Heimilistíminn - 06.10.1977, Síða 7

Heimilistíminn - 06.10.1977, Síða 7
Amy, dóttir Carters Bandarikjaforseta hefur átt bréfaskipti viö fólk I öörum lönd- um um stórpólitfsk mál. Hún hefur einnig hjálpaö fööur sfnum viö aö leysa orku- vandamái Bandarlkjanna. Siðustu dagana hefur svo komið I ljós, að „græna húsiö” hefur meiri þýðingu en haldið var i upphafi. Fyrir skömmu hringdi Jimmy Carter til andstæðings sins eins i repúblikana- flokknum og ætlaði hann aðeins að hjálpa honum fyrir að hafa stutt sig i ákveðnu pólitisku máli. Málið snerist um verð- lagninu á gasi sem er eitt af aðalmálum i flokki auðlindamála Carters. Þakka þér hjálpina bingmaðurinn sagöi Carter þá frá þvi að dóttir sin dáðist einstaklega að Amy. Hún heföi skrifað henni tvisvar sinnum, en aðeins fegið eitt svarkort til baka. — Telpurnar ættu að fá að leika sér saman einhvern tima bráðum sagði Jimmy Carter þá. Stuttu siöar kom boðs- bréf frá Amy: — Hér er sundlaug, kofi og margt annað skemmtilegt skrifaði hún. Gesturinn kom og lék sér i Hvita húsinu og var rétt eins ánægður með heimsókn sina þangað eins og forsetinn hafði verið yfir hjálpinni og stuðningum, sem hann fékk frá þingmanninum við að koma fram orkumálaáætlun sinni. Bréfaskipti Amy Carter er einnig þekkt fyrir bréfa- skipti sin við bréfritara erlendis. Dr. August Stern sovézkur gyðingur i Frakklandi hefur skýrt frá þvi að Amy Carter hafi skrifað honum i lok siðasta árs. Hún þakkaöi honum i bréfinu fyrir að hafa sent sér bók sem fjallar um pólitisk réttarhöld, sem haldin voru yfir föður hans, Michail Stern, i Sovétrikjunum. Þar sem mannréttindamál bera mjög á góma milli Bandarikjanna og Sovétrikj- anna um þessar mundir olli frásögn Sterns af þessum bréfaskiptum töluverðu fjaörafoki. Starfsmenn i Hvita húsinu hafa algjörlega borið til baka að þeir viti nokkuðum málið en Stern hefur sýnt afrit af bréfinu. Það er skrifað á bréfsefni Amy Carter og undirskrifað með nafni hennar. Vanalegur skóli Nú er svo komið að litla barnið i Hvita húsinu, Amy Carter sem er yngsta barnið i þessu húsi, frá þvi þau John og Caroline Kennedy bjuggu þar, hefur vakið einmitt alla þá athygli sem foreldrar hennar höfðu ætlað aö reyna að koma i veg fyrir að hún vekti. Hún hefur veriö sett i venjulegan skóla, til þess aö hún fái sem allra eðlilegast uppeldi. bað vakti að sjálfsögöu mjög mikla athygli þar sem slikt hefur ekki átt sér staö, siöan Teddy Roosevelt sendi son sinn Quentin i venjulegan skóla árið 1909. Thaddeus Stevens Elementary School er nokkuð langt frá Hvita húsinu og 60 prósent barnanna eru svört. Þrjátiu pró- sent barnanna eru börn stjórnarerindreka og annarra útlendinga. Skólann sækir börn fólkssem býr I miðborg Washington. — Amy leikur sér helzt við Claudiu dótt- ur matsveinsins Juans i sendiráði Chile i borginni, segir forsetinn stoltur, og blöðin láta ekki sitt eftir liggja að segja frá þessu, eins og væri þetta eitt af heims- vandamálunum i dag. Falla þessar frá- sagnir vel inn i rannsóknarblaða- mennskuna i Washington þessa stundina. Barnfóstran látin laus Einnig er skýrt frá þvi að hundur Amy, Grits er nú á hundanámskeiði og að barn- fóstran hennar, Mary Fitzpatrick hefur verið látin laus, enda þótt hún hafi setið inrii dæmd fyrir morð. Hún drap afbrýði- saman mann i Georgiu árið 1970. Amy er mjög merkilegt barn. Hún sýndi lestrar- áhuga sinn með þvi að lesa 1 bókum á meðan hún sat til borðs i opinberum mið- degisverði I Hvita húsinu. 1 sumar hefur hún svo verið á námskeiði sem haldið var fyrir sérstaklega gáfuö börn og var nám- skeiðið við Georege Washington háskól- ann. 1 haust átti hún svo aö fara að læra á fiðlu. órólegur uppvöxtur Margir eru þeir sem áhyggjur hafa af uppvexti þessa merkilega barns og sér- staklega i þessu merkilega umhverfi. Fáir hafa þó gengið lengra i þvi að sýna áhyggjur sinar en sá, sem setti nafnlausa auglýsingu i Washington Post. Vildi hann fá styrk til handa börnum, sem fá meira en önnur börn og prýddi hann auglýsing- una með mynd af Amy. Eitthvað liggur á bak við allt þetta um- tal og þennan óróleika i kringum Amy og eftirlætið á henni. Alkunna er að forsetinn vill ekki leyfa starfsmönnum sinum að synda i sundlaug Hvita hússins. Dag nokkurn var hann fjarverandi og þá kom einn af starfs- mönnunum að máli við sundlaugarvörð- inn og bað um leyfi til þess að fá sér sund- sprett i lauginni. — Þvi miður er það ekki hægt. — Hvers vegna ekki? — Amy er i lauginni, var svarið. 7

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.