Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 7
Ryksuga eða fallbyssa? Pabbi Kevins var maður, sem var sann- færöur um að staður konunnar væri heimiliö og að hún — og enginn annar — ætti að sjá um heimilisverkin. En hann átti sinar góðu hliöar og daginn sem kona hans var væntanleg heim af sjúkrahiisinu eftir svolitinn uppskurð, hreinsaði hann öskuna úr ofninum, sópaði fjórtán daga brauömylsnu bak við hurðina og strauk yfir gólfið með rökum klút. Siöan fór hann — ljómandi af stolti —að sækja elsku kon- una sina. Það var Sally, sem kom auga á að þetta nægði alls ekki, Sallý var stóra systir Kevins. Hún var nærri helmingi stærri en hann og hörö i hom að taka. Oft haföi Kevin langað til að skipta á henni og gömlum knattspyrnuskóm eöa bunka af hasarmyndablöðum. Þetta var einn af þeim dögum. — Hvert ertu að fara? spurði hún um leið og faðir þeirra var kominn út úr dyrunum. Ég ætla að fara i hringaspil með Billa, svaraði Kevin. —Viö erum búnirað finna upp nýjan.... — Þú ferð aldeilis ekki neitt, sagði Sally. — Viö Mina erum nefnilega búnar aöskipuleggja allt, skilurðu. Viö ætlum að taka til i öllu húsinu og þú átt aö hjálpa okkur. — Taka til, hvernig? spurði Kevin. Hann var ekki sonur pabba sinsfyrir ekki neitt. — Sjáðu, hvernig hér litur út! Sallý sveiflaði handleggjunum. — Sjáðu allt rykið, rusliö og draslið og fingraförin upp um alla veggi. Þau eru eftir þig! Það Kevin neyddist til að hjálpa systrum sínum með heimilisverkin og fyrirleit það. Þetta voru ekki karlmannsverk! En svo komst hann að því, hvað ryksuga getur verið dæmalaust skemmtilegt tæki... mundi liða yfir mömmu, ef hún kæmi að þessu svona. — En þetta eru heimilisverk! sagði Kevin. — Ég kem ekki nálægt þeim. — Égsegi að þú eigir að gera það, sagði Sally og stillti sér upp i útidyrunum, þannig aö vonlaust var að komast út. — Ef þú vinnur ekki þinn hluta af verkinu, segi ég pabba frá kexinu sem þú tókst. —Mér er alveg sama, sagði Kevin, sem vissi að hún mundi ekki standa i dyrunum til eih'fðar. En Sallý hélt áfram: — Og ég segi mömmu þaö lika. Þegar hún kemur heim, á húsiö að vera i lagi og ég skal segja henni að við Mina höfum þurft að gera allt einar af þvi þú hafir stungið af til Billa. Þú ættir að skammast þin, Kevin. Hugsa sér að þú skulir ekki vilja hjálpa til, eftir allt sem mamma hef- ur oröiö að þola! Og Kevin skammaðist sin. Hann hafði satt að segja lært að meta mömmu sína eftir aðhún fór á sjúkrahúsið. Hann þráði að sofa I nýuppbúnu rúmi og borða eitt- hvað annaö en baunir úr dós. Honum höfðu fundizt þær afskaplega góðar, en hann var oröinn leiður á þeim.... — Jæja þá, sagði hann. — Lánaðu mér ryksuguna. — Mina er aönota hana, tiikynnti Sallý. — Þú getur búiö um rúmin. — Hvað ætlar þú þá að gera? spurði Kevin. — Ég ætia að þvo þvottinn, sagði Sallý, sem var búin aö læra á þvottavélina. — Láttu mig fá sokkana þina, þú hefur ekki haft sokkaskipti i hálfan mánuð. — Þetta er ranglátt, hvartaöi Kevin. — Þú gerir allt það skemmtilegasta. Það er hundleiöinlegt að búa um rúm. — Ég skal skipta viö þig, sagöi Mlna. — En ef þú ætlar að fara að þvo, Sallý, bætti hún við, — viltu þá ekki þvo rauða rúm- teppið hans bangsa mins lika. Hann kast- aði upp i það, útskýrði hún. Sallý samþykkti verkaskiptinguna. — 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.