Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 22
áL^vinir Ég er þrettán ára gömul stelpa á Akureyri og mig langar tii aö skrifast á við stráka á aidrinum 12 til 14 ára. Áhugamálin eru teikning, skiöi, fim- leikar, dans, böll, dýr, feröalög og úti- legur. Arna G. Valsdóttir, Byggöavegi 118, Akureyri. Ég óska eftir pennavinum bæöi strákum og stelpum á aldrinum 12 til 13 ára. Áhugamál mörg. Lára Þorsteinsdóttir, Skólastig 13 Akureyri. Ég óska eftir bréfaskiptum viö krakka eldri en 13 ára. óska eftir mynd meö fyrsta bréfi. Jóhanna Asgeirsdóttir, Hliöarhaga, Saurbæjarhreppi, Eyjafiröi. Mig langar aö komast i bréfasamband viö stráka og stelpur á aldrinum 12 til 13 ára. Ég er sjálf 12 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ee hægt er. Sólveig Sigriður Guðmundsdóttir, Aöalgötu 4, Súöavlk, N—is. Öska eftir pennavinum á aldrinum 11 til 13 ára. Verö sjálfur 12 ára i vetur. Áhugamál mín eru aö fara á sjó. Þórir óttarsson, Grenivöllum 26, Akureyri. Ný framtiðarsýn. Franski haffræðingurinn Cousteau heldur þvi fram, aö Miðjaröarhafið veröi lifvana haf eftir 50 ár, ef ekki verður þegar i stað tekin upp hörð barátta gegn menguninni. Lifsorka Miðjarðarhafsins hefur minnkað um 40% á 20 árum vegna þessaðaðstreymi vatns frá Atlantshafinu hefur ekki i fullu tré við mengun frá 400 milljón manns, sem búa við strendurnar. Sivaxandi ferðamannanýlendur og verk- smiðjuborgir eru að gera Miðjarðarhafið að allsherjarbakteriupolli, sem á end- anum eitrar ibúana og neyðir þá til að flytjast inn i landið. (Figaro, Frakklandi) Allt fyrir fegurðina Gagnstætt systrum sinum og bræðrum i Bandarikjunum, finnst Afrikunegrum svart ekki fallegt. Þeir nota ýmsar að- ferðir til að lýsa hörund sitt og i Senegal hefurefnisem kallað er „Khessal” hlotið slikar vinsældir, að yfirvöld eru farin að gerast óróleg. Ákveðið var að banna framleiðslu og sölu Khessals, en þá kom nýtt vandamál til sögunnar. Ekki var hægt að stöðva notkun þess, án þess að eiga á hættu að viðkomandi yrði flekk- óttur! Og engum blandast hugur um, þarr\a syöra, að flekkótt fólk er ljótt. (Soleil, Sevegal) — Ilmmmni...gott kvöld — Má ég fara tiu minútur fyrr í dag, for- stjóri? Fyrirlittu ekki fjölskyldu þína. Hún gæti auðgazt einhvern daginn. ★ Fiskunum liöur vel, þeir geta fengiö aö drekka, þegar þeim sýnist. ★ Mestu elskendur sögunnar uröu svona frægir af þvi þeir fengu ekki aö njót- ast. ★ Stundum kemst maður aöhlutum, sem konur hafa vitað lengi. Þegar Eva lét Adam bita i epliö varö fyrsta syndin til, en þegar Adam skellti skuldinni á Evu, varö fyrsti heigullinn , til. A barnum er betra aö gá i budduna til aö athuga, hvaö maöur er þyrstur. ★ Ég hef ekkert á móti þvi aö þú fetir i fótspor min, en lofaöu mér aö komast upp úr þeim fyrst. ★ Aö aka hjólbörum: Maöur hefur fæt- urna milli armanna og gengur, eftir aö hafa lyft fótunum frá jöröinni meö þvi aö lyfta örmunum meö höndunum. ★ Hugsaðu þér hamingjuna, ef þú glataöir öllu, sem þú átt — og fengir þaö siöan aftur. ■K Uppgötvun nýrrar matartegundar skiptir meira máli fyrir mannkyniö en uppgötvun nýrr^ir stjörnu. 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.