Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 22
Einkastjörnuspáin 1. ágúst ÞU ert vitur, skjótráður og sjálfstæður og hefur tilfinningarika skapgerð. Ef þú lætur þá sem þér þykir vænt um, ráða ferðinni, giatarðu gjarnan sjónum á bæði þvi hagnýta og notalega. En ef þú temur þór að hemja fljótfærnina, geturðu komizt hja mórgum erfiðleikum i lifinu. Konur fæddar þennan dag, eru mjög dipló- matiskar og vita hvernig þær eiga að Ut- vega sér nær allt, sem þær vilja. Þær eiga auðvelt með að eignast vini, en þeir sem ekki standast kröfur þeirra uppgötva seinna, að þeir eru á leið Ut iyztu myrkur. Persónuleiki þinn er fjölþættur og hefur margar hliðar og fólk mun lýsa þér á mjög mismunandi hátt. ÞU hagar fram- komu þinni i samræmi við persónuleika þeirra, sem þU vilt hafa áhrif á i hvert sinn. En þess vegna ererfitt fyrir alla, að komast að hvað þú i rauninni ert að fara, þvi að þU ert allt of oft sammála siðasta ræðumanni. Þór liður bezt ef þú helgar listinni starfskrafta þina, þar sem þú hefur list- ræna hæfileika og einnig hæfileika til að meta verk annarra. Ef til vill er það vegna þessarar tilhneigingar til gagnrýni, sem þór veitist erfitt að komast að endan- legri ákvéðinni niðurstöðu um hlutinai 22 2. ágúst Þér er eðlilegt að vera fyndinn og aðlað- andi og þU kemur þvi að i þvi sem þU skrifar og veitir þvi þar með hressandi stil. Stjörnurnar hafa einnig veitt þér þægilega framkomu og gott skap, sem laðar annað fólk að'ér, án þess að þU gerir nokkuð til þess vitandi vits. ÞU hefur hæfi- leika til að fá fólk til að gera eitthvað það, sem þU vilt að það geri. Þessi hæfileiki mun koma þér mjög til góða i öllum leiðtogastöðum, þar sem nauðsynlegt er að vera diplomatiskur. ÞU hefur frábært minni og getur safnað staðreyndum eftir vinnukerfi og einnig hefurðu þann sérstaka hæfileika að geta munað nöfn og andlit nákvæmlega eftir fyrstu viðkynningu. Það er hlutur, sem allir taka tillit til, sem eru á höttunum eftir manneskju i lykilstöðu. Það er nokk- urn veginn sama í hve erfiðri aðstöðu þU lendir, þú virðist alltaf geta losað þig Ur henni, án þess að biða tjón af. ÞU ert einkar ástriðuheitur og að llkindum muntu eiga fleiri en eitt ástar- ævintýri, áður en þU velur þér lifsföru- naut. Konur fæddar þennan dag hafa mikla ánægju af fallegum fötum og kven- legum skartgripum og þess háttar dóti. Mesti munaður þinn er að likindum föt. 3. ágúst ÞU ert hæglátur i framkomu og hefur þig aldrei i frammi og þess vegna hættir mörgum við að telja þig feiminn, en það er mesti misskilningur og þeir sero þannig hugsa mega búast við að þurfa óvænt að skipta um skoðun. Það er þegar þú virðist allra feimnastur að þú færð margar snjöllustu hugmyndir þinar. Það er eins og þú getir vegið og metið hugar- ástand fólks og framkvæmt i samræmi við það. ÞU hefur hæfileika til að tala framrni fyrir fjölda fólks og ert ágætur i hvers konar rökræðum. ÞU hefur leiðtogahæfi- leika, og skipulagsgáfa þin er einna likust heraga. Ef þU ert karlmaður hættir þér ef til vill stundum til að vera of smámuna- samur, en konur fæddar þennan dag munu-halda heimili sinu i svo einstakri röð og reglu, að fjölskyldan verður nánast hrædd við að ganga um það. En ást þeirra á öllu fallegu mun samtlmis gera þaö svo fallegt, að allir I f jölskyldunni verða stolt- ir af þvi. ÞU hefur mjög ákveðnar skoðanir, og þegar þU ert viss um að hafa rétt fyrir þér, mun ekkert geta breytt þeim. Þetta er mjög gott, svo framarlega sem þú hef- ur rétt fyrir þér. Ef þér skjátlast, er það bara vegna þrjózku. Þaö þarf ekki að skoðast sem veiklyndi, þótt þU sért stund- um svolitiö sveigjanlegur á vissum svið- um. Hjá sumu fólki er það merki um mik- ilmennsku, að geta breytt sér I samrænrii við breytta tima.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.