Heimilistíminn - 02.10.1975, Síða 22

Heimilistíminn - 02.10.1975, Síða 22
Eldrai Eiríkur hafði sagt mér upp — gegn um síma. Var hægt að gera það á ómerkilegri hótt? En hann gat varla hafa gert það í fyllstu alvöru... — Þú ert svo hljóð, Helga, sagði mamma við kaffiborðið og leit áhyggju- full á mig. — Er eitthvað að? — Ég er i fýlu, svaraði ég. Við erum vön að skýra frá sliku á heimilinu. Það er i rauninni mjög gott, þvi þá vitum við hvar við h.öfum hvert annað. Enginn, hvorki mamma, pabbi né Diddi bróðir nenntu að spyrja, hvers vegna ég væri i fýlu. Þau eru tillitssöm þannig. Auk þess bjuggust þau sjálfsagt við að ég mundi byrja að tala um það sjálf. En mér datt ekki i hug að skýra frá ástæðunni fyrir fýlunni i mér.Ekki strax. Ég varð að fá dálitinn tima til að gera mér grein fyrir þvi, sem gerzt hafði og hvers vegna það haföi gerzt. Mamma, pabbi og Diddi horfðu á mig, eins og þau biðu, en þegar ég hristi höfuð- ið lftillega, litu þau af mér. Þau grunaði liklega að það væri eitthvað i sambandi við Eirik, sem þjakaði mig, fyrst ég var svona þögul) Það stóð heima. Eirikur hafði sagt mér upp. Þennan sama dag. Það versta við þaö var, að það hafði gerzt á frámunaleg3 leiðinlegan hátt, sem sagt gegnum sima- Jæja.til aðvera fullkomlega heiðarleg, þá hafði þetta allt byrjað kvöldið áður. Við Eirikur höfðum farið i bió og séð furðulega mynd um fólk sem gekk aftur og þess háttar. A eftir höfðum við fengið okkur brauðsneið á kaffihúsi. Ot frá efni myndarinnar höfðum við svo byrjað að rifast. ósköp rólega, næstum með gaman- semi I fyrstu, eins og venjulega. En smátt og smátt hafði tónninn orðið bitrari og loks hreyttum við hatursorðum hvort i annað. 22

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.