Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 25
10- ágúst ( ÞU hefur ósköpin öll af andlegri og 'ikamlegri orku til að bera og sem betur ier gengur þér vel að nýta hana, þannig, þU nærð góðum árangri, þegar á unga aldri. t>u ert mjög ákveðinn og ert jafn ákafurf að græða peninga eins og að afla þUf áhrifa. Þú hefur ævintýralega afstöðu til lifsins og allt, semer áhættusamt, er eftirlæti þitt. Þvi erfiðara sem verkefnið er» þeim mun skemmtilegra finnst þér aö fást við það. Stjörnurnar hafa Uthlutað þér hæfi- leikum á tónlistarsviðinu, sem ljóðskáldi eða myndlistarmanni. En þú hefur einnig áhuga á visindum og ef til vill finnst þér að eftirsóttasta starfið sé á sviði rann- sókna. Rannsóknir geta verið þér eins mikið ævintýri og könnunarleiðangur, fjallgöngur eða köfun á ókunnum slóðum. þU nýtur þess að upplifa eitthvað nýtt og ert ánægðastur, þegar þtí vinnur að einhverju óþekktu. Þú ert hagsýnn i þér og það gerir þér auðvelt að græða peninga, hvað sem þú gerir. Peningar þurfa þó ekki endilega að Vera takmark þitt i lifinu, en einhvern Veginn tekst þér að safna þér álitlegri uPphæð um ævina. Þar sem þú ert ekki eýðslusamur, muntu eiga gildan sjóð til eíliáranna. t’Uleggurmikla áherzlu á hamingjurikt °g notalegt heimilislif, en þú vilt eignast maka sem getur aðlagast venjum þinum, Þar sem þtí lifir lifinu eftir þinum eigin uppskriftum og heídur fast við þaö. 11. ágúst Þú ert mjög sannfæröur um ýmsa hluti ogheldur fast við þær sarinfæringar, hvað sem á gengur. Þú leggur hart að þér við vinnu og ert fús til að taka meira á þig við hvaða aðstæður sem er. Þú ert alltaf vel ánægður með sjálfan þig, og það er ekki svo undarlegt, þar sem þú nærð oft góðum árangri á sviðum, þar sem engum öðrum verður ágengt. ÞU hefur vott af snilligáfu I persónuleika þfnum og það kemur i ljós snemma á ævinni. Ef til vill verðurðu undrabarn, ef aðstæður gera þér kleift að þroska þá hæfileika, sem stjörnurnar hafa Uthlutað þér. Ef þú getur það ekki, mun væntanlega liða á löngu, unz hæfi- leikar þinir verða uppgötvaðir og metnir að verðleikum. En þér er ætlað að verða mikill maður á þvi sviði, sem þú velur þér, ef þú reynir sjálfur að þroska þá hæfileika, sem þú hefur til þess. Þú hefur afar sterka réttlætiskennd og verður framúrskarandi leiðtogi, sem leysir Ur öllu,sem þér er falið. Alla vinnu vinnurðu nákvæmlega og vandlega og tekur skylduna mjög alvarlega. Raunverulegt ástalíf þitt fer oft fram meö leynd og meira að segja þú sjálfur veizt varla hvenær þú ert ástfanginn. En þegar þú hefur hitt þann eina rétta aðila, svífstu einskis til að ná honum og gerir allt, sem 1 þinu valdi stendur til að gera hann hamingjusaman. 12. ágúst Stjörnurnar hafa úthlutað þér hæfi- leikum, bæði á sviði bókmennta og leik- listar. Þetta getur orðið til að þú njótir þin vel sem fyrirlesari, ræðumaður eða stjómmálamaður. Þú trtíir á sjálfan þig, þegar um er að ræða að koma áætlunum i framkvæmd og ná takmörkum. Aðlaðandi persónuleiki þinn dregur að fólk og aflar þér áhangenda fyrir málstað þinn. ÞU ert gagnrýninn og átt oft erfitt með að sjámálin frá sjónarhóli annarra. Ef þtí hefur einhvern tíma tekið eitthvað i þig, geta aðrir ekki auðveldlega fengið þig til að skipta um skoðun. Þér hættir til að handa áætlunum þlnum leyndum, þar til að framkvæmdum kemur. Þess vegna telja margir, að þú sért ekki aðeins fá- mæltur, heldur tvöfaldur I roðinu, en I rauninni er þetta aðeins varfærni af þinni hálfu. Ein höfuðástæðan fyrir velgengni þinni I lífinu er liklega hæfileiki þinn til að gera leifturárásir. Þú gerir það þannig, að þú skýzt fram fyrir keppinauta þina. Þér gengur vel að starfa með öðrum án þess að ágreiningur komi upp og laga þig að öllum ástæðum. Þú hefur einstaka hæfi- leika til að losa þig úr vandræðum og koma standandi niður. Þtí lendir i vanda með makavalið, þvi að þér hættir til daðurs og svo getur farið, að þú standi I fleiri en einu ástarævin- týri I einu. Gættu þess að svipast ekki of lengi um eftir eina rétta aðilanum, þvi að þá endarðu sem einstæðingur, en það kærir þú þig alls ekki um. 25

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.