Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 06.10.1977, Qupperneq 3

Heimilistíminn - 06.10.1977, Qupperneq 3
Kæri Alvitur Hver eru inntökuskilyröi I bænda- skólann á Hvanneyri? Geturðu ekki sagt mér eitthvað frá starfi skólans? Stundar maður skepnur? Ég hef heyrt, að tamningaraðstaða sé þar, en verður meður að koma sjálfur með hrossin? Hver eru inntökuskilyrðin i hús mæðraskólann á Varmalandi? Hvað kostar vandaður islenikur hnakkur og beizli? Hvar er hægt að fá þessi reiðtygi? Hvað kostar taminn hestur? en ótaminn? Hvernig á maður að velja hest? (þægan, fallegan, fljótan eða hvað?) Ég þakka svo fyrir skemmtilegt og áhugavert blað, þar sem HeimilisTIm- inn er Með fyrirfram þakklæti Tilvonandi bóndi Inntökuskilyrði i bændaskóla lands- ins er að minnsta kosti grunnskóla- próf. Það er að hafa lokið námi i 9. bekk. BUfræðinám stunda menn i bænda- skóla, og á sá skóli að veita þeim, sem stunda vilja búskap hagnýta fræöslu. Bændaskólar veita bæði bóklega o verklega fræðslu. Almenn deild bændaskóla nefnist bændadeild og lýk- ur námi i henni með búfræðiprófi. Námið greinist i: Liffræöisvið, búfjár- ræktarsvið, jarðræktarsvið, bútækni- svið ogbústjórnarsvið. Námstiminn er eitt ár. Auk þess sem umsækjandi þarf að hafa lokiö grunnskólaprófi þarf hann að hafa öðlazt f jólbreytta reynslu við landbúnaðarstörf og að jafnaði stund- að þau eigi skemur en eitt ár eftir fermingu, bæði vetur og sumar. Lág- marksaldur er 17 ár. Siðan er hægt að stunda framhalds- nám i búvisindum að loknu námi i bændaskóla. Við Hvanneyri er fram- haldsdeild, búvisindadeild. Námstimi þar er þrir vetur. Námið hefur verið miðað viðþað, að þeir, sem ljúka námi þar geti tekið að sér sérfræðileg störf fyrir islenzkan landbúnað og unnið að rannsóknum. Hestamannafélag er starfandi meðal nemenda á Hvanneyri, og hefur það yfir að ráða hesthúsi. Þangað er tekinn einn hestur frá hverjum nem- anda eftir áramót, og fær hann siðan tækifæri til þess að temja hest sinn. Varðandi skepnuhaldið er það að segja.að verkleg kennsla er imjöltum og sauðfjár- og nautgripadómum, auk þess sem kennd er fóðrun nautgripa. Inntökuskilyrði i skólann á Varma- landi er próf úr 9. bekk grunnskóla. Hnakkur með öllu tilheyrandi mun ekki kosta innan við 40þúsund krónur, og beizli ætti að vera hægt að fá fyrir 7000-8000 krónur. Hvort tveggja fæst i sportvöruverzlunum og hjá söðlasmið- um. Nánari upplýsingar getur þú feng- ið i simaskránni. Ógerningur er að segja nokkuð ákveðið um verð á hestum. Þeir geta verið bæði dýrir og ódýrir, og fer það eftir aldri kostum og öllu ööru. Reyndu að ræða við vanan hestamann um þetta atriði. Sennilega þyrfti helstur að vera öll- um þeim kostum búinn, sem þú telur upp hér,en ráðlegaster fyrir þig, að fá einhvern vanan hestamann til þess að velja með þér hest, ef þú ert að hugsa um að fjárfest i einum slikum. Það þarf þekkingu til þess að velja góðan hest. Kæri Alvitur, Ég er að hugsa um að fara I Iðnskól- ann, en fyrst langar mig til þess að vita nokkur atriði. . 1 Þarf maöur aö ná ákveðnum aldri til þess að komast i Iönskólann, og ef svo er, hvaða aldri? 2. Hvaða námi þarf maöur að vera búinn að ljúka til þess að komast f skólann? 3. Ilvað tekur söðlasmiðinám mörg ár? 4. Er ekki hægt að læra söðlasmlði annars staðar en I skóla? Ein úr rigningunni á Suðurlandi. 1,—2. Til þess að komast I Iðnskól- ann verður maður að hafa lokið prófi í 9. bekk grunnskóla, eða vera meö gagnfræðapróf. Aldurinn fer þá eftir þvi, hvað maður er gamall, þegar þvi námi er lokið. 3.-4. Aöeins munu tveir menn á landinu kenna söðlasmiði. Annar þeirra er Þorvaldur Guðjónsson hjá Baldvin og Þorvaldi Hliðarvegi 21 I Kópavogi. Hinn er Helgi Finnlaugs- son, Stekkholti 23 á Selfossi. Námið mun taka fjögur ár, og bóklegt nám fer fram i iðnskóla eins og i öðrum iðngreinum. Ef þú hefur áhuga á þessu námi ættir þú að setjast niður og skrifa þessum mætu mönnum bréf, og vita hvað þeir geta sagt þér um söölasmiðina og nám I henni. Meðal efnis í þessu blaði: Flóttamenn í Evrópu. Amy Carter.......... Megrunarkúr fyrir brauöætur Endurfæddást—smásaga ... Bad Company......... bls. 4 Blóm að vetrarlagi.................bls. 15 bls. 6 Hundarnireruaugu þeirra ...........bls. 20 bls. 8 Rannsakar kynlíf hjá rottum........bls. 26 bls. 10 Póstkassar.........................bls. 36 bls. 13

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.