Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 28
þorskakóngsins. Og á miðjum stjórnpallinum, þvi þetta var gömul skúta, sem sokkið hafði i fyrndinni, stóð kóngurinn sjálfur. — Kæri þorskakóngur, sagði Anna. — Ég er að leita að.... En allt i einu sló hún saman vængjunum. — En þarna eru eggin min, öll saman, sagði hún. Og það var rétt, þvi þarna lágu þau i hrúgu iram- an við þorskakónginn. — Hvað þá? sagði kóngurinn hvasst. — Eggin þin? — Já, skilurðu, það stal ein- hver eggjunum minum i dag sem voru i hreiðri í garðinum við andapollinn, kvakaði Anna. Þá bliðkaðist kóngurinn. — Nú, svoþetta eru þá eggin þin, ungfrú önd, sagði hann. — Ég hélt, að þau væru perlur. Það er bara andartak siðan Peli- kani perluæta kom niður til min með þau. Hann sagðist hafa fundið þau i garði og við héldurn báðir, að þau væru perlur. Ég safna nefnilega öllu, sem glitrar og skin á. — Hélt Pelikani perluæta raunverulega, að eggin mín væru ekta perlur? sagði Anna önd hrærð. — Já, en auðvitað færð þú þau aftur, svaraði kóngurinn. Svo bjó hann til net úr þangi handa önnu til að bera eggin sin i. Hún greip i það með nef- inu, kvaddi þorskakónginn og litla fiskinn og lagði af stað upp á yfirborðið aftur. Var- lega flögraði hún upp á bryggjuna og vaggaði yfir girðingar og garða og breiðar götur, sem bilar óku um og inn i garðinn aftur. Það var ekki laust við að fólk á ferli ræki upp stór augu, þegar það sá litla önd vappa um með eggin sin i neti. Þegar hún kom aftur inn i garðinn, hópuðust allir fugl- 28 arnir um hana. — Fannstu raunverulega eggin þin? hróp- uðu þeir undrandi. — Já, ég fann þau á hafs- botni, eins og mávastrákurinn sagði mér, svaráði Anna bros- andi. — Nú? sagði mávastrákur- inn undrandi. Hann hafði bara sagt þetta til að narra Önnu, svo það var ekki furða, þótt hann yrði dálitið hissa. Varlega lagði Anna eggin sin i hréiðrið. Síðan flýtti hún sér að prila upp i það sjálf og meðan hún hitaði eggin, skraf- aði hún við þau. — Ó, elsku, fallegu perlurnar minar, hvislaði hún og lagði vængina vandlega yfir þau. En um kvöldið safnaði stóri hKgið — Peir eru sniðugir á skrifstofunni. Um daginn fylltu þeir regnhlif for- stjórans af pappirssneplum. svanurinn öllum fuglum í garðinum saman og hélt ræðu- stúf. — Við höfum lært dálitið nýtt i dag, sagði hann. — Meira að segja litil önd eins og Anna getur farið alla leið nið- ur á hafsbotn, þegar þess þarf. t Við höfum lika lært, að sá sem narrar aðra, verður sjálfur narraður. Nú finnst mér, að við eigum að hætta að narra Önnu. Allir fuglarnir hrópuðu húrra fyrir önnu, sem var svo hrærð, að hún varð að þurrka burt tár með vængnum, þar sem hún lá á eggjunum sinum. Daginn eftir töluðu öll dýrin í garðinum um kjarkmiklu, litlu öndina, sem synti niður á hafsbotn til að sækja eggin sín. — Ég þarf að finna nefið til að átta mig. k — Kr þetta betra svona, nöldur seggur?

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.