Heimilistíminn - 10.06.1976, Síða 3

Heimilistíminn - 10.06.1976, Síða 3
Elsku Alvitur! Ilárið á mér er alveg vonlaust. Það er þunnt, feitt, alltaf úfið og tjásulegt og svo klofið, að ég rif heilu brúskana af með greiðunni. Ég er búin að reyna ótal klippingar og permanent og tvær litanir, en ekkert dugar. Hvað á ég að gera? Minni mús. svar: Ég er hræddur um að þú hafir reynt heldur mikið, þess vegna gæti hárið verið orðið svona. Farðu á góða hárgreiðslustofu og láttu klippa hárið stutt og slétt. Svo skaltu borða mikið af B-vitamini og þvo hárið upp úr barna- sjampói. Slepptu permanenti og litun- um á meðan hárið er að ná sér eftir þessa meðferð þina. Alvitur Sæll, Alvitur minn. Heldurðu, að þú getir ekki birt eitt- hvað um Abba á popsiðunni við tæki- færi? Svo þakka ég þér fyrir gott blað. Mig langar til að leggja fyrir þig nokkrar spurningar og þakka fyrir- fram. 1. Hvernig eiga hrútstelpa og meyjar- strákur saman? En bogmannsstelpa og krabbastrák- ur? 3. Iiver er happatala og happalitur hrútsins? 4. Heldur þú að meyjarstrákurinn elski hrútsstelpuna? 5. Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Ein að norðan. svar:: Ég er reyndar búinn að birta allt um Abba á pop-siðunni, en það er aldrei að vita, nema þau geri eitthvað svo merkilegt að þau eigi skilið að koma þar aftur. 1. Ef meyjarstelpa ætlar að binda trúss sitt við hrútsstrák, er bezt fyrir hana að gleyma að til sé eitthvað, sem heitir friðsælt lif. 2. Samband þeirra er venjulega gott og getur orðið varanlegt. 3. Þrettán og rautt. 4. Auðvitað getur hann það, ef hann gætir þess aö l.aga sig aö aðstæðum nógu snemma. Þá er þetta eintóm sæla. 5. Or skriftinni les ég, að þú viljir alltaf fá eitthvað annað en það sem þú hefur. Þú ert ráðagóð og dugleg og hefur góða kimnigáfu. Liklega ertu 14 ára. Alvitur. Kæri Alvitur. Mig langar að leita ráða hjá þér. Þannig er, að mig vantar algjörlega trúnaðarvin. Ég hef reynt að trúa mömmu fyrir leyndarmálum, en hún nennir ekki að hlusta á mig og pabba hræðist ég svo aö ég þori varla að hrcyfa mig, þegar hann er nálægt. Svo á ég tvo bræður, en annan er ekki tal- andi við fyrir monti, en hinn er alveg eins og mamma. Vinkonur minar geta varla haldið kjaftinum saman. Hvað get ég gcrt? Svo er það að ég er svo ofsalega hrif- in af tveimur bræðrum hérna úr ná- grenninu og get ekki valið á milli. Annar er góður og rólegur og ég held, að hann sé dálitið hrifinn af mér, hinn cr glaumgosi, sem hlær að öllu og er fæddur I tviburamerkinu. Sá fyrri er i vogarmerkinu. Hvor heldurðu, að eigi betur við mig, ég er fædd i meyjarmcrkinu? Hvernig manngerö heldurðu að ég sé? Einmana sveitastclpa. svar: Já, þetta er ýmsum vandamál. En meðan þú finnur engan trúnaðar- vin, skaltu reyna að fá þér dagbók og trúa henni fyrir leyndarmálunum, þvi það er betra að veita þeim útrás, en geyma þau innra með sér. Svo vona ég aö þú litir fjölskyldu þina öðrum aug- um eftir dálitinn tima. Mikið hlýtur að vera gaman að vera jafn hrifinn af tveimur i einu. Þú gætir áreibanlega valið, ef þú kynntist þeim báðum. Annars mun sá i voginni lik- lega eiga betur við þig, þegar fram i sækir. Astir tviburanna eru stundum dálitið fljótar að hjaðna. Þú ert að öllum likindum bliö i þér, viðkvæm sál og full af réttlætiskennd. sennilega eru frumleg i þér og hefur sinhverja listamannshæfileika. Alvitur. AAeðal efnis í þessu blaði: Fann hann týndu f rumskógaborgina? ... Bls. 4 Hvað veiztu? ................ ■ • • — 6 Ryksuga eða fallbyssa? ................ — 7 Borð, sem er bæði litið og stórt ...... —10 Pop—BillySwan ......................... —12 Fólk sá það gerast, áður en þaðgerðist .... —13 Eggjaréttir handa einum ............... —17 Börninteikna........................... —20 Pennavinir .................. . —22 Úr heimspressunni ....................... —22 Spé-speki.............................. —22 Fjaðurmögnuð listaverk................. —23 Kaf f i handa tveimur og einn ís....... —24 Fyrstu þríburarnir ...................... —27 Halló, ég heiti Siak.................... —27 Nýrnasjúklingar skulu borða eins og birnir —28 Heillastjarnan.......................... —30 Eruþæreins? .................. .. —31 Ferfætlingur á flækingi (14) ........... —33 Vínardansmærin (3) ...................... —35 Ennfremur krossgáta, Alvitur svarar, skrýtlur o.fl. Forsíðumyndina tók Gunnar V. Andrésson fyrir skömmu, þegar nemendur Menntaskólans i Reykjavík dimitteruðu. 3

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.