Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 33
o Hans Peterson: Magnús í hættu 2. kafli. Magnúsi fannst eiginlega ágætt, að Patti ^kyldi slást i för með honum. Auðvitað hefði nann getað bjargað sér einn, en það var nota- tlra’ ÞeSar Þeir voru tveir. Og fyrst hann átti ekki neinn hund fyrir félaga, þá var alveg eins gott að hafa Patta. Það versta við Patta var, að nann var ekki hræddur við neitt. En það var kannske af þvi að hann var svo litill, að hann skildi ekki hvað var að vera hræddur. p~~ En hvað þetta er skemmtileg tunna, sagði atti og skreið inn i tunnu, sem lá undir runn- Ulu þarna rétt hjá. ^að var ekki stór tunna og þegar Patti var °ttiinn i hana, sat hann auðvitað fastur og gat yorki komizt út né inn. Hann spriklaði með otunum og flækti sig i einhverjum vir og loks 0ltt að þvi að hann gat ekki hreyft sig meira. 7- Það væri eiginlega ágætt, ef þú gætir jalpað mér út aftur, sagði Patti skömmu sið- — Ég er að reyna það, svaraði Magnús og reyndi að losa vírinn. Loks losnaði Patti aftur og Magnús dró hann út úr tunnunni. Patti var hræðilega óhreinn, en hann var ekki einu sinni búinn að bursta af sér, þegar hann tók á sprett inn i runna og sat þar fastur með fótinn milli tveggja greina. — Mér finnst að þú getir bara verið kyrr þarna, sagði Magnús gramur. — Þetta var ekki fallega sagt, svaraði Patti. — Ég get ekkert gert að því, þótt fæturnir á mér festist alls staðar. — Ef þú hagaðir þér almennilega, væru þeir ekki fastir, svaraði Magnús. —, Mér finnst ekkert gaman að ganga al- mennilega. Finnst þér það Magnús? Pabbi segir, að það sé bara fullorðna fólkið, sem eigi að ganga almennilega og það langar ekki einu sinni til þess, verður bara að gera það. Magnús svaraði ekki. Hann hjálpaði Patta niður úr runnanum og leið allt i einu eins og hann væri Matthias. Matthias var sendill i leð- urjakka og átti heima i hverfinu, þar sem Magnús' hafði átt heima áður. Matthias var sautján ára og það var næstum eins og hann væri stóri bróðir Magnúsar. En ástæðan var ef til vill sú, að Matthias var svo góður i sér. Pabbi hans og mamma áttu svolitinn bónda- bæ fyrir utan borgina, svo Matthías borðaði hjá mömmu Magnúsar á hverjum degi. Það voru engin önnur börn þarna, svo Magnús var al- einn, en stundum fékk hann að fara með Matthiasi i sendiferðir á mótorhjólinu. Þá sat hann aftan á og hélt fast utan um magann á Matthiasi. Það verður maður að gera, þvi að annars dettur maður af. En Matthias ók var- lega, þótt hann færi dálítið hratt. Hann smeygði sér milli vörubila og sportbíla og þeg- ar þeir óku eftir þjóðveginum, hoppaði hjólið 33 ' * í

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.