Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 15
Blómin okkar HÆKTIÐ BLOM VIÐ FLÚORESENT LJÓS AÐ VETRINUM Dimmir vetur fara oft illa með blómin okkar. Þá kemur sér vel, að geta stungið pottun- um með plöntunum í undir f lúr Ijós. Þessum Ijósum má líka koma þannig fyrir, að þau skíni á blómahillur, og séu því ekki einungis til gagns heldur einnig til skrauts í hvaða stofu sem er. Til munu vera flúr-pipur, sem gefa frá sér bleikleitt ljós. Þær eru sérlega vel fallnar til þess aB nota viö blóma- rækt, og gefa lika skemmtilega lýs- ingu. Svo eru venjulegar flúr-pipur, sem kallaðar eru „Natural”, og frá þeim koma rauðir og bláir geislar sem eru að styrkleika um tveir þriðju af pipunum, sem annars eru notaðar við plönturækt. Þessar pipur henta vel fyrir almenna blómaræktendur, og ættu aö fást I raftækjaverzlunum, enda eru þær mikiö notaðar, m.a. til þess að lýsa upp afgreiösluborð i t.d. kjöt- verzlunum, en það stafar af hinum skemmtilega lit, sem matvörurnar taka á sig i þessu ljósi. Einfaldasta leiðin til þess aö nýta flúrljósin er aö smiða eins konar blómaborð, annað hvort eitt, eöa á tveimur hæðum, svipaö og sést hér á myndinni á siðunni. Ef borðið er að- eins eitt getur verið gott að hengja flúr-ljósið i loftið þannig að hækka megi það og lækka, eftir þvi hversu mikið ljósmagn maður vill að plönturnar fái. Mjög fallegt getur ver- iö að hafa ljós og blómaborö af þessari tegund i fjölskylduherbergjum i kjöllurum, eöa i göngum og stigum, þar sem annars er ekki nægileg birta til þess að rækta blóm. Tvær 40 watta flúr-pipur ættu að nægja yfir blómaborðið. Hæfilegt er að hafa þær i ca 45 cm hæö frá borðplöt unni, en eins og fyrr segir getur veriö gott að geta hækkaö þær og lækkaö eft- ir þvihversu háar plönturnar eru, sem á borðinu standa. Mjög þægilegt getur veriö að rækta sumarblómin sin upp af fræjum undir lýsingu sem þessari. Geta menn þá farið að sá seinni part vetrar og verið tilbúnir með gnótt sumar- blómaplantna, þegar timi er komin til þess að setja þær út i garöinn að vorinu. Græölingar af stofublómum dafna lika vel undir flúrljósum. Blómaborðið getur þvi verið sannkallað „gróður- hús.” fb

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.