem glitrar og skin á. Komdu með mér, þá skal ég visa þér leiðina til hans. Anna elti fiskinn niður i djúpið og loks kom hún auga á eitthvað sem lýsti af, langt fyrir neðan. Það var höll

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.