Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 24
„ í'5* 7. ágúst hú ert svo mikið gefinn fyrir útilif, að þú þolir ekki að vera lokaður innan dyra lengi i einu. Þú ert einn þeirra, sem likar bezt að vinna undir beru lofti eða i starfi, sem gerir þér kleift að ferðast mikið. Þú ert mjög metnaðargjarn og vilt gjarnan komast á toppinn. Þótt þú sért oft míeð höfuðið fullt af dagdraumum, geturðu vel verið hagsýnn, þegar um það er að ræða. Þú ert afskaplega öruggur með þig og verk þin og hlitir ógjarnan ráðum annarra. Þú kýst að gera þinar eigin áætlanir og halda við þær. Ef illa fer, sakarðu sjálfan þig um það. Þú kærir þig ekki um að deila með öðrum, hvorki þegar um er að ræða gott né illt. Þú tekur hlutina i þeirri röð sem þeir koma og þú hefur oftast heppnina með þér. Þú hefur einkar aðlaðandi persónuleika og fólk dregst að þér, hvar sem þú kemur. ÞU býrð yfir heilbrigðri dómgreind og getur tekið sk jóta ákvörðun i hverju máli. Þú hefur leiðtogahæfileika frá náttúrunnar hendi. Ef til viil tekur þig dálitinn tfma að komast i gang, en þegar þú ert byrjaður, siglirðu hraðbyri að markinu. Þér likar vel að hafa það þægilegt og notalegt heima fyrir, þar sem þú ert heimakær og ert ánægðastur, þegar þú hefur fjölskylduna i kringum þig. Veldu þér maka, sem hefur svipuð áhugamál og þú. 24 8. ágúst Vizka þin og fjölhæfni gera þér kleift að vinna næstum hvaða starf sem er og þér verður úthlutað. Þegar vandi steðjar að, ert það oft þú, sem fólk snýr sér til, vegna þess að þvi er treyst að þú komir öllum málum heilum f höfn. En þetta getur orðið persónuiegum frama þinum til trafala, þar sem það kemur i veg fyrir að þú getir einbeitt þér á einu sviði. Þótt til séu undantekningar frá þessari reglu, skaltu vera á verði gagnvart þessu, ef þú vilt að þú verðir viðurkenndur og starf þitt verði þér að einhverju gagni. Fyrir þér eru lög og reglur eitt af þvi mikilvægasta i lifinu, og þar sem smámunasemi þin nálgast stundum heraga, myndirðu sóma þér vel hjá lands- yfirvöldunum. Þú hefur meðfædda hæfi- leika til að læra tungumál, og nýtur þess að ferðast um ókunn lönd. Þess vegna mun henta þér vel að vera i utanrikisþjón- ustunni og gegna starfi I öðru landi. Þú hefur þægilega framkomu og getur haft áhrif á aðra, þegar þú óskar þess. Þú ert ástriðuheitur og verður hamingjusamur ef þú giftist ungur. Hjónabandið mun færa þér margt gott og sumum jafnvel auðævi. Þótt þú giftir þig ekki beinlinis til fjár, getur ástin orðið þér til framdráttar á þvl sviði. 9. ágúst Þú hefur ágætis viðskiptavit og ert fljótur að dæma fólk við fyrstu kynni. Þar sem þú ert svona góður mannþekkjari, er sjaldan hægt að gabba þig, þegar um er að ræða að telja þér trú um eitthvað. Þú athugar staðreyndir gaumgæfilega, áður en þú lætur til skarar skriða. Þú hefur mikið sjálfstraust og vilt leggja þig fram við vinnu og nota dómgreindina tilað gera það rétta. Þér finnst gaman að safna peningum og munt að likindum safna all- miklu af þeim á ævinni. Þú hrifst auðveldlega af öllu nýju sem þú tekst á hendur og skipuleggur tima þinn og vinnu nákvæmlega, og þess vegna geturðu orðið pirraður og móðgaður, ef allt gengur ekki eins og þú hafðir ætlað þér. Þá áttu það til að kvarta yfir smámunum og verða æfur út af engu. I þannig aðstöðu verðurðu að temja þér að hefja þig yfir smámunina. Svo virðist sem þú farir oft að annarra ráðum, en þegar dýpra er gætt, kemur i ljós, að þegar þú biður um skoðanir annarra, hefurðu raunar ákveðiö þig og munt i öllum tilfellum aðeins fara að eigiú vilja. Þú ert tryggur og umhyggjusamur i ástum. Þú ert framúrskarandi gestgjafi og gengur vel að koma heimili á stofn. Þú skalt giftast einhverjum, sem endur- geldur tilfinningar þinar.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.