Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 25
Tóti og Bárður skellihlógu báðir, en afi hristi höfuðið. „Snjóflóðin eru nú vissulega ekkert lamb að leika sér við,” sagði hann alvarlegur, — ,,og við erum öll innilega glöð yfir því, að þið eruð komin lieim heil á húfi. Og þá fyrst varð Bárði litla ljóst, að liklega var það bezt af öllu, að hann varð eftir heima. En langt, langt úti á ísnum, skammt frá skógarjaðrinum, hinum megin við vatnið, blakti ljós á litlu tólgarkerti í tómu snjóhúsi. Tvær hagamýs laumuðust óttaslegnar inn og átu nokkra brauðmola, sem þær fundu þar. Og forvitinn refur rak trýnið fram undan furu- stofni, laumaðist siðan varfærnislega niður að þessu furðulega greni, settist á afturfæturna og beið. Og þar sat hann hinn rólegasti, þangað til ljósið var slokknað. Þá fór hann á kreik, rak upp eins konar gelt og hvarf upp i skóginn á ný. 6. kafli. Tunglskinsnótt. „Á skammri stund skipast veður í loft,” seg- ir gamall talsháttur, og það á vel við um veðrið i fjallabyggðum Noregs. Tveim dögum eftir stórhriðina miklu, var komið bezta veður, og þá ók pabbi Boggu heim til prestssetursins. Þegar hann kom heim, sagði hann frá þvi, að mörg snjóflóð hefðu fallið niður i dalinn, og meðal annars eitt i Svartagili. Þau hefðu verið mjög lengi að baksa við að komast yfir það, þvi að flóðið hefði lokað gilinu að mestu og raunar verið ófært með öllu. Þau fréttu, að snjóflóð hefðu einnig fallið á ýmsum öðrum stöðum, án þess þó að valda miklu tjóni sem betur fór. „Það er gott, að þetta er afstaðið, — við þurf- um þá ekki að óttast óhræsis snjóflóðið að svo stöddu.” Og góða veðrið hélt áfram enn um stund. En það var mikið frost, — jafnvel óvenju mikið, svo að Tóta þótti nóg um. Þegar þeir bræður fóru að leika sér i sólskininu á daginn, urðu þeir að dúða sig, eins og þeir væru að fara i langferð, og þá var ekki beint þægilegt að renna sér á skiðum. Maria litla fékk alls ekki að fara út þessa daga, þvi að mamma var svo hrædd um, að henni yrði alltof kalt, — mundi jafnvel kala til óbóta. Þess vegna varð hún að vera inni við hlóðirnar að leika sér við brúðuna sina. „Það kemur sér heldur betur, að við eigum hlý hús, bæði fyrir fólk og fénað,” sagði mamma. Tóti var henni alveg sammála. Hann vissi um bæi, þar sem fjósin voru svo léleg, að skepnurnar þjáðust mjög af kulda. Og sums staðar var plássið alltof litið og umhirða nær engin, svo að þær ösluðu i mykju upp á miðja leggi. í Bárðarbæ voru öll útihús rúmgóð og hlý, svo að vel fór um dýrin, óg auðvelt að halda öllu hreinu. „Við erum kannski of éinangruð, — búum heldur langt frá öðru fólki,” sagði mamma stundum. „En bærinn er góður, og hann verður enn þá betri, þegar þið Bárður verðið stórir og getið hjálpað pabba.” En Tóti gat tæpast hugsað sér, að nokkru yrði breytt. Hann gat ekki hugsað sér betri dvalarstað en bjarta, stóra eldhúsið þeirra með hlóðunum góðu,þar sem eldur logaði allan daginn. Aldrei mundi hann að minnsta kosti breyta þvi. Þar gátu þau öll setið á kvöldin og unnið að verkum sinum, án þess að vera hvert fyrir öðru, — mamma og amma við rokk sinn og vefstól, en þeir karlmennirnir við ýmiss konar handiðju. Oft hafði hann mikið yndi af þvi að sitja á bekknum við gluggann og horfa út yfir snævi- þakið umhverfið. Þegar hann lagði hendurnar að glugganum þannig, að þær útilokuðu ljósið frá eldstæðinu, gat hann dvalið timum saman i ævintýraheimi, sem hann hafði mikinn áhuga á. Einkum bauð febrúarmánuður upp á mikla fjölbreytni, þegar refirnir voru i tilhugalifínu. Þá voru þeir svo gæfir, að þeir komu oft alveg heim að bænum. Svo bar það eitt kvöld sem oftar, að hann sat við gluggann og horfði hugfanginn út. Tunglið af bls. 38 Z Lausn á Gægjugotunum P I gegn um götin eigiö þiö aö sjá fugl, < klukku, andlit, gitar, fisk og vatnskonnu. 4 Það er B. 25

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.