Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 8
Ný leið til að megra sig fyrir þá sem vilja borða brauð og kartöflur Vikumatseðill fyrir þá sem ekki vilja sleppa brauðinu Mánudagur: Morgunmatur: kaffi e&a te, 1/2 greip- . frútt, 2 grillaöir tómatar á tvær sneiðar af ristuðu brauði. Hádegismatur: 2 1/2 dl kjötsoð, 120 gr. grilluö nýru eða kjúklingalifur á 1 brauð- sneið, grænmetifrá listanum hér á undan, 30grömm af 30% osti á eina brauösneið, 1 dl appelslnusafi. Kvöldveröur: 1 1/2 dl tómatsafi, 120 grömm grillaðar magrar lambakótelett- ur, grænmeti af listanum, 1 steikt epli. Þriðjudagur: Morgunmatur: kaffi eða te, 1 dl appelsinusafi, 100 grömm reyktur fiskur á eina brauðsneið. Hádegismatur: 1 brauðsneið með harð- soðnu eggi, 1 brauðsneið með 50 grömm- um af magurri skinku, 1/2 dl jógurt. Kvöldveröur: 2 1/2 dl kjötsoö, 120 grömm grilluð lifur með 50 grömmum af grilluðu beikon og kapris, grænmeti frá listanum, 30 grömm af camembertosti, 1 brauðsneið. Miðvikudagur: Morgunmatur: kaffi eða te, 1 pera, 2 brauðsneiðar meö 30 grömmum af osti og 50 grömmum af mögru kjötáleggi. lládegismatur : 120 grömm grillaðar lambakótelettur (skerið burtu alla fitu) grænmeti af listanum, salat 1 epli. Kvöldveröur: 1 1/2 dl tómatsafi, 150 grömm grillaöur kjúklingur (takiö skinn- ið utan af honpm), grænmetiaf listanum 1 1/2 dl jógurt blandaö með appelsfnubit- um. Fimmtudagur: Morgunmatur: 1/2 greipfrútt, 2 brauð- sneiðar með 30 grömmum af osti og 50 grömmum af mögru áleggi. Hádegismatur: 2 1/2 dl kjötsoð, 1 brauð- sneið með sveppum sem steiktir eru í ofurlitilli oliu, 100 grömm Ýmir.l epli. Kvöldveröur: 2stórirtómatar, fylltir með 50grömmumafrækjum, I20grömmum af köldum kjúklingi (ekki skinnið) 2 smáar kartöflur með 1 desertskeiö af jógurt, salat, 1 epli, 1 pera Föstudagur: Morgunmatur :kaffi eöa te, 1 appelsfna, 2 brauðsneiöar með 30 grömmum af osti og 50 grömmum af mögru áleggi. Hádegismatur: 2 1/2 dl kjötsoö 120 grömm grilluð þorskflök eöa 120 grömm af grillaðri nauta- eöa kálfalifur 2 brauð- sneiðar, og tvær sneiðar af osti. ÞÚMÁTT — ÞÚ MÁTT EKKI Finnst þér vonlaust aö hugsa til þess að fara 1 megrunarkúr og reyna að léttast vegna þess að þú getur ekki hugsaö þér að hætta aö borða kartöflur og brauö sem er eitt af þvi bezta sem þú færö? Þú þarft alls ekki að hætta að borða þessar fæðutegundir. Þú mátt minnast þess að brauö og kartöflur eru meö I matarhringn- um svonefnda sem okkur hefur stundum verið sýndur, en 1 þessum hring er sýnt það helzta sem borða á og úr hvaða flokkum matvæla velja á fæðuna. Þetta þýöir allsekki að þú megir troða þig út á brauði og kartöflum en það ætti að vera betra að fá svo- lltinn skammt daglega heldur en þurfa algjörlega að leggja hvort tveggja á hilluna. Hér færðu tvær tillögur að mat- seðli, annar er hugsaður fyrir þá, sem vilja borða kartöflur og hinn fyrirbrauöæturnar. Þér er i sjálfs- vald sett að skipta um kjötrétti hér og þar en þú verður aöeins að gæta þess að fara ekki fram úr þeim hitaeiningum, sem þú mátt borða daglega. Ekki er hægt að segja fyrir meö nokkurri vissunákvæmlega hversu mikið þú léttist, enda fer það eftir ýmsu t.d. hversu þung þú ert og hversu mikið þú hreyfir þig en farir þú eftir þessum matseðli er talið fullvlst aö þú sjáir merki þess á viktinni. Fyrir brauð- og kartöflumatar- kúr gildir eftirfarandi: Þú mátt boröa edns mikið og þú vilt af sellerii, blómkáli, dill, gras- lauk, agúrkum, hvitkáli og rauð- káli, papríku, persilju, púrrulauk, radisum, salati, spinati, sveppum, tómötum og hvitlauk. Ef þig langar til þess aö hafa ein- hvers konar sósu út á grænmetis- salatið þitt, þá getur þú búið hana til úr blöndu af ediki, sitrónusafa, worcestershiresósu, tabasco, papriku, pipar, hvltlauk eða öörum kryddtegundum. Þú mátt drekka eins mikið af kaffiog te og þú vilt, einnig á milli máltiða. Þú máttekki nota sykur.Avaxta- safarnir sem nefndir eru á matseðlinum, eru allir ósætir. Þú verður a6 drekka 2 1/2 dl af mjólk og boröa 1-2 teskeiðar af matarfeiti daglega, matarolfu, mayonesi, eöa álika. Þú mátt ekki boröa kvöldmat allt of seint á kvöldin. Ef þér er raunveruleg alvara að léttast ættir þú að fá þér göngutúr áður en þú ferð að sofa. Ogaö lokum —þú veröur að vera fullkomlega heilbrigö þegar þú byrjar I megruninni. Ef þú ert "kki viss um að svo sé ættir þú að vöa við lækninn þinn fyrst. 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.