Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 4
AAanneskjan að baki nafninu — 1.
Alfred Nobel
Septembermorgun einn árið 1864 urðu
ibúar Heleneborgar i Sviþjóð — sem nú er
útborg Stokkhólms — skelfingu lostnir af
völdum mikillar sprengingar. Þegar
menn voru búnir að jafna sig eftir hávað-
ann, kom i ljós, að það var litla efnarann-
sóknarstöðin i garðinum við hús Immanu-
el Nobels, sem sprungið hafði.
Bygging þessi hafði lengi verið leyndar-
dómsfull mjög. Aður hafði Immanuel
Nobel framleitt land- og sjósprengjur
fyrir hinn keisaralega, rússneska her og
sögusagnir gengu um að hann og sonur
hans væru að gera tilraunir meö nýtt og
hættulegt efni sem kallað var nitroglyce-
rin. j
Fimm manns fórust i sprengingunni,
meðal þeirra Emil Nobel, sá yngsti af
fjórum sonum Immanuels. Alfred Nobel,
sem var inni i ibúðarhúsinu, særðist litil-
lega af fljúgandi glerbrotum. Hinir tveir
bræðurnir voru i St. Pétursborg (nú
Leningrad), þar sem þeir höfðu tekið við
rekstri fyrirtækis föður sins, sem stóð
höllum fæti, þegar hann sneri aftur til Svi-
þjóðar árið 1859.
Þegar lögreglan fór að rannsaka ástæð-
ur sprengingarinnar, gáfu faðir og sonur
stuttorðar, tæknilegar upplýsingar. Það
var ekkert athugavert við nitroglycerinið,
heldur Emil. Hann hafði verið að gera
einhverjar tilraunir, verið óvarkár og
valdið sprengingunni. Þeir héldu þvi
fram, að nitroglycerinið væri alls hættu-
laust, ef það væri meðhöndlað af var-
færni. ,
óstjórnlegt afl
Sprengingin i Heleneborg var hin fyrsta
af mörgum nitroglycerinsprengingum,
sem næstu árin skefldu fólk um alla
Evrópu og i Bandaríkjunum og ollu öðru
hverju miklum umræðum og deilum, sem
að ýmsu leyti minna á nútima umræður
um kjarnorkuvopn og notkun kjarnorku.
Nýja sprengiefniö, sem Nóbelsfjöl-
skyldan var að búa til, var talið allt of
áhrifamikið og hættulegt. Var yfirleitt
hægt að stjórna þessum geysilega krafti,
sem Nobel var i þann veginn að leysa úr
læðingi?
Slysið i Heleneborg hafði svo mikil
áhrif á Immanuel Nobel, að hann féll
saman skömmu siöar. En þritugur sonur
hans, Alfred, hélt ótrauður áfram tilraun-
unum i rannsóknarstofu, sem samkvæmt
skipun yfirvalda var reist á pramma úti i
miðju Málaren-vatni.
Allt siðan Forn-Grikkir — á fimmtu öld
4
Hann var maður
andstæðnanna,
vopnaframleiðandi,
sem barðist fyrir
friði, iðnaðarfurstinn
sem kom á ókeypis
læknishjólp og
eftirlaunum fyrir
starfsfólk sitt,
auðkýfingur, sem
dóði vald
peninganna og
arfleiddi loks
velgjörðamenn
mannkynsins
að þeim.
f. Kr. — vörpuðu „griskum eldi” að hverj-
um öðrum i tiðum deilum sinum, hefur
maðurinn gert tilraunir með framleiðslu
sprengiefnis. Leynivopn Grikkja var
kaðalspotti, sem dýft var i nafta, tjöru og
brennistein og gat valdið óhugnanlegum
brunasárum, þegar þvi var fleygt að
fjandmanni.
Fyrsta raunverulega sprengiefnið var
púðrið, blanda af saltpétri, brennisteini
og viðarkolum og svo virðist, sem það hafi
verið uppgötvað viða, án samhengis, á
timabilinu frá 800 til 1300. Bæði Kinverjar,
Indverjar, Grikkir, Arabar, Þjóðverjar
og Bretar gera kröfu til að hafa fundið upp
púðrið. Sá sem fyrstur virðist hafa orðið
til að nota sprengiafl þess i vopn, var
þýzki munkurinn Barthold Schwarz.
Hann er sagður hafa „enduruppfundið”
púðrið á siðari hluta 15. aldar.
Þótt púðurbyssan hafi tekið skjótum
endurbótum, liðu nær 500 ár, þar til næsta
stóra skref i þróun sprengiefnisins var
tekið. Það gerðist 1845, þegar efnafræði-
prófessor við háskólann i Basel, Christian
Schönbein, velti óvart um flösku með salt-
pétursýru. Hann greip svuntu konu sinnar
til að þurrka það upp og hengdi siðan
svuntuna til þerris við kolaofn. Andartaki
siðar stóð svuntan i ljósum logum.
Prófessorinn hafði óvart uppgötvaö
„skotbómull” (cellulose-nitrat) sem
siðan var notað i sprengiefni, auk þess
sem það kom að gagni við framleiðslu
celluloids og gervisilkis.
Ari siðar tók Italinn Ascanio Sobrero
eitt skref til viðbótar. Með tilraunum með
m.a. saltpétursýru og glyceryn, fram-
leiddi hann oliukenndan vökva — nitro-
glycerin — sem hafði stórkostlega
sprengihæfni og var talið svo hættulegt,
að hætt var við allar frekari tilraunir með
það.
Það var þetta nitroglycerin, sem
Nóbelsfjölskyldan var að reyna að temja
árið 1864, þannig að það mikla afl, sem i
þvi byggi, gæti nýtzt til að leggja vegi,
byggja hafnir og járnbrautargöng og þar
með skapa betri samgöngur milli landa
og vonandi betri skilning milli þjóðanna.
En aðalvandinn lá i þvi að fá efnið til að
springa á ákveðnu andartaki. Nitroglyce-
rin vildi ekki springa með aðstoð kveikju-
þráðar, eins og púðrið. Stundum sprakk
það við upphitun, en stundum aðeins við
létt högg. í stuttu máli sagt, það réð
enginn við þennan stórhættulega vökva.
Og vegna þess hve hætt var við að hann
spryngi óforvarandis, var ekki einu sinni
hægt að komast nákvæmlega að þvi
hvernig hann var efnafræðilega saman-
settur.
Áframhaldandi tilraunir Alfreds Nobel
leiddu til framleiðslu sprengihettu, sem
sökkt var niður i hylki með nitroglycerini
og látin springa. Með þessu'feprakk nitro-
glycerinið og Alfred Nobel komst þar með
á þröskuld frægðarinnar.
Óttinn breiðist úr
Fáum mánuðum siðar fluttist hann til
Hamborgar og setti á stofn nitroglycerin-
verksmiðju. Bráðlega risu upp útibú i
mörgum löndum, m.a. Noregi, Sviþjóð,
Finnlandi, Austurriki, Frakklandi, Eng-
landi og Bandarikjunum. — „Sprengioli-
an” eins og efnið var oft kallað, var sent I
sinkgeymum, sem pakkað var i trékassa
fulla af sagi. Flutningatækin voru hest-
vagnar. Oft, lak nitroglycerinið út úr
geymunum og ökuþórarnir notuðu „oli-
una”til að smyrja með vagnhjólin. Það