Heimilistíminn - 10.06.1976, Side 6

Heimilistíminn - 10.06.1976, Side 6
steinvegg. Þegar hann gekk i áttina til hennar, sá hann aö veggurinn var gerður af mannahöndum. Nokkrum minútum siðar fann hann glufu i veggnum og þegar han var kominn gegnum hana, var hann staddur á stóru, opnu svæði, þöktu öltur- um og styttum. Þegar hann horfði i kring- um sig, varð honum ljóst að hann var kominn til hinnar týndu skógarborgar. Frá sér numinn af ánægju yfir heppni sinni, lét hann fallast niður á stein og horföi i krinum sig, meðan hann tróð i pipu sina hægtog rólega. Hann kom auga á litinn málmhlut við fætur sér, tók hann upp og komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti verið úr gulli. Þar sem of dimmt var til að fara i könn- unarferð um rústirnar, settisthann niður og ákvað að láta svo fyrirberast um nótt- ina. Hann dottaði, en hrökk skyndilega upp við torkennilegan gjallandi hlátur. Hann stóð upp með byssuna i hönd og reyndi að sannfæra sjálfan sig um að þetta hefði verið hýenuvæl. Hann gekk nokkur skref, en þá heyrði hann hláturinn aftur, i þetta sinn að baki sér. í sömu andrá og hann snerist á hæli, var hann sleginn bylmingshögg i höfuðið, en þó ekki fyrr en honum hafði tekizt að skjóta einu skoti að verunni andspænis sér. Það siðasta sem hann heyrði, áður en hann missti meðvitund, var hátt sárs- aukavein. Þegar Ryskes-Chandler kom til sjálfs sin á ný, var bjartaf degi. Honum leið illa, hann stóð með erfiðismunum á fætur og fann að hann var of máttfarinn til að gera nokkuð, ensá aðhann var kominn aftur til þorpsins, þar sem hann hafði hitt töfra- lækninn góða. Hann gekk til tjalds sins, þar sem hann féll I yfirliðog lá þar siðan mjög veikur dögum saman. Innfæddir skiptu sér ekkert af honum og hann hefði dáið þarna ef burðarmenn hans hefðu ekki komið aftur, skömmustulegir og hræddir og útskýrt, að töfralæknirinn hefði hótaö þeim öllu illu ef þeir færu inn i skóginn I leit að borginni. Siðan sögðu þeir honum, að töfralæknir- inn heföi horfið inn I skóginn og ekki kom- iðaftur. Greinilegt virtist þá, aö það hafði verið töfralæknirinn sjálfur, sem ráðizt hafði að Ryskes-Chandler og siðan reikað áfram inn I skóginn til að deyja, af skot- sárinu. Innfæddir komu Ryskes-Chandler að lokum aftur til menningarinnar, en lélegt heilsufar hans upp frá þessu varð til þess að hann gat ekki hugsaö meira um borg- ina týndu. Margir efuðust um að saga þessi væri sönn, jafnvel þótt hann gæti sýnt gullhlutinnlitla, sem hann hafði tekiö með sér. En það er engin ástæða til að ætla, að hún sé ósönn. Vitaö er að hinar frægu Zimbabwe-rústir I Suður-Ródesiu eru leifar námaborgar og þess vegna er liklegt að fleirislikar hafi verið á þessum slóðum. HVAÐ VEIZTU 1. Hver var William Turner? 2. Hvaöa borg er fjölmennust i heimi? 3. Hverjum var Nadjesida Krupskaja gift? 4. Hvað kölluðu fornnorrænir menn Bláland? 5. A hvaða hijóðfæri lék Glenn Miller? 6. Hvað hét fyrsta talmynd Chaplins? 7. Hver skrifaði Jantalögin? 8. Hvað heitir aðalsöguhetja Simen- ons? !). Hvaða stórmenni fæddist i Strat- ford-on-Avon? 10. Hvaða orð er notaö um þyngd um búða? Hugsaöu þig vandlega um, en iausnina er að finna á bls. 39. — Afsakaöu en get égnokkuö hjálpað þér? — Húsbóndi þinn sagði, að ég skyldi semja uin tima við þig. Ertu að gera eitt- hvað sérstakt i kvöld? 6

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.