Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 23
gekk hún nokkra hringi um sjálfa sig, en lagð- ist siðan makindalega á feldinn. Tóti varpaði öndinni léttar. Hann var orðinn hræddur um, að Pila mundi deyja. ,,Nær hún sér ekki að fullu aftur?” spurði hann. „Jú, hún nær sér alveg áreiðanlega”, sagði pabbi — „hún er ung og þolir mikið. Og en hvað það var gott, að við heyrðum til hennar. Hún hefði ekki þolað öllu lengur að vera úti i stór- hriðinni. Tóti vafði feldinum utan um sig við hliðina á Pilu. Það var nóg pláss handa þeim báðum. Hann lagði höfuðið á kroppinn hennar — hafði hann fyrir eins konar kodda — og þanpig sofn- aði hann, með fingurna inn i feldinum hennar hlýja. 5. kafli PtLA FINNUR LEIÐINA HEIM Tóti vaknaði við það, að pabbi kom gætilega við öxl hans. „Nú skulum við fara að búa okkur undir að lvggja af stað héðan, Tóti minn”, sagði pabbi. „Við ætlum að reyna að komast sem fyrst heim”. „Er komið gott veður?” spurði Tóti og settist strax upp. „Storminn hefur lægt mikið”, svaraði pabbi. „Við verðum að reyna að átta okkur, áður en dimmir. Þau eru áreiðanlega orðin hrædd um okkur heima, og það er heldur engan veginn ánægjulegt að þurfa að halda hér til alla nótt- ina”. Tóti hlustaði. Hvinur stormsins var alls ekki eins mikill og fyrr. Hann skreið út úr feldinum, og honum var hrollkalt eftir svefninn. En hon- um hlýnaði fljótt, þvi að Bogga neri bak hans um stund og hjálpaði honum siðan i útifötin. Pila dansaði um gólfið af eftirvæntingu og kát- inu. Henni var ljóst, að þau ætluðu að leggja af stað, og hún hlakkaði mikið til að komast út. „Hafið Pilu með ykkur inni, þangað til ég læt 3'kkur vita”, kallaði pabbi utan úr göngunum. Hann hafði þegar spennt Þyt fyrir sleðann. Svo rétti Bogga honum feldina og pokana, og skreið siðan sjálf út. Og innan skamms kölluðu þau til Tóta, að nú væri allt tilbúið, og kom þá brátt út með Lillu á hælum sér. „Flýttu þér upp i sleðann”, kallaði pabbi. „Nú skiptir mestu máli að halda á sér hita. Bogga settist á bak við Tóta, en pabbi laut nið- ur að Pilu og sagði: „Vertu nú dugleg Pila min, og finndu leiðina heim”. Pila leit upp og dillaði skottinu. Hún hafði nú náð sér að fullu, eftir að hafa hvilt sig vel, og fengið gott að éta. Og það var alveg eins og hún skildi það sem pabbi sagði, því að hún fór þegar að snúast sitt á hvað, og þefa út i loftið, til þess að finna réttu áttina. Eftir nokkra stund kom hún aftur til pabba, og var þá fremur niður dregin og ráðvillt. Hún hafði ekki getað áttað sig á, hvert halda skyldi. „Veiztu þá ekkert hvert stefna skal, Pila min litla?” sagði pabbi og klappaði henni bliðlega. Pila vældi lítið eitt, settist á afturfæturna og leit ákaft til pabba, eins og hún vildi segja: „Þú veizt, að mig langar mikið til að hjálpa þér en þetta get ég ekki, — ég veit ekkert hvert stefna skal! Tóti horfði i kringum sig. Já, þetta leit vissulega ekki vel út. Það var mikil snjókoma og þó veðrið hefði gengið tölu- vert niður, var skyggnið harla litið betra en . fyrr. „Heldurðu pabbi, að hún átti sig á þvi, hvert við eigum að stefna?” spurði hann. „Já, ef hún gæti aðeins fundið þefinn af ein- hverju að heiman.þá er enginn vafi á þvi”, svaraði pabbi. „Ef vindáttin væri þannig, gæti hún fundið reykjarþefinn frá eldstæðinu okkar, i mikilli fjarlægð.” „Já, bara að við værum nú svo heppin”, sagði Bogga. „Það er engan veginn útilokað,” sagði pabbi. „Rétt áður en þið komuð út, rofaði til og mér fannst ég sjá glytta í Bárðarbungu, og vindur- inn kemur einmitt úr þeirri átt. Við skulum strax aka af stað og sjá hvað gerist.” Þvi næst hottaði pabbi á hreindýrið sem lagði strax rösklega af stað. Pabbi gekk á skiðum sinum rétt við sleðann, en Píla hljóp á undan, með hringað skott, og þefaðu út i loftið sitt á hvað. Öðru hverju leit hún til pabba sem þá hrósaðihenni og kallaði: „Já, vertu nú dugleg Pila litla, og finndu leiðina heim.” Tóti fylgdist með Pilu af miklum áhuga. Hugsa sér ef þau stefndu nú burt frá Bárðgr- bæ? Hugsa sér ef þau ækju nú i hring eins og villtir menn gera oft og heldu þannig áfram alla nóttina? — Það var byrjað að rökkva. Eftir nokkra stund mundi verða komið niðamyrkur. Hann starði til baka og óskaði þess með sjálf-' um sér, að þau hefðu verið róleg lengur i snjó- húsinu hlýja. Nú var það horfið i snjókófið, og

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.