Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 14
— Heyrirðu það, Jemina? hvfslaði Don og hláturinn brauzt út á nýjan leik. Steve Bates horfði á syni sina, meðan hann tróð upp i sig salatblaði og virtist annars hugar. — Við byrjum að tina plómurnar á morgun og þið megið vera heima og gera gagn, svona til tilbreytingar, sagði hann. Dick og Don litu hræddir hvor á annan og Dick gleypti litla hreðku i fátinu. — Hvað, skrópa i skólanum? . pabbi! Það getum við ekki. — Nú, hvers vegna ekki? Hvenær hafið þið neitað að eiga fri? — En ég er viss um að kennslukonan verður bálvond, já hún verður það áreiðanlega. — Della, sagði Steve. — Bara af þvi þið fáiö fri einn dag til að hjálpa til við upp- skeruna. Stubbs gamli sagði aldrei neitt við þvi. Hann vissi, að við þurfum alla að- stoð, sem hægt er að fá, þegar tinslan byrjar. — En ungfrú Winter er öðruvisi og hún er miklu strangari. — A mánudagsmorguninn skuluð þið segja henni, að ég hafi þurft hjálp og meira er ekki um það að tala. Plómurnar hanga ekki bara og biða, skal ég segja ykkur. Þegar þær eru þroskaðar, eru þær þroskaðar og þá þarf að tina þær. Við fá- um slæmt verð, ef við komum með of- þroskaðar plómur. Steve ýtti tebollanum yfir til frú Nelson til að fá i hann aftur. — Hvað er eiginlega að ykkur? Ég hélt, að ykkur þætti gaman að tina plómur, bætti hann við. — Okkur finnstþað lika, sagði Dick. — Það er bara það, að ungfrú Winter...já, þú þekkir hana ekki, pabbi. Það ert ekki þú sem færð skammir. — Alveg satt, skaut Don inn i. — Hún er alls ekki eins og Stubbs gamli. Hún er haröstjóri: Steve hló og benti á synina með hnifnum sinum. — Ef það verða einhver vandræði, getið þið bara visað henni á mig. Segið, að égsem faðirykkar ráði yfir ykkur. Hvaða máli skiptir einn dagur svo sem? Ef hún hefur ekkert annað að gera en skammast, er eins gott fyrir hana að koma hingað lika og vinna við uppskeruna. Ég skyldi sjá til að hún hreyfði sig. Segið það bara lika. — Varaðu þig nú, Steve, sagði frú Nel- son. — Strákarnir eru visir til að skila þessu orðréttu. — Látum þá gera það. Við verðum að fá að ráða einhverju, þegar börnin okkar eru annars vegar. Dick var niðurdreginn, þegar þeir fóru i háttinn. — Hvað eigum við nú að gera? spurði hann og grýtti skyrtunni langt út i horn. — Hvers vegna gat enginn sagt okk- ur, að það ætti að fara að tina bannsettar plómumar? — Við hefðurm átt að sjá það sjálfir, andvarpaði Don. 14 — Nú er laglega komið fyrir okkur. Kennslukonan hefur sagt, að' munnleg skýring nægi, þegar maður kemur ekki einn dag, en þegar þeir eru tveir, verðum við að koma með rpiða. — Getum við ekki falsað hann? Don leit eftirvæntingarfullur á bróður sinn. — Það heldur þú, já. Nei, hún sæi það strax. Þú veizt hvernig hún er. Dick nennti ekki að svara. — En frú Nelson þá? Don varekki á þvi að gefast strax upp. — Heldurðu, að mér detti i huga að spyrja hana? Hana myndi strax gruna allt. Dick lét gallabuxurnar og nærfötin detta i hrúgu á gólfið. — Þetta er fallegt. eins og ég sagði. Meira er ekki um það að segja. Og i hefndarskyni við eitthvað fór hann að sofa, án þess að þvo sér. Klukkan sjö morguninn eftir voru þeir komnir út igarðinn, klæddir gömlum bux- um og elztu skyrtunum, sem þeir gátu fundið. Faðirinn hafði verið úti siðan hálf sex og var kominn með stiga, körfur, kassa og vigt. Fólk af nágrannabæjunum var eins og venjulega komið til að hjálpa til við tinsluna. — Veiztu hvað? sagði Dick við Don. — Ég hafði einhvern veginn ekki lyst á morgunmatnum. — Ekki ég heldur. — Það litla sem ég borðaði, er einsog steinn i maganum á mér. Úff, það er svo óþægilegt. En eftir þvi sem leið á morguninn, gleymdu þeir kennslukonunni