Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 7
hvernig þunn himna lagöist yfir það. bar
með fékk hann hugmyndina að ennþá
öflugra sprengiefni en dýnamit.
Kollodium og „skotbómull” i eteralkó-
hólblöndu. Gat skotbómull einnig gengið i
samband við nitroglycerin og haldið
sprengikrafti þess? Tilraunir voru gerðar
og árangurinn varð hlaupkennt efni með
allmiklu meiri sprengikraft en dýnamit.
Nobel kallaði þetta sprengihlaup. bað var
þetta efni, sem notað var til að gera göng-
*n gegn um Alpana, Simplon, Arlberg og
St. Gotthard.
En Alfred Nobel var enn ekki ánægður.
Hann hélt áfram tilraununum með nitro-
g!ycerin og skotbómull, alveg þangað til
hann gat framleitt það i púðurformi og
hornkenndum massa, sem hægt var að
Hetja út i plötur og stengur. betta nýja
efni kallaði hann Ballastitt og það olli
mikilli sprengingu með litlum reyk. bað
var fljótlega tekið i notkun i herjum
flestra landa, til framleiöslu á skotfærum
> riffla og fallbyssur.
Alfred Nobel, sem nú var um það bil
fertugur, hafði allt siðan hann var barn
lifað lifinu að mestu á ferðalögum — ým-
ist fyrir fyrirtæki föðurins eða sin eigin.
Hann var auðugasti flakkari heimsins,
einmana maður og feiminn og leit hreint
ekki út fyrir að vera það sem hann var.
En þegar fólk kynntist honum, var hann
hæði fyndinn fjörugur og skemmtilegur.
Bertha von Suttner
Arið 1874 fluttist hann til Parisar. Eftir
aö hafa búið i hótelibúðum nokkur ár,
heypti hann fallegt hús við Avenue Mala-
koff nálægt Sigurboganum og flutti þar
einn inn. Umhverfis húsið var mikill
garður með hesthúsum, ótal garðhúsum
°g stórri, nýtisku rannsóknarstofu. barna
hafði Nobel allt, sem hugurinn girntist, en
engan að deila þvi með. Hann hafði
18 ára gamall verið ástfanginn af stúlku,
sem hann hitti ii Paris og ætlaði að kvæn-
ast, en hún lézt skyndilega, áður en trúlof-
unin varð opinber og Alfred sór, að hann
niundi aldrei kvænast annarri konu.
En nú fór einmanaleikinn að naga hann
°g árið 1876 mátti lesa eftirfarandi aug-
'ýsingu i Neue Freie Presse i Vin: —
Koskinn, mjög auðugur maður, búsettur i
Paris, býður fullorðinni konu með góða
lungumálakunnáttu stöðu sem einkarit-
ara og ráðskonu. Tilboð merkt...
Komtessa Bertha Kinsky von Chinic
und Tettau af fátækum, austurriskum
aðli, hafði einmitt orðið atvinnulaus um
þessar mundir, en hUn hafði verið barn-
fóstra og kennslukona barna von Suttners
haróns. HUn var rekin fyrir að hafa gert
þau ófyrirgefanlegu mistök, að verða ást-
fangin af elzta syni barónsins, ArthUri.
Kertha, sem var 35 ára, sótti um stöðuna i
Paris, fekk hana og kom til Avenue Mala-
koff.
n Alfred Nobel var mjög ánægður með
sæl^ef'nkantarann sinn °8 Prisað' s*g
yrir að hafa loks fundið konu, sem
gat þolað i hUsi sinu. Berlhu leið
bessi brjóstmynd er fyrir utan Nóbeisstofnunina I Osló.
ágætlega og hUn skrifaði siðar: — begar
ég var með Alfred Nobel, gleymdi ég
sorgum minum. Að tala við hann um
heimsvandamálin og list, var hreinasta
upplifun.
A nokkrum dögum myndaðist traust
samband milli þeirra, en það var langt frá
þvi að Bertha hefði gleymt Arthur von
Suttner. begar Alfred Nóbel fór i
viðskiptaerindum til Sviþjóðar skömmu
siðar, kom skey.ti frá Arthur i Vin: —
Komdu strax, við giftum okkur með
leynd.
Bertha seldi eina skartgrip sinn,
demöntum skreyttan kross, tók fyrstu lest
til Vínar og giftist elskhuga sinum. Alfred
Nobel, sem þótti vænt um Berthu, þótt
hUn hefði aðeins verið hjá honum i
nokkrar vikur, varð fyrir sárum
vonbrigðum. Hann fór til Vinar til að
reyna að telja hana á að koma aftur, en þá
var Bertha þegar gift. bau voru farin til
Kákasus til að heimsækja rUssneska ætt-
ingja hennar af aðlinum þar.
En Alfred Nobel átti einnig hagsmuna
að gæta i Kákasus. Hann hafði fjárfest
mikið i oliulindunum i BakU, sem bræður
hans tveir höfðu umsjón með. bótt hann
hefði aldrei komið þangað, var það hánn,
sem hafði fundið upp aðferðina, sem
notuð var við oliuna i hreinsunarstöðvun-
um. Aðferðin er i aðalatriðum sU sama og
notuð er enn þann dag i dag um allan
heim. bað voru lika Nóbel-bræðurnir sem
lögðu fyrstu oliuleiðsluna, alls 13 km frá
oliulindunum til hreinsunarstöðvanna —
og þeirsmiðuðu lika fyrstu tankskipin. En
Nóbel hætti við að fara á eftir ungu
hjónunum og hélt aftur til Parisar.
A næstu 11 árum skiptust Bertha von
Suttner og Alfred Nobel á einum 10 bréf-
um, án þess að þau sæjust nokkurn tima.
bað var ekki fyrr en Bertha, sem þá var
orðin frægur rithöfundur og maður
7