Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 8
hennar, komu til Parfsar áriö 1887, að þau Nóbel hittust aftur. Þau tóku að ræða skrif hennar og Nobel sagði: — Ég les helzt áróðurssögur, þar sem barizt er fyrir hugmyndum. Þetta voru lausnarorð fyrir Bertu, sem gekk með nýja bók i höfðinu. Hún hafði upplifað allar skelfingar striðsins i þýzk- rússneska striðinu i Kákasus og var áköf baráttumanneskja fyrir heimsfrlði. Arangurinn varð bókin „niður með vopnin” sem kom út árið 1889 eftir hik af hálfu útgefandans. Hann óttaðist harðar árásir Berthu á striðið, en bókin varð vinsæl um alla Evrópu og um annað var varla meira rætt það árið. Þegar heims- friðarráðið kom saman i Róm árið 1891, var Bertha kjörin forseti ráðstefnunnar. Erfðaskráin. Einn þeirra manna, sem bókin hafði hvað mest áhrif á, var dýnamitkóngurinn og vopnaframleiðandinn Alfred Nobel. Þegar Bertha bað hann að ganga i raöir friðarheyfingarinnar, neitaði hann fyrst, en bauð henni peninga til starfsins. Hann var ekki reiðubúinn að gerast friðar- spámaður. Um þessar mundir var hann veikur og niðurbrotinn maður. Astkær móðir hans var nýlátin og tveir bræður hans einnig. Á átta daga löngum fundi i Zúrich, reyndi Bertha enn að tala um fyrir honum að taka þátt i friðarheyfingunni. Hann var nefnilega þeirrar skoðunar, að aöeins með þvi að framleiða enn öflugri sprengi- efni, væri hægt að tryggja frið. Vopnin þyrftu að verða svo ógnvekjandi, að engin þjóð þyrði að hefja styrjöld af ótta við að verða sjálf þurrkuð út. — Nei, sagði Bertha. — Það er brjálæði. Hver einasta stjórn mun alltaf halda, að einmitt hennar vopn séu ahrifarikari en óvinarins. Fólkið i löndunum yrði að þvinga stjórnirnar til að leggja niður vopnin. Nóbel vildi ekki láta sig. Eina leiðin til friðar var enn að hans dómi sú, að vopnin yrðu nógu skelfileg til að enginn þyrði að hefja striö. Bertha og Alfred komust ekki að neinu samkomulagi og þau hittust ekki framar. En hún hafði sáð efa i huga hans og 1893 skrifaði hann henni: — Ég vil arfleiða sjóð að hluta eigna minna og tekjum hans skal árlega varið til að úthluta karli eða konu, sem lagt hefur mest að mörkum i þágu friðarins. Þannig varð til upphafið að Nóbelsstofnuninni. En Alfred Nobel starfaði áfram að vopnaframleiðslu sinni. Árið 1894 keypti hann meiri hluta hlutabréfa i sænska félaginu, sem átti Bofors fallbyssuverk- smiðjurnar. Vegna ágreinings við frönsku stjórnina, hafði hann nokkrum árum áöur flutt rannsóknarstofu sina i stórt hús við San Remo á ítaliu, þar sem hann var sjálfur seztur að. En hann saknaöi tilraunanna með vopn, þær sem hann 8 haföi gert á bersvæðum, en gat nú hvergi fengið rúm til að gera á Italiu. Siðustu ár ævi sinnar dvaldi Alfred Nobel mikið á Bofors, i stórri, nýrri tilraunastofu, sem hann reisti þar. Þá bjó hann á herragarðinum Björkborn, sem verksmiðjurnar áttu. Alfred Nobel var driffjöðrin i þvi starfi, sem gerði Bofors að einum mesta vopnaframleiðanda heimsins. En Nobel haföi einnig áhuga á ýmsu öðru en sprengiefni og vopnum. Hann gerði tilraunir meö gervileður og gervigúmmi og framleiddi gervisilki. Hann reyndi að endurbæta ljósaperuna, rafhlöðuna og grarrímófóninn. Hann stundaði ljósmyndun úr lofti með hjálp eldflauga og hann hafði mikinn áhuga á kjarnorkurannsóknum, sem voru þá að byrja. Einnig á sviði þjóðfélagsmála var hann á undan sinni samtið. t verksmiðj- um sinum kom hann á ókeypis læknis- hjálp og eftirlaunum. Eftir þvi sem árin liöu, gerði Alfred Nobel sér betur og betur ljóst, að aðeins visindalegar rannsóknir á öllum sviðum og með alþjóðasamvinnu, gátu útrýmt fá- tæktinni og skapað fólki betri lifsskilyrði. I nóvember 1895 áður en hann lézt, skrifaði hann hina frægu erfðaskrá sina. Samkvæmt henni átti mestur hluti auðæfa hans að renna i sjóð og tekjur hans skiptast i fimm Nóbelsverðlaun árlega. Ein verðlaunin átti sá að hljóta, sem gert hafði mikilvægustu uppgötvunina á sviði eðlisfræði, önnur tii þess sem gert hafði þá mikilvægustu á sviði efnafræði, þriðju fyrir læknisfræði, fjórðu fyrir bezta ritverkið og loks þau fimmtu til þess, sem lagt hafði mest af mörkum i þágu friðarins. Þegar Alfred Nobel leát 10. desember i húsi sinu i San Remo, urðu miklar deilur um erfðaskrána. En eftir samninga- viðræður varð Nóbelsstofnunin til árið 1901 fyrir forgöngu rikisstjórna Noregs og Sviþjóðar. Hin árlegu Nóbelsverölaun hafa með timanum oröið mest umtöluöu alþjóðlegu verðlaun okkar tima og þau hafa einnig gert nafn Alfreds Nobels ódauðlegt. Menn með báða fætur á jörðinni vaxa ekki á trjánum. Það er bctra að fá sér einn litinn en verða galinn af að horfa á aðra gcra það. Ég hef haft miklar áhyggjur, einkum þó af hlutum, sem aldrei gcrðust. Nií er hægt að fá botnlausar vatns- könnur — til að vökva gerviblóm með. Þær konur, sem fyrstar klæðast nýj- ustu tizku, eru þær, sem ættu sizt að gera það. 4 Aðeins sá, sem á nóga peninga, gctur leyft sér að tala illa um bankastjór- ann. Það er of snemmt að gifta sig, þegar maöur er ungur og of seint, þegar maöur er gamall. Adam vildi ekki eplið endilega eplisins vegna, heldur af þvi að þa-ð var forboð- ið. — Nú er ekki um annað en takmarkanir að ræða sagði forstjór- inn, sem var orðinn of feitur. Þú crt eigingjarn, þegar þú hefur ekki meiri áhuga á öðru fólki en það á þér. 4 Flestir eru eins og þeir voru skapað- ir.... og stundum einum skammti verri.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.