Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 6
Eftir að ferðaleyfið að lokum hafði fengizt var ekið i járnbrautarlest til Vinar, og höfðu menn tekið allt það með séi, sem hægt var. Formlega leyfa . rússnesk stjórnvöld einungis að fólk hafi með sér 100 rúblur úr landi, gift- ingarhringinn og smávegis annað af skartgripum. Hvað við kom Lev og fjölskyldu hans, þá höfðu þau fjárfest i bómullardúk, rússneskum handunnum vefnaði, sem ekki reynist erfitt aö finna kaupendur að á flóamarkaðinum i Róm. Þegar til Vinar kemur, taka fulltrúr Jewish Agency á móti fjölskyldunni, en það eru alþjóðasamtök Gyðinga, sem sinnir þeim, sem hyggjast flytjast til ísrael. — Menn lögðu mjög hart að okkur, og reyndu að fá okkur til að skipta um skoðun, þegar i ljós kom, að við höfðum ekki ætlað okkur að fara til ísraels. Síð- an vorum við send til HIAS. Engin nöfn HIAS — sem þýðir Hebrew Immigration Aid Service (Innflytjenda- þjónusta Gyðinga) hefur starfað yfir 90 ár, og tók fyrst til starfa i þeim tilgangi að hjálpa innflytjendum til Bandarikjanna. Það gerir þessi stofnun reyndar enn þann i dag I dag. Nú nær aðstoðin þó til nokk- urra annarra landa til viðbótar, t.d. til Kanada og Astraliu. — Um þessar mundir fara um 1000 út- flytjendur af Gyðingaættum frá Sovétrikjunum i hverjum mánuði. Samkvæmt skýrslum er þaö heldur minna, en verið hefur sföustu ár. En við erum vanir þvi að tölurnar ýmist hækki eða lækki, segja starfsmenn HIAS á skrifstofunni i Róm. (Engin nöfn, ef ykkur væri sama) Aðalverkefni IIIAS er að útvega útflytj- endanum sem allra fyrst alla nauðsyn- lega pappira. — Til að byrja með verður að ná sam- bandi við ættingja útflytjandans I Bnadaíikjunum, og fá staðfestingu á fyrirætlunum hans. Um tvennt er að velja Flóttamaöurinn' hefur nefnilega um tvennt að velja varðandi það að fá vega- bréfsáritun. Annar kosturinn er sá að sækja um og setja á umsóknina: samein- ing fjölskyldu. Til þess að sú ástæða sé tekin til greina verður að vera um bróður, systur eða foreldra að ræða i Bandarikj- unum. Einnig getur hann bent á að hann sé flóttamaður, og fengið áritun þess vegna. En sé sú leið farin, tekur það venjulega miklu lengri tima en I fyrra tilvikinu. — Bandaríkjastjórn hefur sett reglur um, að til landsins fái aðeins að koma AMY CARTERS DÓTTIR HEFUR FENGIÐ PÓLI- TÍSK VERK EFNI 10.500 flóttamenn árlega. Reyndar er þetta nokkuð teygjanlegt. Við höldum, að talan sé venjulega nokkurn veginn I sam- ræmi við það, sem nauðsynlegt er hverju sinni, segja fulltrúar HIAS í Róm. — Það er alltaf erfitt að gerast innflytj- andi til lands, hvaða land sem það er, og þvi fylgja margvislegar breytingar á háttum manna. Samt virðist svo sem meiri hhiti þeirra, sem flutzt hafa til Bandarikjanna, hafi verið orðnir sjálfum sér nógir, og verið farnir að sjá fyrir sér sjálfir innan átta mánaða. — Atvinnuleysið i Bandarikjunum hefur gert þetta allt miklu erfiðara. Þau vand- ræði hafa þó ef til vill ekki haft mikil áhrif ennsem komið er. Það geturstafaðaf þvi, að innflytjandinn er fús að taka að sér hvaða starf sem er, jafnvel það allra erfiðasta, og verst borgaða. Fyrir þessa útflytjendur frá Sovétríkj- unum hefur orðið „flóttamaður” heldur flýtt fyrir þeim I gegnum myrkviði skrif- stofubáknsins. Aður en árið er liðið eru þeir á leið til sins nýja heimalands. Það eru þó mörg hundruð manns iRóm, sem myndu gleðjast yfir þvi, að geta fengið að kalla sig „flóttamenn” á nýjan leik. Það orð myndi þýða endalok margra mánaða örvæntingar og vonbrigða. Þetta á við um Gyðingana, sem ákveðið höfðu að flytjast til israels, og höfðu bundið aliar vonir sinar við „fyrir- heitna landið”. Þeir hafa komizt aö raun um, að vonir þeirra hafa ekki ræzt, og ísraels-ríki getur ekki gefiö þeim allt, sem þeir hafa vonait eftir. — En þetta er hópur, sem við getum ekki hjálpað, segja HIAS menn með is- köldum tón. Greinilegt er, aö þetta er við- kvæmt mál, sem menn vilja helzt ekki ræða. Ný tilraun. Samkvæmt þvf, sem HIAS segir, er það þetta fólk, sem aðallega er að finna á flóa- markaðinum i Róm. Litlar vonir eru til þess.aðþaðeigieftiraðfá leyfi til þess að flytjast til nokkurs lands. — Við vitum, að þarna er um að ræða nokkur hundruð manns. ítölsk stjórnvöld eru ótrúlega þolinmóð gagnvart þessu fólki. Þau láta málin um aö leysast á sem eðlilegastan hátt. — Og venjulegast rætist úr þessu, eða hvaö? — Jæja, það fer venjulega svo, að fólkið ákveður að reyna i annað sinn að fara til israels. Ekki er erfitt að Imynda sér, með hvaöa tilfinningar i brjósti innflytjandinn leggur upp I aðra ferð til israels. Eftir margra mánaða bið og kaldar viðtökur stjórn- valda annarra landa er þetta fólk neytt til þess aö snúa aftur ril ísraels, til að viöa ekki algjört skipbrot í Róm. Hin níu ára gamla Amy Carter dóttir Carters Bandaríkjaforseta hefur nú fengið sitt pólitíska hlutverk/ rétt eins og amma hennar Lilian/ móðir hennar Rosalynn og bræðurnir Jack, Jeff og Chip. Síðast kom hún fram á fundi fyrir hönd Banda- ríkjanna og það var enginn smá- fundur. Fundurinn átti sér stað I kofa Amy hjá einu af sedrustrjánum i garðinum við Hvita húsið og varð til aö stuöla að fram- gangi orkumálaáætlunar fyrir Bandarik- in. Jimmy Carter hafði sjálfur búið til kof- ann rétt eins og aörir pabbar byggja hús eöa eitthvað annað handa börnum sinum. Dag einn i vor, þegar heldur litiö frétt- næmt var á seiði i Hvita húsinu var Amy látin ganga með heilum hóp blaöamanna út á það sem kallast South Lawn eða suðurtúnið og svo voru teknar myndir af henni i kofanum 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.