Heimilistíminn - 10.06.1976, Síða 36

Heimilistíminn - 10.06.1976, Síða 36
varir þeirra mættust í löngum kossi. Fanný næstum svimaði af fögnuði. Hjartað barð- ist ákaft í brjósti hennar og blóðið fossaði um æðarnar. Hún fann unaðslega þreytu Ifða út í hverja taug, og þrýsti sér innilega í faðm hans. „Komdu, ástin mín! Við skulum njóta hamingju okkar, njóta ástar okkar í fullum mæli." Hann þrýsti munninum á varir hennar, hóf titr- andi líkama hennar í fang sér, og bar hana inn í svefnherbergið. Hún veitti enga mótspyrnu, en endurgalt hin brennandi faðmlög hans með óteljandi kossum og atlotum. Það var komið langt fram á dag, þegar Fanný vaknaði. Hún eldroðnaði, þegar hún minntist þess, sem fram hafði farið kvöldið áður. Og áður en hún vissi af, var hún farin að gráta beizklega, svo að líkami hennar titraði af ekka. Leopold prins þokaði sér að hlið hennar. „Gráttu ekki, litla stúlka, mundu að við elskum hvort annað. Er þetta ekki ynsidlegasta g jörin, sem við getum fært hvort öðru? Bíddu bara, barnið mitt, þangað til þúertorðin konan mín. Þá fyrstskaltu fá aðnjóta þess, sem lífið hefir að bjóða, njóta þeirrar auðlegðar og glæsileika, sem konungleg prinsessa á i vændum." Seinna um daginn ók prinsinn henni aftur til Nea- pel. Prófessorinn var farinn út. Rósa afhenti henni bréf frá Vín. Það var frá foreldrum hennar. Þau glöddust ósegjanlega yfir sigrum Fannýjar í Kongunglega leikhúsinu í Neapel, og gátu þess um leið, að óstjórnleg öfund ríki meða leikfólks í Vín, yfir velgengni hennar. Þau sendu henni einnig ein- tak af „Leikhúsblaði Vínarborgar", þar sem sagt var frá sýningum hennar í Neapel. Fanný var í fyllsta máta hamingjusöm, og það var fleira en dansinn, sem olli því. Upp frá þessu byrjaði nýtt líf fyrir Fannýju. Ást hennar var vöknuð, og hún þráði stöðugt elsk- huga sinn, þráði kossa hans og atlot. Hún elskaði Leopold af öllu hjarta. Um hann sner- ust allar hugsanir hennar. Um hann snerust hugsanir hennar allan daginn, meira að segja þegar hún var í Hirðleikhúsinu að dansa. Um hann snerust allir draumar hennar, og þar birtist hann henni eins og prinsinn í ævintýrunum, eins og einhver æðri vera, sem stigið hafði niður til hennar til þess að gera hana hamingjusama. Leopold prins var afar örlátur elskhugi. Næstum því daglega sendi hann Fannýju dýrmætar gjafir, dýr klæði, skrautgripi og sjaldgæf blóm. Oft bauð hann henni í veiðihöllina. Þar gátu þau notið samvistanna í næði, og drukkið af bikar hinn- ar ungu ástar. Vikurnar liðu. Alltaf hafði nafn Fannýjar sama aðdráttarafl á Neapelbúa, og alltaf var Konunglega leikhúsið troðf ullt. 36 Og Fanný dansaði af lífi og sál, og hrifning áhorfendanna var engu minni en fyrst. Nú, þegar Fanný nautsælu elskandi ungmeyjar, var hún orðin ennþá blómlegri, línurnar skýrðust og samræmið í líkama hennar varðæ fyllra. Hafi henni verið fagn- að i fyrstu, þá var það ekki síður nú, því það bók- staflega rigndi yfir hana ástarbréfum, blómvönd- um og heimboðum. Hún hafði naumazt tíma til að þakka boðin og jaf irnar. En hugur hennar dvaldi þó ávallt hjá Leopold. Til hans bað hún og hann tignaði hún eins og guð. „Hann giftist mér, Rósa, trúið mér! Hann er göfugur maður og heldur orð sín." Rósa svaraði engu og gekk þegjandi út úr her- berginu. Svo var það einn morguninn, að Fanný vaknaði f rá erf iðum draumum. Og þegar hún kom til sjálf r- ar sín, hafði hún höfuðverk og svima, og var hræði- lega óglatt. Áég að hita hemillute handa ungfrúnni?" spurði Rósa. „Já, í öllum bænum, þvi að það hamrar innan í höf ðinu á mér eins og þaðætli að springa." Teið hafði góð áhrif, og eftir nokkra stund var Fanný orðin eins og hún átti að sér að vera. Kvöldið eftir dansaði hún í leikhúsinu. Þá kom skyndilega aftur yf ir hana svimi og ógleði. Hún varð óstöðug á fótunum og reikaði, svo að áhorfendurnir urðu skelkaðir. Einn þjónanna greip hana í fangið, annars hefði hún hnigið niður. Tjaldið var undir eins dregið niður. „Ungfrú Elssler veiktist skyndilega," tilkynnti leikhússtjórinn. Leikhúslæknirinn var sóttur. — Hann skoðaði Fannýju, laut svo niður að henni og hvíslaði: „Ungfrú, þér eruð barnshafandi." Fanný horfði með skelfingarsvip á lækninn, en hann yppti bara öxlum. „Það er eins og ég sagði." Orvæntingarfull hné hún niður á púðana, og líkami hennar skalf af grátekka. Daginn eftir sendi hún Rósu með bréf til prinsins, þar sem hún sagði honum, að hún þyrfti nauðsyn- lega að tala við hann. Prinsinn sagði, að hún mætti koma til sín í höllina þegar í stað. „Leopold," stundi Fanný upp með grátklökkri rödd, „ég er-----". Gráturinn kæfði rödd hennar. „Ég er barnshafandi." Prinsinn varð myrkur á svip. „Hver veit nema þetta sé einhver misskilningur úr þér, barnið mift." „Leikhúslæknirinn fullyrti það í gærkveldi." „Svo. Það var nú verri sagan. En taktu þetta ekki svona nærri þér, góða barn. Svona nokkuð hefir hent ekki svo fáar starfssystur þínar." „ Já, en hvað heldurðu að fólkið segi? Barn á und- an hjónabandinu, áður en við giftumst." Prinsinn yppti öxlum óþolinmæðislega. „Leopold, nú verðum við að tala í alvöru um

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.