Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 16
• — Já, það er sjálfsagt. En ég skal sjá um þetta. — Eitt enn, herra Bates. Það er um skólafötin. Ungfrú Winter hikaði og bætti við: — Ég veit, að það verða aukaút- gjöld... — Ég er ekki i neinum fjárhagsvand- ræðum, sagði Steve. — Strákarnir vita að þeir þurfa ekki nema að biðja um það sem þá vantar. — Þeir hafa sagt mér, að þeir eigi bara eina húfu, sem þeir noti til skiptis og eitt par af leikfimiskóm. Þess vegna verða þeir að vera i leikfimi til skiptis. Steve greip andann á lofti. — Það verð- ur að flengja þá, svo mikiö er vist. Þetta er nú það svartasta, sem .... ■ — Þeir biðja lika um tvo og þrjá skammta af skólamatnum og segja, að það sé oft svo litill matur heima. • — Var það nokkuð fleira? spurði Steve þunglega. — Bara um heimanámið.... Hann hlustaði þegjandi á hana. Þegar hún loks hætti, leit hann ráðþrota á hana, en hún sagði: — Finnst yður ennþá, að ég sé að fárast yfir smámunum? — Nei, sagði hann sannfærandi. — En mig grunaði ekki.... • — Hvers vegna komið þér aldrei á for- eldrafundi? — Ja, ég.... — Ef til vill sjáumst við á þeim næsta? — Já, það gæti verið.... — Það væri leiðinlegt, ef strákarnir héldu, að þér hefðuð engan áhuga á hvemig þeim gengur i skólanum. — Hmmm, sagði Steve og fannst hann vera kominn i gildru. En svo leit hann á hana og brosti kjánalega. — Já, ég kem. Ég lofa þvi. En hvað segið þér um litla körfu af plómum? ■ — Ég get það varla, þvi ef einhverjir af hinum foreldrunum komast að þvi... — Della og vitleysa. Bara eina litla körfu? • — Er það ekki eins konar mútur? — Það getur orðið að indælis sultu, ef rétt er að farið. Það á bara að taka stéin- inn úr fyrst, en sjóða þá samt með...Hann þagnaði og leit á hana. — Já, ég sé, að nú er eggið að kenna hænunni. Hérna, takið þessa körfu með beztu óskum og verið viss um, að strákarnir valda ekki vand- ræöum framvegis, vona ég, bætti hann við til vonar og vara. Hann fylgdi henni að bilnum og stóð síð- an og horfði á eftir henni, þegar hún ók niöur veginn. Allt i einu hitnaði honum og hann dró andann hraðar. En honum kóln- aöi fljótlega, þegar hann sá tvfburana, sem stóðu eins og litlir saltstólpar I hlið- inu. Asökunin skein úr andlitum þeirra. — Voruð þið að standa á hleri bak við limgerðið? — Þú fórst svei mér fallega með hana, sagði Dick með fyrirlitningu. — Þegiðu. Steve rétti upp visifingurinn. — Hún hefur rétt fyrir sér varðandi ykk- ur. Það er kominn tími til að einhver haldi 11 hemilinn á ykkur. Heim með ykkur og 16 verið almennilegir við frú Nelson. Nú skal verða annað uppi á teningnum en hingað til. Þegar þeir voru komnir i rúmið um kvöldið, leit Don yfir til bróður sins. — Veiztu hvað, Dick? — Mig langar ekki að vita nokkurn skapaðan hlut. — Ungfrú Winter er eiginlega ágæt utan skólatima. — Ertu nú orðinn alveg galinn? — Það finnst pabba að minnsta kosti. — Ekki tala um hann. Ég er búinn að fá alveg nóg af honum i bili. — Já, já. En ég var að velta þvi fyrir mér, að ef við höldum rétt á spöðunum, getur verið að við fáum að fara i ökuferð i þessum flotta sportbil einhvern daginn. Þeir fengu það. HVAÐ VEIZTU 1. 1 hvaða landi er Tiran ahöfuðborg? 2. Hvað heitir leikarinn Boris Karioff réttu nafni? 3. Eftir hvern er tónlistin I Aidu? 4. Hvaða heimsfræg iþróttakona lézt af krabbameini árið 1970? 5. Hvaö hét veiðigyðja Rómverja? 6. Hvaö eru margir hestar fyrir rdss- neskri troiku? 7.1 hvaða norskum bæ fæddist Edward Grieg? 8. Hvað er igloo? 9. Hvaö heitir vöðvinn milli brjósthols og kviðarhols? 10. Hvaö er prelúdia? Hugsaöu þig vandlega wm — en svörin er að finna á bls. 39. H$GIÐ — Ég held eftir allt saman, aö það væri fallegra aö mála bara loftið.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.