Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 34
— Elsku Pearl.
Mér þykir þetta ákaflega leitt með brúðkaupið.
Mary sagði mér fra því. Ég held að þú hafir haft
rétt fyrir þér. Ég hef nefnilega hugsað málin ítar-
lega og reynt að líta ekki á þau eins og ég óskaði að
þau stæðu, heldur eins og þau raunverulega eru. Ég
hef komizt að þeirri niðurstöðu að þú haf ir aldrei
elskað mig. Ég hef vitað það lengi, en ekki viljað
viðurkenna það fyrir sjálfum mér. Ég hef elskað
þig, Peari, en geri það ekki lengur. Þú skilur að
það er engin von til þess að við gætum orðið
hamingjusöm saman. Ég kann vel að meta það að
þú stóðst með mér, þegar ég var langt niðri..en
ég sé núna, að það var eina ástæðan.
Jæja, ég held að þú munir verða mun hamingju-
samari næst þegar við hittumst og ég vona að þá
verðum við góðir vinir.
Ætíð þinn vinur,
David.
Pearl sat stundarkorn með bréf ið í höndunum og
lagði síðan af sfað heim til Davids í Kensington.
Mary var heima, en ekki David. Hún starði á
Pearl andartak, eins og hún tryði ekki sínum eigin
augum, en hljóp svo til hennar og faðmaði hana að
sér.
— Ó, elsku, elsku Pearl!
Pearl endurgalt faðmlögin og augu hennar
gljáðu.
— Hvað í ósköpunum varðaf þér? spurði Mary. —
Mig hef ur svooft langað til að ná sambandi við þig,
en vissi ekki, hvar þú arst. Ég hringdi til Cathart
Park, en foreldrar þínir voru ekki þar og þjónustu-
fólkið hafði ekkert heimilisfang.
Pearl brosti dauflega. — Ég gleymdi að senda
þeim hana. Ég hef íbúð hérna í borginni.
Mary hló. — Mig grunaði það. Þú lítur Ijómandi
vel út, Pearl.
— Mary... Pearl greip um handlegg systur systur
sinnar. — Miklir bannsettir kjánar höfum við verið.
Hvers vegna rifumst við? Það er svo fjarstæðu-
kennt núna ekki satt?
— Ó, Pearl, það gleður mig að þér f innst það líka.
Rödd Mary skalf. — Ég hef verið svo óhamingju-
söm þessar vikur, hugsaði alltaf um, hvernig ég
gæti f undið þig og hvort þú vildir tala við mig, ef ég
fyndi þig.
— Kjáninn þinn, sagði Pearl hásri röddu. — Sjáðu
nú til, Mary. Ég kom með dálítið til að sýna þér.
Bref frá David. Það hefur verið lengi á leiðinni til
mín og hann er áreiðanlega að velta f yrir sér, hvers
vegna ég svari því ekki. Lestu.
Mary gekk með bréfið að lampanum og las. Hún
sá það eins og í þoku og hönd hennar skalf. Hún
trúði varla, að David hefði skrifað það, að hann
hefði sjálfur skrifað að hann elskaði Pearl ekki
lengur. Var Pearl sár? Svo var ekki að sjá.
— Finnst þér t rauninni að það geri ekkert til?
spurði hún loks lágri röddu.
— Engan kjánaskap. Er ég ekki búin að segja þér,
að það léttir á samvizku minni? Mig langar að vera
vinur hans. Mary þú hlýtur að gera þér grein fyrir
hvers vegna David hef ur orðið Ijóst, að hann elskar
34
mig ekki? Það er þín vegna, það er ég viss um. Þú
ert raunveruleikinn í lífi hans ímynda llra þeirra
hluta, sem honum þykir vænzt um. Hann heillaðist
af mér af því ég var óvenjuleg í hans augum, en ég
var honum aldrei raunveruleg. Hann hlýtur að vita
að það hefur verið þú allan tímann.
En Mary hrópaði hvasst: — Ekki tala svona,
Pearl! Það er ekki satt! David geðjast vel að mér,
en það er allt. Ég....röddin skalf.... ég get ekki
vonað neitt.
Það varð þögn og Mary sagði svo:
— Pearl, hefur þú frétt eitthvað af Judson?
— Judson? Pearl snerist snöggt á hæli. — Hvers
vegna skyldi ég hafa frétt eitthvað af honum?
Mary sagði ekkert. Hún tók eftir því að hönd
Pearl skalf, þegar hún teygði sig eftir sígarettu.
Pearl hélt áfram, hljómlausri röddu? — Ég sagði
þér um daginn, að ég vildi aldrei sjá hann f ramar.
Það er búið og gert allt saman.
— Ég skil, sagði Mary. Eftir að hafa horft á
Pearl eyðileggja þrjár eldspýtur við að kveikja í
sigarettunni, sagði Mary: — Þú borðar líklega
kvöldverð hérna, Pearl?
— Já, þakka þér fyrir, sagði Pearl. — Það væri
gott að fá góða heimatilbúna máltíð.
Eftir matinn sátu þær við arininn og þá glumdi
dyrabjallan.
Mackson opnaði dyrnar oa tilkvnnti: — Herra
Freeman, ungfrú Mary.
Mary gekk f ram og röddin var óstyrk, þegar hún
heilsaði:
— Halló, Judson.
— Halló, Mary. Hann hafði ekki séð Pearl ennþá.
— Ég fékk boð um að þú vildir hitta mig eins f Ijótt
og unnt væri. Ég greip hattinn og hér er ég. Er eitt-
hvað að?
Hún svaraði engu, því hann hafði komið auga á
Pearl. — Pearl, sagði hann hvasst.
En Pearl talaði ekki til hans. Hún sneri sér að
Mary. — Þú gerðir þetta! hrópaði hún reiðilega. —
Þú vissir, að ég vildi ekki sjá hann, en samt baðstu
hann að koma. Skepnan þín... hvernig vogaðirðu!
Ég er farin. Hún hljóp til dyra.
En áður en hún náði þangað, greip Judson um
handlegg henni.
— Hvað gengur á? heitaði hann að fá að vita. —
Mér finnstég eiga réttá skýringu. Hvernig vogarðu
þér að kalla Mary skepnu?
að kalla Mary skepnu?
— Ég hef rétt til að kalla hana hvað sem er, hróp-
aði hún að honum. — Hún er systir mín!
— Mary systir þín? sagði hann undrandi. Hann
starði á hana eins og hann teldi hana eitthveð rugl-
aða.
— Auðvitað er hún systir mín, sagði Pearl reið. —
Við erum tvíburar. Vissirðu það ekki?
— Hvernig ætti ég að vita það? spurði hann
undrandi.
Framhald