Heimilistíminn - 10.06.1976, Page 33
Claude Cénac
%*. %
Ferfætlingur «. w.
d flækingi Z '*' (J)
Diógenesi, sagði Freddy. — Hann ætlar lika
með.
Ég fékk allt i einu undarlega tilfinningu i
magann. Að visu var það heitasta ósk min að
fara á sjó. En.... ef Móses hafði nú rétt fyrir
sér, að það væri i rauninni skelfilegt að verða
sjóveikur og ég yrði það svo? Efinn steyptist
yfir mig. Svo fann ég, já ég fann, að ég var að
verða óskaplega veikur. Við hundar, við finn-
um oft hlutina fyrirfram. En þar sem ég var
búinn að þvaðra svo mikið um þetta ailt við vin
minn Móses, að ég gat varla skorazt undan.
Nei, ég skyldi bara ákveða að verða ekki
sjóveikur og þá yrði ég það ekki.
Svo hljóp ég af stað á eftir börnunum, sem
voru þegar farin að stiga ölduna. Ég hermdi
eftir þeim eins og ég gat og vissi, að þetta
göngulag gat jafnað upp hreyfingar bátsins.
Við mættum Móses, sem spurði, vert við
værum að fara.
— Til sjós, sagði ég montinn.
Hann setti upp áhyggjusvip. — Og ef þú
verður sjóveikur? Það er mikið af litlum öldum
á sjónum i dag.
— Það er ekkert, sem máii skiptir, sagði ég
enn roggnari.
— Hvernig veiztu það? spurði vinur minn
lágt. En góðsemi hans kom i veg fyrir að hann
ræddi málið frekar og hann lét sér nægja að
óska mér góðrar ferðar.
Það var meðaumkunarsvipur á Móses, þar
sem hann stóð og horfði á eftir okkur og það fór
i taugarnar á mér. En siðan hef ég skilið
augnaráðið. Hvers vegna skipaði hann mér
ekki að halda mig frá höfninni?
Palette beið okkar og allir sjóndeildarhringir
heims virtust speglast i augum hans. Hann
rétti Mariu höndina, en Freddy stökk knálega
um borð. Ég hermdi eftir, þótt ég hefði aldrei
tekið fæturnar af öruggum hafnarbakkanum
áður.
Sardinan virtist ekki eins örugg.
Almáttugur, hvað hún dansaði! Það var rétt
eins og Palette færi viljandi yfir allar stærstu
öldurnar. Með höndina á stýrinu starði hann út
i fjarskann, án þess að depla augunum móti
sólinni.
Stundum fórum við framhjá bátum með
ferðamönnum og mér fannst sumir þeirra með
þjáningasvip. Við fórum yfir höfðann án vand-
ræða og börnin skröfuðu glaðlega við Palette.
Hann var ánægður.
Ég var lika ánægður, þótt...
Palette lofaði okkur að dást að útsýninu inn
til strandarinnar, þar sem litlar víkur gengu
inn i klettana og húsin ljómuðu i sólskininu. —
Þetta er fallegasti staður i heiminum, sagði
hann blátt áfram.
Ég efaðist ekki um það. Og þó....
Ég var kominn með það á tilfinninguna, að
þetta landslag, sem auðvitað var dásamlegt,
tæki einhverjum einkennilegum breytingum,
sem aðeins ég varð var við,. Mér leið illa af að
horfa á öldurnar ráðast á klettana og dansa á
sjónum. Ég gapti og lét tunguna lafa. Augun i
mér urðu blýþung, rétt eins og i hvorri auga-
brún héngi akkeri. Nú fór meira að segja
himinninn að dansa. Hann sogaði hafið til sin,
þótt það verðist með þvi að skjóta upp kryppu.
Öll þessi leikfimi kastaði Sardinunni niður i
öldudal, sem hún siðar þeyttist upp úr, aðeins
til að lenda niðri i öðrum dal.
Eins og úr fjarska heyrði ég rödd Mariu og
hlátur: — Legstu þversum, Palette. Við
skulum fá svolitinn sjógang!
Gamli sjóræninginn lét ekki segja sér það
33