Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 31

Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 31
Bogmaðurinn 23. nóv. — 20. des. Ef tilfinningarnar kólna I vikulok- in, mun það þó ekki hafa nein áhrif fram i timann. Ef til vill verður þér boðið I veizlu, en boðinu fylgja skil- yrði. Útgjöldin geta orðið allmikil, en þó er ekki ástæða til að óttast um afkomuna. Ef þér finnst þú geta bætt úr einhverju á vinnustað, skaltu ekki hika við að tala við rétt- an mann. Þú tekur meira tillit til óska vinar þins en þinna eigin og færð það vel launað. Þú nýtur góös af samveru við manneskju af öðrum aldurs- flokki en þinum. Nú ertu heppinn I fjármálum. Til mála kemur að þú vinnir i happdrætti eða sliku. Þú getur þurft að sinna óvenjulegu verkefni, sem þú kviðir, en allt gengur vel. Láttu ekki i ljós afbrýöisemi eða grunsemdir án vissu. Þetta er ekki á neinum rökum reist. Sameigin- legt áhugamál verður til að þú hitt- irgamlan vin á ný. Ef þú heldur á- fram að vera svona hagsýnn, losn- arðu við miklar fjárhagsáhyggjur á næstunni. Þú færð sennilega gagnrýni fyrir vinnuna, en það verður þó aðeins i sambandi viö eitt ákveðið verk. Ef þú tekur frumkvæðið i ástamál- unum, skaltu láta sem minnst á þvi bera. Þú ert mest með gömlum vinum, en færð tækifæri til að kynnast nýju fólki. Biddu ekki með að kaupa eitthvað, sem þig vantar, annars geta peningarnir horfið út I bláinn. Þú ert fullur vinnugleði þessa vikuna en gættu þess að of- þreyta þig ekki. Reyndu aö fá næga hvild. Eitthvert missætti i ástamálunum getur komið upp. Vertu varkár I orðum við viðkvæman vin, það get- ur verið betra að blða með að segja honum sannleikann. Ef þú ætlar að kaupa eitthvað dýrt, skaltu byrja að spara fyrir þvi strax. Vinnu- hraði þinn eykst til muna, það get- ur verið af þvi þú starfar að áhuga- verðum verkefnum um þessar mundir. O- (/> c — Verzlið núna! Það er sagt, að þessi dýr séu að deyja út! t fljótu bragöi viröast myndirnar eins, en þó hefur sjö atriöum veriö breytt á þeirri neöri. Beitiö athyglisgáfunni, en ef allt um þrýtur, er lausnina aö finna á bls. 39.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.