Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 18
Dillblómkát
H
Sjóðið blómkálið rétt meyrt í léttsöltuðu
vatni. Látið það kólna og vatnið renna vel
af þvi. Leggið það á fat með finklipptu
grænu salat i, hellið yfir það sósu Ur
majonesi og tómatsósu og stráið vel af
dilli yfir. Þetta er ágætis forréttur, en
dugar einnig sem létt máltið.
Skinkurúllur
með
eggjahræru
«<
4 sneiðar soðin skinka, 1/2 tesk.
paprikuduft, 8 egg, 1 tesk. salt, svolitið
miískat, 2 msk söxuð steinselja, 2 msk.
saxaður graslaukur, 50 gr. smjör.
Kaupið skinkusneiðarnar, þar sem hægt
er að fá þær skornar i búðinni, þvi þær
mega ekki vera of þunnar. Stráið
paprikudufti á þær. Sláið eggin út i skál,
notið hálft eggjaskurn sem mál og setjið
átta slik af köldu vatni saman við eggin.
Bætið i það salti og múskati og þeytið allt
varlega saman með gaffli. Bræðið
smjörið á pönnu og látið steinseljuna og
graslaukinn malla um stund i þvi. Hellið
eggjablöndunni yfir og ýtið henni siðan til
á pönnunni, þangað til hún er alveg
stifnuð, enblaut að ofan. Jafnið hrærunni
á skinkusneiðarnar og vefjið þær
saman. Berið fram með brauði og grænu
salati.
18