Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 24
þau mundu áreiðanlega ekki geta fundið það aftur. Annars hafði hann alveg gleymt að slökkva á kertinu og taka það með sér. En hvað það var skritið að hugsa til þess, að það logaði enn á þvi þarna inni. Honum fannst, að kertið hlyti að vera fjarska einmana. En ef til vill kæmi þangað iítil hagamús i rökkrinu, — eða kannski refur. Á meðan hann var að hugsa um þetta, fór Pila allt i einu að gelta mjög ákaft. Þytur tók lika töluvert viðbragð og hrökk til hliðar. Eitt- hvað hafði gerzt, sem vakti ótta dýranna. Og þarna — þarna kom allt i einu einhver léttur kringlóttur hlutur út úr kófinu og valt eftir isnum i áttina til sleðans. Pila hljóp að þessari einkennilegu sendingu og ætlaði að gripa hana. En þegar hún fann þefinn af henni nam hún skömmustuleg staðar og laumaðist burt með lafandi skott. Pabba tókst hins vegar að ná þessari óvæntu sendingu, tók hana upp og skellihló. ,,Það er eitt af fuglabyrgjunum okkar litlu að heiman,” sagði hann. „Hvernig getur staðið á þvi, að það er allt i einu komið hingað?” kallaði Tóti. „Vindurinn hefur auðvitað borið það til okk- ar,” sagði pabbi hlæjandi. ,,Þá getum við ekki verið langt frá Bárðar- bæ,” sagði Bogga. ,,Um það er nú ekki hægt að fullyrða neitt— sagði pabbi og gekk frá byrginu á sleðanum. „Svona léttur hlutur getur borizt langar leiðir i stormi, en við skulum hiklaust vona, að við sé- um á réttri leið.” Tóti og Bogga litu vonsvikin hvort til annars. Þau höfðu vonazt til að nú væru þau næstum því komin heim, en það voru þá víst aðeins tál- vonir. Nú var lika farið að dimma iskyggilega mikið. Tóti dró fledinn betur yfir sig og fannst útlitið harla ömurlegt. En pabbi hafði alls ekki misst kjarkinn. Hann hottaði á Þyt, sem lagði strax af stað. Píla hljóp enn á undan og þefaði sitt á hvað. Og fyrr en varði rak hún allt i einu upp hátt gelt og hvarf út í hríðarkófið. ,, Já, sjáið bara, — nú fer eitthvað að gerast, sem gagn er að,” kallaði pabbi. Eftir stutta stund kom Píla aftur til pabba. Hún gelti mikið, dansaði af gleði allt i kringum hann og vildi greinilega segja honum einhver góð tiðindi. „Já, þetta likar mér, Pila min!” kallaði pabbi. Hann hottaði enn á Þyt, og Píla hljóp áköf á undan. Og allt í einu kom Tóti auga á '24 dauft ljós beint fyrir framan þau. Hann sá það vel, örsutta stund, en svo hvarf það aftur í kóf- ið. Það fór alls ekki á milli mála, — hann hafði séð það. „Sáuð þið ekki ljósið?” kallaði hann hástöf- um og benti fram. Pabbi og Bogga horfðu ákaft i þá átt, sem hann benti. Jú, þarna kom það aftur greinilega í ljós, — litil tindrandi stjarna i hriðarkófinu. Það gat ekki verið neitt vafamál.l Þetta var ljós- bjarminn frá stóru tólgarkertunum þremur, sem mamma og amma voru alltaf vanar að setja út i gluggann, þegar einhver var úti i vondu veðri. Nú voru þau þarna á sinum stað, báru birtu út i hríðarsortann og visuðu á réttan veg. Og eftir skamma stund voru þau komin i land og héldu upp brekkurnar heim i Bárðar- bæ. Jafnskjótt og Þytur var kominn i húsaskjól, og Tóti, pabbi og Bogga höfðu fengið sér að borða og haft fataskipti, safnaðist allt fólkið saman við hliðirnar og spjallaði um það, sem komið hafði fyrir. Tóti fékk að segja frá þessu hættulega ævintýri. Mamma og amma hlustuðu alveg agndofa og krossuðu sig oftar en einu sinni, meðan á frásögninni stóð. Og þegar hann hafði lokið þættinum um Pilu, gat amma ekki stillt sig um að fara fram i búr og sækja handa henni eitt kjötbein i viðbót, þó að hún hefði fyrir nokkru étið nægju sina af bezta matnum, sem heimilið hafði að bjóða. Bárður hafði ekki augun af Tóta meðan á frásögn hans stóð. Honum fannst hún svo spennandi, að hann gaf sér tæpast tima til að anda. „Ég vel lika fá að búa i snjóhúsi,” sagði hann ákafur. „Má ég það ekki, pabbi?.... Ég hef aldrei fengið að búa i snjóhúsi.” „Það var nú ekki eingöngu ánægja, sem þessu fylgdi,” sagði Tóti, til þess að hugga bróður sinn litla. „Það var óttalegaleiðinlegt, þegar við satum i sleðanum og höfðum ekki hugmyndum, hvar við vorum stödd. Og þegar við heyrðum fyrst til Pilu, héldum við að hún væri úlfur, og hún var næstum dauð, þegar pabbi kom með hana inn.” „Og gleymdu svo ekki að geta um snjóflóðið drengur.” sagði Bogga......Það lyfti okkur upp eins og við værum fánýtt fis, — og þarf þó tölu- vert til, Bárður minn, að fara þannig að við mig.” bætti hún við, brosleit að vanda.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.