Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 34
svo í holum og hallaðist svo i beygjum, að Magnús varð að loka augunum. En Matthias birtist alltaf, þegar Magnús var i klipu, það var það bezta við Matthias. Ef manni fannst maður litill og var leiður eða hræddur, kom Matthias alltaf akandi og spurði, hvað væri að. Þá leið manni alltaf svo- lítið betur. Ekki það að Magnús héldi, að Patta iiði eitt- hvað betur núna, þegar hann var búinn að hjálpa honum. Patta leið áreiðanlega hvorki illa, né var hræddur. En samt sem áður leið Magnúsi næstum eins og stóra bróður Patta. Ekki mikið, en svolítið. Þær þrjár vikur, sem hann hafði átt heima i Sólskinsgötu, hafði hann verið heilmikið með Patta á hverjum degi. Mamma Pattá sagði, að það væri gott að Patti hefði fengið einhvern að leika sér við, þvi hinir væru svo miklir fyrir sér. Þá var Patti lika harla ánægður með að hafa Magnús. Magnús var rétt búinn að draga Patta niður úr runnanum, þegar sá litli þaut af stað niður bratta brekku. — Flýttu þér, Magnús, kallaði hann. — Flýttu þér. Hér er hellir. Magnús þaut á eftir honum, en þarna var enginn hellir. Það var stórt rör, sem lá inn i jörðina. Það var svo stórt, að Magnús gat stað- ið uppréttur á þvi. Áður en honum gafst timi til að gera nokkuð, var Patti auðvitað horfinn inn i rörið. — Það segi ég bara, sagði Magnús við sjálf- an sig — að þessi strákur verður ekki gamall. Hann leit i kring um sig i þokunni, en engan var að sjá. En það fannst, að þeir voru að nálg- ast höfnina, þvi það heyrðist í kolakrananum og strætisvögnum. Magnús heyrði öll vinnu- hljóðin greinilega, en sá ekkert fyrir þokunni, sem var orðin enn þéttari en áður. — Hæ, Magnús, kallaði Patti innan úr rör- inu. — Patti, sagði Magnús byrstur. — Komdu strax aftur. — En það er svaka gaman hérna inni, sagði Patti ákafur. — Maður getur farið eins langt og maður vill og hvert heldurðu þá að maður komi? — Komdu strax út, svaraði Magnús. Patti læddist hægt út aftur. — Ég skil ekki hvers vegna röddin i þér þarf að vera svona, þegar þú kallar á mig, sagði hann ásakandi og Magnús skammaðist sin svo- litið. — Hugsaðu þér, ef þú hefðir fest þig i rörinu, sagði hann. — Hvað þá? Hvað hefðirðu þá sagt? — Það veit ég ekki, svaraði Patti. — Hvað heldurðu, að ég hefði sagt? — Þú hefðir að minnsta kosti verið flengdur, þegar þú kæmir heim, hélt Magnús áfram. — En ef ég hefði komið heim, hefði ég alls ekki setið fastur i rörinu, sagði Patti. — Og ef ég hefði verið í rörinu, hefði ég ekki komið heim. Nú skil ég alls ekki, um hvað þú ert að tala. Þú ert heldur ekki búinn að segja mér, hvert rörið liggur. — Halló, strákar, kallaði einhver fyrir aftan þá. Þeir sneru sér við. Neðar i brekkunni var maður i vinnugalla og moldugum stigvélum- — Þetta er ekki leikvöllur fyrir börn, sagði hann. Magnús flýtti sér að færa sig fjær, en Patti stóð auðvitað við rörið á öðrum fæti og með þumalfingurinn i munninum. — Hvað ertu að gera hérna? spurði maður- inn. — Ég er með honum, svaraði Patti og benti á Magnús. Hann heitir Magnús og ég heiti Patti- Eiginlega heiti ég Patrekur, en allir kalla mig Patta. Ég er fimm ára og hvert liggur þetta rör? — Hefurðu ekki séð, að það er verið að byggja mörg hús þarna uppfrá, svaraði mað- urinn og benti út i þokuna. Patti kinkaði kolli- — Ég er að taka tönn og þess vegna verð ég að hafa þumalfingurinn i munninum, sagði hann. — Viltu fá að vita, hvert rörið liggur, eða ekki? spurði maðurinn. — Mig langar mikið að vita, hvert það ligg' ur, sagði Patti, — þvi Magnús vissi það ekki, þegar ég spurði hann. — Það er ekki svo gott að vita, sagði maður- inn. — En það liggur alveg upp að nýju húsun- um og þegar búið er að byggja hverfið, á það að ná alveg niður i höfnina og vera skólpræsi fyrir nýja hverfið. — Getur maður þá farið inn i rörið og komið út úr þvi við endann á Sólskinsgötu? spurði Magnús hissa. — Gott, vinur, þú skilur þetta alveg rétt, sagði maðurinn og stakk strái upp i sig. — Nú skaltu skýra það fyrir litla bróður þinum og taktu hann með þér, því við þurfum að fara að vinna. Magnús tók i hönd Patta og svo héldu þeir á- fram. i hverju skrefi séu þeir nýjan blett, og runnar og fleira kom fram úr þokunni. Siðan Framhald 34

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.