Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 6
má teljast mildi, að ekki urðu fleiri slys en raun varð á. t fyrstu urðu mörg slys. Verksmiðjur Nóbels i Hamborg og Noregi sprungu i loft upp. í Bandarikjunum gleymdi sprengi- efnissölumaður tösku sinni með sýnis- hornum i fatageymslu hótels og þegar taskan var sett út á gangstétt i sólina, sprakk hún og særði 18 manns og braut allar rúður i grennd við Times Square. Flutningaskip sprungu og hafnarverka- menn, sem meðhöndluðu þetta óstýriláta efni, týndu margir lifinu i sprenging- um. Eitt af tilþrifamestu slysunum varð i Colon i Panama, þar sem flutningaskip sprakk og særði og banaði yfir 50 manns. Við sprenginguna hrundi þakið á járn- brautarstöð bæjarins og ipargir til viðbót- ar létu lifið. Þegar hið brennandi skip var dregið út á sjó, varð önnur og mun meiri sprenging, sú mesta, sem nokkur mann- eskja hefur augum litið, stóð i einu dag- blaðinu þarna. Skipið, sem var hlaðið 70 kössum af nitroglycerini, sprakk i smá- tætlur. Otinn við þetta nýja og hættulega sprengiefni, breiddist út um allan heim. 1 Frakklandi og Belgiu varðaði refsingu að eiga nitroglycerin og i Bandarikjunum var hægt að fá hvern þann sprengifram- leiðanda, sem varð starfsmönnum sinum að fjörtjóni, dæmdan fyrir morð og hengja hann. Alfred Nobel gerði sér grein fyrir, aö gera þurfti nitroglycerinið öruggara til fiutnings og meðhöndlunar. Það varð að koma þvi einhvern veginn i fast form — en hvernig? Lausn vandans fann hann dag einn, þegar hann sá, hvernig nitroglycer- in lak út úr geymi og hvarf niður i gljúpa moldina. Eftir margvislegar tilraunir komst Nobelað raun um, að kisilgúr var ágætur. Einn hluti kisilgúr og þrir hlutar nitrogly- cerin varð að plastkenndum massa, sem hægt var að móta i stengur og plötur. Nobel gaf þessari nýju framleiðslu sinni nafnið dýnamit og árið 1867 breytti hann allri sprengiefnaframleiðslu sinni i dýna- mitframleiðslu. Dýnamitið gerði Alfred Nobel að einum af auðugustu mönnum heims á fáum árum. Sprengiefnaverksmiðjum hans skaut upp hvarvetna og nafn hans var Íákn ekki aðeins peningavalds, heldur lika likamlegs valds. í friösamiegum tilgangi Við umsátrið um Paris árið 1871, var dýnamitið notað i hernaðarlegum tilgangi I fyrsta sinn. Þegar þýzka stórskotaliðið skaut fyrstu dýnamitsprengjunum að Montmartre, urðu Parisarbúar dauð- skelfdir. Dómsdagur hlaut að vera kom- inn. Þegar striðinu lauk, voru allir sam- mála um, að þetta yröi siðasta striðið, sem mannkynið upplifði. Hvaða þjóð myndi þora að hefja nýtt strið, þegar allir höfðu yfir þessu hættulega efni að ráða? RUssneskir hryðjuverkamenn voru þeir fyrstu, sem notuðu þetta nýja sprengiefni til skemmdarverka. Tveimur dýnamit- sprengjum var varpað á eftir keisaranum og siðar að þýzka keisaranum og konungi ítala. En þaö var þó friðsamleg notkun dýnamitsins, sem skipti mestu máli. Námufélög og byggingafyrirtæki um all- an heim fóru að nota dýnamit. Nýjar hafnir voru gerðar og vegir lagðir, járnbrautir tóku að bruna um ófærar slóðir með hraða, sem engan hafði órað fyrir áður. Alfred Nobel gerði frekari tilraunir. Dag nokkurn skar hann sig i fingur og hellti kollodium á sárið og þá sá hann mSsæS*' Wg&Qgl ■ i fSeJujiii' Sg |í v -H U -L V ‘JB gjjjt * ¥ Björkborn setrið, þar sem Nóbel bjó meðan hann starfaði við Bofors-verksmiðjuna. 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.