Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 12
Bay City Rollers Bay City Rollers virðast ætla að verða hin merkilegasta hljómsveit, eftir öllum sólarmerkjum að dæma. Lætin á hljómleikum hjá þeim eru vel sam- bærileg við góðu gömlu Bitladagana og slikt gerist hreint ekki hjá hverjum sem er. Fimmmenningarnir i Bay City Rollers eru: Derek Longmuir, Stuart Wood, Eric Faulkner, Lesley Richard McKeown og Alan Longmuir. Þeir eru á aldrinum 18 til 21 árs, en ýmsir eru tortryggnir á, að það sé rétt. Allir eru þeir ólofaðir og telja, að kvenfólk á föstu muni skemma fyrir þeim. beir eiga heima i Edinborg, en halda allir til i London, þótt þeir séu ekki mikið þar vegna stöðugra hljómleikaferða. Bay City Rollers hafa leikið saman i fimm ár. Það voru þeir Derek og Alan, sem söfnuðuhinum saman til að stofna popphljómsveit. 1 fyrstunni komu þeir fram undir nafninu Saxons og héldu sig á smáklúbbum i Edinborg. Þeir voru vinsælir, en vöktu ekki sérstaka eftirtekt. Það var ekki fyrr en þeir hittu Tom Paton, sem er núverandi umboðsmaður þeirra, að þeir skiptu um nafn og breyttu stil sinum. Jafn- framt fór allt að ganga hetur. Þeir fóru I ferðalög um England og Skotland og urðu æ vinsælli. Frægðin kom með laginu „Keep On Dancing” og á hæla þess kom „Manana” sem hljómaði um þvera og endilanga Evrópu og siðan hefur hvert lag þeirra af öðru komizt á vinsælda- listann, til dæmis „Shang-A-Lang”, „Remember”, „All og Mé Loves All of You”, „Summerlove Sensation” og „Bye, Bye, Baby” ásamt fleiri. Auk þess hafa tvær LP-plötur orðið ákaf- lega vinsælar, „Rollin” og „Once upon A Star”. Leyndardómurinn að baki velgengni hljó6hsveitarinnar er létt og aðgengi- leg tónlist og auk þess leggja þeir áherzlu á að koma jafnan vel fram og lita vel út. Þeir nota ekki andlitsfarða eins og svo margir eru farnir að gera og þess vegna eiga þeir aðdáendur i öllum aldursflokkum. 12 J

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.