Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 32
Jennifer Ames FRAMHALDSSAGAN Neyddtil að gleyma nægja hégómagirnd þinni og það skiptir þig ekki máli, hvað þú kremur mörg hjörtu til að öðlast þá. Hvers vegna komstu hingað? Farðu aftur til vina þinna. Þeir eru af sömu tegund. Ég hef aldrei verið þannig og kæri mig ekki um það. Jæja,... hvers vegna ferðu ekki? — Viltu að ég fari, Judson? Röddin var óstyrk. Já, já, já. Hann sagði það milli samanbitinna tanna. — Ég vil að þú farir. Ég get ekki talað við þig, þoli ekki að sjá þig. Þú ert imynd alls þess sem ég f yrirlit. Fa'rð'u og gifztu Woolf, þið eigið vel sam- an. — Þakka þér fyrir. Hún stóð upp og ýtti stólrium aftur. — Mér þykir leitt að ég skyldi koma og tala við þig, Judson. Hann stóð líka upp. — Allt i lagi. Ef til vill f innst mér líka leitt að þú komst. Hún sneri sér snöggt við og yf irgaf hann. Hún gekk aftur að borðinu, þar sem Mary sat enn með hinum. Hún talaði og hló, þó hún hefði ekki grun um hvað hún var að segja eða hvers vegna hún hló. Hún leit ekki einu sinni í áttina þangað sem Judson sat, en hún vissi um leiðog hann yfirgaf salinn. 25. kaf li Mary svaf lítið sem ekkert næstu þrjár nætur. Hún haf ði séð nóg á Dorchester til að vita að Pearl elskaði Judson. Hún elskaði Judson, en ætlaði að giftast David. Mary þoldi þetta ekki, en hvað gat hún gert? I hvert sinn sem hún reyndi að f itja upp á umræðum um ef nið við systur sína, var það eins og að rekast á steinvegg. Pearl leit aðeins kuldalega á hana og sagði: — Þurfum við að ræða það? Hjónaband mitt og Davids er þrátt fyrir allt mitt mál. Hún ga,t ekki sagt David það. Allt sem hún gat gert, var að bíóa sjá klukkustundirnar líða fram hjá og vita að hver þeirra færði brúðkaupið nær. — Hún getur ekki gert hann hamingjusaman, ef hún elskar hann ekki, hugsaði hún aftur og aftur. —'Hvað á ég að gera? Það var kvöldið fyrir brúðkaupið. Mary og Pearl höfðu borðað kvöldverð heima. Á yf irborðinu voru þær vinkonur, en Mary fann að ennþá var veggur milli þeirra. Þær töluðu saman sem kunningjar, ekki sem systur. Mary varð óstyrk af þvi og kreppti hnefana svo að neglurnar skárust inn í lófana. Henni hafði aldrei liðið svona áður. Þær Pearl ræddu um allt annað en það sem þær hugsuðu mest um. Það var næstum óhugnanlegt, hvernig þær foruðust að nefna aðalatriðið. Síðar þegar Mary var farin að hátta kom Pearl upp á herbergi hennar. — Ég var að velta fyrir mér, hvort þú hefðir nokkurn tíma sagt David, að við erum systur? sagði hún. — Nei, ég hef ekki gert það. Jæja, hann verður að fá að vita það núna, svaraði Pearl. — Við getum sagt honum það á morgun. Það kryddar brúðkaupsveizluna. ÁAary sagði skjálfandi röddu: — Heldurðu að brúðkaupið þurfi á einhverju kryddi að halda, Pearl? Pear! yppti öxlum. — Ef til vill. Brúðkaup eiga að vera rómantísk, en í rauninni er ekki um mikla rómantík að ræða. Leiðinleg athöfn á lítilli skrif- stof u. Eitthvað lét undan innra með Mary. Sjálfsstjórn hennar hvarf. Hún sneri sér að systur sinni. — Tal- aðu ekki svona, Pearl. Ég þoli það ekki. — Hvað kemur þér það við? spurði Pearl kaldri röddu. — Að öllu leyti, hrópaði Mary. — Þú getur ekki elskað David, fyrst þú talar svona. — Ég hef spurt þig áður Mary, hvað þér komi það við, svaraði Pearl. — Hvers vegna skyldir þú skipta þér af því hvort ég elska David eða ekki? Ég ætla að giftast honum, ekki satt? Ég hef ekki hugsað mér að svíkja hann. Hún gekk nær systur sinni og var eitt andartak ógnandi á svipinn. — Það er þér að kenna, Mary. Hvers vegna þurftir þú að skipta þér af þessu? — Við hvað áttu? — Ég á við nákvæmlega það, sagði Pearl harðri röddu. — Þú skiptir þér af því, þegar þú trúlof aðist 32

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.