Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 33
Judson. Hvers vegna gerðirðu það? Þú elskaðir
hann ekki meira en ég elskaði David. En þú vissir
að ég elskaði Judson og þú trúlofaðist honum bara
til að skilja okkur að. Hvers vegna gerðirðu það?
Hvernig vogaðirðu þér að gera það? Hún hækkaði
röddina.
Mary lokaði augunum og svimaði svo hún varð að
styðja sig. Hún var hræddari nú en hún hafði nokk-
urn tíma verið á ævinni. Hrædd um hamingju Dav-
ids.
— Hvers vegna gerðirðu það? spurði Pearl
aftur. — Var það eingöngu vegna þess að þú hat
aðir mig og öfundaðir?
— Haltu þér saman, fíflið þitt! hrópaði Mary. A
þessari stundu vissi hún naumast hvað hún sagði. —
Hvernig gatég hatað þig þess vegna? Ég var ánægð
yfirþví. Mér hef ur alltaf þótt vænt um þig og óskað
þér alls góðs.
— Hvers vegna varstu þá að trúlofast Judson?
Rödd Pearl var ennþá hörð. — Þú vissir, að það
myndi særa mig, hvernig það ylli hatri, ekki aðeins i
þinn garð, en hans líka. Hvers vegna gerðirðu það,
fyrst þér þótti vænt um mig?
— Vegna þess að ég elskaði David heitar, hrópaði
/y\ary. — ég elska David meira en nokkurn annan í
heiminum. Meira en þig, meira en sjálfa mig.
— Þú elskar David? hvíslaði Pearl.
Mary þrýsti höndinni að munninum. Hvers vegna
hafði hún sagt það? Hún hafði lofað sjálfri sér,
svarið, að hún skyldi aldrei segja neinum það.
— Þú hélst, að ef þú trúlofaðist Judson, myndi ég
snúa mér aftur að David? sagði Pearl.
Mary kinkaði kolli þegjandi.
— Veslings fíflið þitt, hropaði Pearl hvasst. —
Hvað ertu búin aðgera mér... eða sjálf ri þér?
— Ég skipti ekki máli, hvíslaði Mary. — En mér
þykir óskaplega leiðinlegt að þú skulir elska Jud-
son. Ég gerði mér ekki grein f yrir því, Pearl.
Þögnin varð löng og ónotaleg. Pearl gekk loks til
dyranna. — Góða nótt, Mary. Ég held að það sé bezt
að við tölum ekki meira saman að sinni. Svo fór
hún.
Mary starði á lokaðar dyrnar. Hvað mundi Pearl
gera? Mundi hún ennþá giftast David daginn eftir?
Hún mátti þaðekki, David vegna. Með örvæntingar
tilfinningu hljóp hún að dyrum Pearl. Hún bankaði
og reyndi að opna svo þær gætu talað út um málið,
en það var læst og Pearl svaraði ekki og stundu síð-
ar fór Mary aftur inn í herbergi sitt. Hún háttaði og
lá skjálfandi undir sænginni. Udnir dagmál hlaut
hún að hafa sofnað.
Þegar Susan vakti hana með teinu, sagði hún: —
Ö, ungfrú Mary, þegar ég kom upp til ungfrú Des-
mond með teið, var hún þar ekki.
Mary reis upp við dogg. — Segirðu, að hún hafi
ekki verið í herberginu?
— Já, nei, ungfrú Mary. — OG töskurnar hennar
eru farnar. En þetta bréf lá á snyrtiborðinu.
Mary tók við þvi, það var stílað til hennar. Hún
las:
Kæra Mary.
Guði sé lof að við gátum loks talað saman. Ég læt
þér David eftir. Segðu honum, hvað sem þér dettur i
hug. Við sjáumst aftur, þegar allt þetta er um garð
gengið. Það vona ég að minnsta kosti.
Pearl.
Mary starði á bréfið. Hún neyddist til að segja
David það. Það var hennar sök, því hún hafði komið
upp um sig. En þó gat hún ekki verið leið yfir að
Pearl var farin.— Ég er skepna, hugsaði hún. — Ég
hugsa bara um sjálfa mig, en ekki hamingju hans.
En hún gat ekki að þvi gert. Hún var glöð yfir að
Pearl var farin.
26. kafli.
Pearl hafði yfirgefið húsið um leið og birti af
degi. Hún hafði læðzt niður stigann til að vekja eng-
an, hún varð að komast út úr húsinu eins fljótt og
hún gat. Henni hafði virzt það eins og fangelsi frá
því hún steig þar fæti inn í fyrstu og núna, eftir
samtalið við Mary, var það óþolandi. Hún hataði
Maryekki lengur. Hún skildi hvers vegna hún hafði
trúlofast Judson og ásakaði hana ekki fyrir það, en
þó langaði hana alls ekki til að hitta hana að svo
komnu máli. Nú, þegar hún hugsaði málin rólega,
vissi hún ekki, hvers vegna hún hafði lofað að gift-
ast David.
Hún náði í leigubíl á næsta horni og bílstjórinn
raðaði töskunum inn.
— Hverrt á að aka, ungfrú? spurði hann.
— Ég... ég veit það ekki. Hún leit ráðalaus á hann.
Ja, ef þú veizt það ekki, þá veit ég það sannar-
lega ekki.
Hún hafði ekki ímyndað sér, hvert hún átti að
fara. Bezt væri auðvitað að fara aftur heim til
Leightonsf ield, en tilhugsunin var ekki sérlega upp-
örvandi. Samt bað hún manninn að aka á Kings
Cross-stöðina. Á leiðinni þangað sá hún auglýsingu.
íbúðir með húsgöngum til leigu. Hún hallaði sér á-
fram og bankaði á millirúðuna.
Hún fann íbúð með húsgögnum, sem henni geðj-
aðist mjög vel að og tók hana á leigu í mánuð til að
byrja með Það var betra en að fara til Leightonsfi
eld. Auk þess var Judson í London. Pearl átti auð-
velt með að eignast vini og varð brátt ein vinsælasta
stúlkan í f jölbýlishúsinu. Hún hafði opið hús og allt-
af gátu vinir hennar komið og fengið sér drykk eða
matarbita. Hún var kát og fjörug. En hún hafði
einnig aðra hlið. Þá var hún öryggislaus og ringluð
og velti fyrir sér, hvort hún yrði nokkurn tíma
hamingjusöm á ný. Oft fór hún á þingpallana í
neðri málstof unni, aðeins til að sitja þar og vona að
hún sæi bregða fyrir rauðu hári og ófríðum vanga-
svip. Hún f ór alltaf áður en umræðum var lokið, svo
hún ætti ekki á hættu að rekast á neinn þingmanna
fyrir utan.
Hún fékk seint og um siðir bréf ið frá David. Það
var svohlióðandi:
33