og þeim vandamálum, þvi það var eitthvað sér- stakt við það að tina plómur. Að sitja langt uppi i tré og sjá sólina þrengja sér gegn um laufkrónuna oe finna lvktiina nf þessum indælu plómum. Jú, það var gaman. Eftir á, þegar þeir horfðu á árangur erfiðis sins margar fullar körfur, fannst þeim þeir þýðingamiklir menn. Siðan var matarhlé og allan timann var kliður ótal radda umhverfis þá. Og ofan á allt annað fengu þeir kaup fyrir vinnuna! — Hugsa sér að fá peninga fyrir eitt- hvað, sem manni finnst skemmtilegt, sagði Dick hissa. — Við sem göngum i þennanleiðinlega skóla, án þess aðfá eina krónu. — Já, þetta er undarlegur heimur, sem við lifum i, samsinnti Don. Um fimmleytið kom Steve Bates heim af markaðnum og tók að undirbúa flutn- ingabilinn fyrir morgundaginn. Hann kallaði á tviburana, sem komu hlaupandi um leið. — Það er kominn timi til að þið farið heim og borðið þennan indæla fisk. Þið hafið átt langan dag. — En við erum ekkert þreyttir. Getum við ekkihjalpað þérog farið með þér heim á eftir. — Jæja þá, þið getið komið með körfurnar. Nei, ekki kassana, þeir eru allt of þungir. Meðan þeir bisuðu við körfurnar, kom opinn sportbill eftir veginum. Hann nam staðar við hliðið á garðinum. Ljóshærð, ung kona sat við stýrið. Andartak sat hún kyrr og horfði inn i garðinn, en fór svo út úr bilnum og kom til þeirra. — Nei, sjáið þið, sagði Steve. — Hér kemur einhver sem hefur áhuga á plómunum okkar. Svo sá hann svipinn á tviburunum. — Hvað er að ykkur? Það er eins og þið hafið verið stungnir. — Þetta er ungfrú Winter, sagði Dick. — Kennslukonan, hvislaði Don. — Látiö mig um hana, sagði Steve og stökk niður af bilnum, mátulega til að koma i vegfyrir að synirnir legðu á flótta. — Engin ástæða til að óttast. Ég skal sjá um þetta. Ungfrú Winter kom beina leið til þeirra. Fyrst horfði hún á tviburana, en sneri sér siðan að Steve. — Herra Bates? Hún leit spyrjandi á hann. — Passar. Þér eruð ungfrú Winter, skilst mér. — Já. Ég kom bara til að spyrja, hvers vegna tviburarnir hefðu ekki verið i skólanum, en nú sé ég hvernig á þvi stendur. Hún var vingjarnleg i málrómnum og brosti meira að segja, en samt var það eitthvaðf svipnum.... Steveskemmtisér á vissan hátt svolitið yfir þvi, að hann, full- orðinn maðurinn skyldi þurfa að svara kennslukonu, . en sannast að segja, var hann ekki jafn borubrattur og hann lézt vera. — Já, jú, ég þurfti aðstoð við plómu- tinsluna og Stubbs gamli hafði aldrei neitt að segja um það mál. — Stubbs er kominn á eftirlaun og mér geðjast ekki að skrópi. — Einn dagur til eða frá getur varla skipt svo miklu máli, sagði Steve. — En það er ekki bara einn dagur. Þetta er annar dagurinn, sem þeir koma ekki, án þess aðég fái nokkra einustu skýringu. — Hvað? sagði Steve og leit á eldrauð, skömmustuleg andlitin. Þá mundi hann eftir ákveðnum silungi. — Prakkararnir, sagði hann. —- Þið fóruð að veiða í gær, ekki satt? Nú langar mig til að taka ær- lega i lurginn á ykkur. — En herra Bates þó, sagði ungfrú Winter svolitið háðslega. — Einn dagur til eða frá getur þó ekki skipt miklu máli. Steve horfði bara á hana. Honum fannst hann alls ekki hafa vald á aðstæðum. Það var liklega bezt að senda tviburana heim á stundinni. — Heim með ykkur, sagði hann hörku- lega. — En munið, að þessu máli er ekki lokið frá minni hálfu ennþá. Hann horfði á eftir þeim til að fullvissa sig um, að þeir færu inn um hliðið. Þegar hann sneri sér við, stakk hann höndunum i buxnavasana eins og til að sýna að þetta væri ekkert mál. — Eruð þér ekki heldur ung til að vera kennslukona? — Finnst yður það? — Þegar ég var strákur, voru kennslu-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.